Blikar taplausir á heimavelli í rúm þrjú ár Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. júlí 2020 13:00 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og stöllur hennar í Breiðabliki hafa leikið 23 heimaleiki í röð án þess að tapa. vísir/bára Breiðablik tekur á móti Val í kvöld í stærsta leik sumarsins til þessa í Pepsi Max-deild kvenna. Þetta er lokaleikur 7. umferðar. Valskonur freista þess þá að gera það sem engu liði hefur tekist í þrjú ár; að vinna Blika á Kópavogsvelli í deildarleik. Síðasta liðið sem sótti sigur á Kópavogsvöll var Þór/KA 2. júlí 2017. Akureyringar stigu þá stórt skref í átt að Íslandsmeistaratitlinum með 1-2 sigri á Kópavogsliðinu. Sandra Mayor kom Þór/KA yfir á 38. mínútu en Rakel Hönnudóttir jafnaði fyrir Breiðablik í upphafi seinni hálfleiks. Þegar þrjár mínútur voru til leiksloka skoraði Sandra svo sigurmark gestanna frá Akureyri. Síðan þá hafa Blikar ekki tapað á heimavelli sínum í Smáranum, í rúm þrjú ár eða í 1115 daga. Breiðablik hefur leikið 23 heimaleiki frá því liðið laut í lægra haldi fyrir Þór/KA, unnið 21 leik og gert tvö jafntefli. Markatalan er 77-14, Blikum í vil. Bæði Breiðablik og Valur hafa ekki tapað deildarleik síðan í september 2018, eða í tæp tvö ár. Liðin fóru bæði ósigruð í gegnum Pepsi Max-deildina í fyrra. Valskonur og Blikar gerðu jafntefli í báðum innbyrðis viðureignunum en unnu alla hina leikina, nema hvað Breiðablik gerði markalaust jafntefli við Þór/KA á heimavelli sem reyndist dýrkeypt. Valskonur voru hársbreidd frá því að vinna á Kópavogsvelli í næstsíðustu umferðinni í fyrra. Fanndís Friðriksdóttir kom Val yfir en Heiðdís Lillýjardóttir jafnaði fyrir Breiðablik með síðustu snertingu leiksins. Það dugði þó skammt því Valskonur tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á Keflvíkingum í lokaumferðinni, 3-2. Valur er síðasta liðið sem vann Breiðablik í deildarleik, í lokaumferðinni 2018. Valskonur unnu þá 3-2 sigur á Blikum sem voru þegar búnir að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. Síðasta tap Vals í deildarleik kom í næstsíðustu umferðinni 2018. Liðið laut þá í lægra haldi fyrir Þór/KA á Akureyri, 4-1. Síðan þá hafa Valskonur leikið 25 deildarleiki í röð án þess að tapa. Valur vann fyrstu fimm leiki sína í Pepsi Max-deildinni í sumar en gerði jafntefli við Fylki í síðustu umferð, 1-1. Valskonur voru manni færri nær allan tímann eftir að Elísa Viðarsdóttir fékk rautt spjald í upphafi leiks. Hún tekur út leikbann í kvöld. Valur er með fjögurra stiga forskot á Breiðablik á toppi Pepsi Max-deildarinnar. Blikar eiga þó tvo leiki til góða á Valskonur. Breiðablik hefur unnið alla fjóra leiki sína án þess að fá á sig mark. Leikur Breiðabliks og Vals hefst klukkan 19:15 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Útsendingin hefst klukkan 19:00. Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Fótbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Sjá meira
Breiðablik tekur á móti Val í kvöld í stærsta leik sumarsins til þessa í Pepsi Max-deild kvenna. Þetta er lokaleikur 7. umferðar. Valskonur freista þess þá að gera það sem engu liði hefur tekist í þrjú ár; að vinna Blika á Kópavogsvelli í deildarleik. Síðasta liðið sem sótti sigur á Kópavogsvöll var Þór/KA 2. júlí 2017. Akureyringar stigu þá stórt skref í átt að Íslandsmeistaratitlinum með 1-2 sigri á Kópavogsliðinu. Sandra Mayor kom Þór/KA yfir á 38. mínútu en Rakel Hönnudóttir jafnaði fyrir Breiðablik í upphafi seinni hálfleiks. Þegar þrjár mínútur voru til leiksloka skoraði Sandra svo sigurmark gestanna frá Akureyri. Síðan þá hafa Blikar ekki tapað á heimavelli sínum í Smáranum, í rúm þrjú ár eða í 1115 daga. Breiðablik hefur leikið 23 heimaleiki frá því liðið laut í lægra haldi fyrir Þór/KA, unnið 21 leik og gert tvö jafntefli. Markatalan er 77-14, Blikum í vil. Bæði Breiðablik og Valur hafa ekki tapað deildarleik síðan í september 2018, eða í tæp tvö ár. Liðin fóru bæði ósigruð í gegnum Pepsi Max-deildina í fyrra. Valskonur og Blikar gerðu jafntefli í báðum innbyrðis viðureignunum en unnu alla hina leikina, nema hvað Breiðablik gerði markalaust jafntefli við Þór/KA á heimavelli sem reyndist dýrkeypt. Valskonur voru hársbreidd frá því að vinna á Kópavogsvelli í næstsíðustu umferðinni í fyrra. Fanndís Friðriksdóttir kom Val yfir en Heiðdís Lillýjardóttir jafnaði fyrir Breiðablik með síðustu snertingu leiksins. Það dugði þó skammt því Valskonur tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á Keflvíkingum í lokaumferðinni, 3-2. Valur er síðasta liðið sem vann Breiðablik í deildarleik, í lokaumferðinni 2018. Valskonur unnu þá 3-2 sigur á Blikum sem voru þegar búnir að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. Síðasta tap Vals í deildarleik kom í næstsíðustu umferðinni 2018. Liðið laut þá í lægra haldi fyrir Þór/KA á Akureyri, 4-1. Síðan þá hafa Valskonur leikið 25 deildarleiki í röð án þess að tapa. Valur vann fyrstu fimm leiki sína í Pepsi Max-deildinni í sumar en gerði jafntefli við Fylki í síðustu umferð, 1-1. Valskonur voru manni færri nær allan tímann eftir að Elísa Viðarsdóttir fékk rautt spjald í upphafi leiks. Hún tekur út leikbann í kvöld. Valur er með fjögurra stiga forskot á Breiðablik á toppi Pepsi Max-deildarinnar. Blikar eiga þó tvo leiki til góða á Valskonur. Breiðablik hefur unnið alla fjóra leiki sína án þess að fá á sig mark. Leikur Breiðabliks og Vals hefst klukkan 19:15 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Útsendingin hefst klukkan 19:00.
Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Fótbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Sjá meira