Grindvíkingar halda ró sinni í hættuástandi Telma Tómasson skrifar 20. júlí 2020 15:00 Grindvíkingar eru vanir jarðhræringum, einkum síðustu mánuði. Vísir/Egill Hundruð tilkynninga um jarðskjálfta við Grindavík hafa borist Veðurstofu Íslands, sá öflugasti var af stærðinni 5. Engin merki eru um gosóróa en tugir eftirskjálfta hafa mælst og er fylgst grannt með þróun mála. Grindvíkingar halda ró sinni, en hættuástand er þó viðvarðandi. Hrinan hófst með snörpum jarðskjálfta sem mældist 5 að stærð við Fagradalsfjall á Reykjanesi um tuttugu mínútur í miðnætti í gærkvöldi og fannst hann vel á mjög stóru svæði; á Suðurnesjum, víða á höfuðborgarsvæðinu, austur að Vík í Mýrdal, sem og á Akranesi á Vesturlandi. Þetta er ekki óvenjulegt, að sögn Salóme Jórunnar Bernharðsdóttur náttúrvársérfræðings á vakt á Veðurstofu Íslands, einkum þegar um svo stóran skjálfta er að ræða. „Við höfum fengið held ég, já, marga tugi ef ekki hundruð tilkynninga,“ segir Salóme. Virkni á svæðinu var talsvert mikil frameftir nóttu, dvínaði aðeins um þrjúleytið, en styrktist aftur í morgunsárið um sexleytið, með tveimur skjálftum upp á 4,6 og 4,3 .Margir eftirskjálftar hafa mælst í kjölfarið, alls afa orðið 19 skjálftar stærri en þrír og segir Salóme virknina stöðuga áfram, þó hún fari eilítið dvínandi. „Þetta er tengt landrisinu sem hefur verið við Þorbjörn að því leyti að við vorum að búast við því að sjá að virknin myndi hoppa á milli svæða á Reykjanesi og má segja að hún sé endurvakin, jarðskjálftavirkni á Reykjanesi, núna. Þetta er framhald af því. Við sjáum engan gosóróa, engin merki þess að kvika sé að brjóta sér leið upp á yfirborðið akkúrat núna. En þetta er náttúrulega eldvirkt svæði og það mun gjósa á Reykjanesinu einhvern tímann. En það eru engin merki um það að það sé akkúrat núna.“ Skjálftavirkni hefur verið viðvarandi á svæðinu í kringum Grindavík frá því í janúar, erfitt er að spá fyrir um framhaldið og áfram er grannt fylgst með. „Jörðin er ekki undir okkar stjórn eins mikið og við vildum og við verðum bara að fylgjast með og svo bara kemur í ljós hvað gerist,“ segir Salóme. Tilbúin til rýmingar Grindvíkingar eru orðnir vanir því að jörð skjálfi, taka öllu með stóískri ró en hafa þó varann á. Bæjaryfirvöld fylgjast með gangi mála. „Það er enn þá hættuástand núna og við erum með tengsl við Veðurstofuna ef eitthvað stærra gerist,“ segir Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnssýslusviðs Grindavíkurbæjar. Hvað felur hættuástand í sér af ykkar hálfu? „Í rauninni framhald frá því í janúar þá eru menn viðbúnir að þurfa að rýma, kannski aðallega út af eldgosi, en kannski ekki vegna jarðskjálfta,“ segir Jón. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Tengdar fréttir 400 tilkynningar vegna skjálftanna í morgun Um 1.400 jarðskjálftar hafa mælst á Reykjanesi síðasta sólarhring og þar af um sjö hundruð eftir miðnætti. 20. júlí 2020 06:27 „Þessi var klárlega einn af þeim stærri“ Íbúi í Grindavík fann vel fyrir skjálftanum 20. júlí 2020 00:32 Jarðskjálfti á Reykjanesi Jarðskjálfti sem var fimm að stærð varð á Reykjanesi nú á tólfta tímanum, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. 19. júlí 2020 23:47 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira
Hundruð tilkynninga um jarðskjálfta við Grindavík hafa borist Veðurstofu Íslands, sá öflugasti var af stærðinni 5. Engin merki eru um gosóróa en tugir eftirskjálfta hafa mælst og er fylgst grannt með þróun mála. Grindvíkingar halda ró sinni, en hættuástand er þó viðvarðandi. Hrinan hófst með snörpum jarðskjálfta sem mældist 5 að stærð við Fagradalsfjall á Reykjanesi um tuttugu mínútur í miðnætti í gærkvöldi og fannst hann vel á mjög stóru svæði; á Suðurnesjum, víða á höfuðborgarsvæðinu, austur að Vík í Mýrdal, sem og á Akranesi á Vesturlandi. Þetta er ekki óvenjulegt, að sögn Salóme Jórunnar Bernharðsdóttur náttúrvársérfræðings á vakt á Veðurstofu Íslands, einkum þegar um svo stóran skjálfta er að ræða. „Við höfum fengið held ég, já, marga tugi ef ekki hundruð tilkynninga,“ segir Salóme. Virkni á svæðinu var talsvert mikil frameftir nóttu, dvínaði aðeins um þrjúleytið, en styrktist aftur í morgunsárið um sexleytið, með tveimur skjálftum upp á 4,6 og 4,3 .Margir eftirskjálftar hafa mælst í kjölfarið, alls afa orðið 19 skjálftar stærri en þrír og segir Salóme virknina stöðuga áfram, þó hún fari eilítið dvínandi. „Þetta er tengt landrisinu sem hefur verið við Þorbjörn að því leyti að við vorum að búast við því að sjá að virknin myndi hoppa á milli svæða á Reykjanesi og má segja að hún sé endurvakin, jarðskjálftavirkni á Reykjanesi, núna. Þetta er framhald af því. Við sjáum engan gosóróa, engin merki þess að kvika sé að brjóta sér leið upp á yfirborðið akkúrat núna. En þetta er náttúrulega eldvirkt svæði og það mun gjósa á Reykjanesinu einhvern tímann. En það eru engin merki um það að það sé akkúrat núna.“ Skjálftavirkni hefur verið viðvarandi á svæðinu í kringum Grindavík frá því í janúar, erfitt er að spá fyrir um framhaldið og áfram er grannt fylgst með. „Jörðin er ekki undir okkar stjórn eins mikið og við vildum og við verðum bara að fylgjast með og svo bara kemur í ljós hvað gerist,“ segir Salóme. Tilbúin til rýmingar Grindvíkingar eru orðnir vanir því að jörð skjálfi, taka öllu með stóískri ró en hafa þó varann á. Bæjaryfirvöld fylgjast með gangi mála. „Það er enn þá hættuástand núna og við erum með tengsl við Veðurstofuna ef eitthvað stærra gerist,“ segir Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnssýslusviðs Grindavíkurbæjar. Hvað felur hættuástand í sér af ykkar hálfu? „Í rauninni framhald frá því í janúar þá eru menn viðbúnir að þurfa að rýma, kannski aðallega út af eldgosi, en kannski ekki vegna jarðskjálfta,“ segir Jón.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Tengdar fréttir 400 tilkynningar vegna skjálftanna í morgun Um 1.400 jarðskjálftar hafa mælst á Reykjanesi síðasta sólarhring og þar af um sjö hundruð eftir miðnætti. 20. júlí 2020 06:27 „Þessi var klárlega einn af þeim stærri“ Íbúi í Grindavík fann vel fyrir skjálftanum 20. júlí 2020 00:32 Jarðskjálfti á Reykjanesi Jarðskjálfti sem var fimm að stærð varð á Reykjanesi nú á tólfta tímanum, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. 19. júlí 2020 23:47 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira
400 tilkynningar vegna skjálftanna í morgun Um 1.400 jarðskjálftar hafa mælst á Reykjanesi síðasta sólarhring og þar af um sjö hundruð eftir miðnætti. 20. júlí 2020 06:27
„Þessi var klárlega einn af þeim stærri“ Íbúi í Grindavík fann vel fyrir skjálftanum 20. júlí 2020 00:32
Jarðskjálfti á Reykjanesi Jarðskjálfti sem var fimm að stærð varð á Reykjanesi nú á tólfta tímanum, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. 19. júlí 2020 23:47