Líklegt að fleiri skjálftar verði í dag Sylvía Hall skrifar 20. júlí 2020 06:52 Um 1.400 skjálftar hafa mælst á svæðinu síðasta sólarhring. Veðurstofa ÍSlands Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir viðbúið að fleiri skjálftar verði í dag. Það sé eðlilegt þegar stórir skjálftar verða líkt og sá sem varð við Fagradalsfjall á tólfta tímanum í gærkvöld. Annar skjálfti varð við Fagradalsfjall á sjötta tímanum í morgun og mældist sá 4,6. Að sögn Bjarka hafa skjálftarnir í gærkvöldi og í nótt fundist víða á suðvesturhorninu og bárust tilkynningar meðal annars frá Vík í Mýrdal. „Þetta er ekkert að hætta. Síðasta sólarhring hafa mælst 1.400 skjálftar og helmingurinn eftir miðnætti,“ segir Bjarki í samtali við fréttastofu en á meðan símtalinu stóð varð annar skjálfti. „Þetta heldur áfram. Þegar koma svona stórir skjálftar verður fjöldi eftirskjálfta. Það má búast við skjálftum áfram í dag frá 3 að stærð upp í 4.“ Hann segir jarðskjálftana vera hluta af þeirri hrinu sem hefur verið við Grindavík og á Reykjanesskaga síðan í byrjun árs. Virknin hafi verið mismikil en í heild hafi orðið margir skjálftar á svæðinu. Þó séu engin merki um gosóróa eins og er. „Það hefur verið þensla á þessu svæði sem veldur þessum jarðskjálftum sem við sjáum núna.“ Þrátt fyrir mikinn fjölda tilkynninga hefur engin tilkynning borist Veðurstofunni um tjón vegna skjálftanna. Margar ábendingar hafi komið í gegnum vef Veðurstofunnar, sérstaklega nærri Grindavík enda finni íbúar á því svæði mest fyrir skjálftunum. „Þetta eru jarðskjálftar, sem er óþægilegt fyrir alla sem eru nálægt. Þau sem eru í Grindavík og Keflavík finna þetta miklu meira en við gerum hérna á höfuðborgarsvæðinu.“ Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir „Þessi var klárlega einn af þeim stærri“ Íbúi í Grindavík fann vel fyrir skjálftanum 20. júlí 2020 00:32 Jarðskjálfti á Reykjanesi Jarðskjálfti sem var fimm að stærð varð á Reykjanesi nú á tólfta tímanum, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. 19. júlí 2020 23:47 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir viðbúið að fleiri skjálftar verði í dag. Það sé eðlilegt þegar stórir skjálftar verða líkt og sá sem varð við Fagradalsfjall á tólfta tímanum í gærkvöld. Annar skjálfti varð við Fagradalsfjall á sjötta tímanum í morgun og mældist sá 4,6. Að sögn Bjarka hafa skjálftarnir í gærkvöldi og í nótt fundist víða á suðvesturhorninu og bárust tilkynningar meðal annars frá Vík í Mýrdal. „Þetta er ekkert að hætta. Síðasta sólarhring hafa mælst 1.400 skjálftar og helmingurinn eftir miðnætti,“ segir Bjarki í samtali við fréttastofu en á meðan símtalinu stóð varð annar skjálfti. „Þetta heldur áfram. Þegar koma svona stórir skjálftar verður fjöldi eftirskjálfta. Það má búast við skjálftum áfram í dag frá 3 að stærð upp í 4.“ Hann segir jarðskjálftana vera hluta af þeirri hrinu sem hefur verið við Grindavík og á Reykjanesskaga síðan í byrjun árs. Virknin hafi verið mismikil en í heild hafi orðið margir skjálftar á svæðinu. Þó séu engin merki um gosóróa eins og er. „Það hefur verið þensla á þessu svæði sem veldur þessum jarðskjálftum sem við sjáum núna.“ Þrátt fyrir mikinn fjölda tilkynninga hefur engin tilkynning borist Veðurstofunni um tjón vegna skjálftanna. Margar ábendingar hafi komið í gegnum vef Veðurstofunnar, sérstaklega nærri Grindavík enda finni íbúar á því svæði mest fyrir skjálftunum. „Þetta eru jarðskjálftar, sem er óþægilegt fyrir alla sem eru nálægt. Þau sem eru í Grindavík og Keflavík finna þetta miklu meira en við gerum hérna á höfuðborgarsvæðinu.“
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir „Þessi var klárlega einn af þeim stærri“ Íbúi í Grindavík fann vel fyrir skjálftanum 20. júlí 2020 00:32 Jarðskjálfti á Reykjanesi Jarðskjálfti sem var fimm að stærð varð á Reykjanesi nú á tólfta tímanum, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. 19. júlí 2020 23:47 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
„Þessi var klárlega einn af þeim stærri“ Íbúi í Grindavík fann vel fyrir skjálftanum 20. júlí 2020 00:32
Jarðskjálfti á Reykjanesi Jarðskjálfti sem var fimm að stærð varð á Reykjanesi nú á tólfta tímanum, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. 19. júlí 2020 23:47