„Brjálað að gera“ á fasteignamarkaðnum Sylvía Hall skrifar 22. júlí 2020 09:14 Páll Pálsson fasteignasali segir flesta í stéttinni finna fyrir miklum áhuga um þessar mundir. Vísir/Vilhelm Páll Pálsson fasteignasali segir flest allt benda til þess að mikil umsvif séu á fasteignamarkaði þessi misserin. Markaðurinn hafi fallið niður um tæplega 54 prósent í apríl en fasteignasalar landsins meti stöðuna sem svo að nóg sé um viðskipti. Þetta sagði Páll í Bítinu í morgun þar sem hann ræddi fasteignamarkaðinn. Hann segir minni sölu vera fyrstu sex mánuði þessa árs samanborið við sama tímabil á síðasta ári en tölurnar frá Þjóðskrá máli upp aðra mynd en upplifun fasteignasala gerir. „Hins vegar veit ég alveg hvað fólk er að tala um vegna þess að allir sem ég hef talað við, og ég upplifi það sjálfur, það er brjálað að gera,“ sagði Páll. Sem dæmi nefnir hann að um fjórtán hundruð eignir voru teknar af sölu í júní og það megi ganga út frá því að þær hafi flestallar verið seldar. Það heyri til undantekninga að eignir séu teknar út af öðrum ástæðum en seinagangur í þinglýsingum geti útskýrt hvers vegna tölfræðin bendi til þess að minna sé að gera. „Ég held að bunkinn hjá þinglýsingunum sé bara það stór, og afköstin þar eru bara ekki nóg.“ Páll bendir á að maímánuður hafi verið einn sá stærsti frá upphafi í útlánum hjá bönkunum og margir sýni eignum á sölu áhuga. Fasteignasalar fái margar fyrirspurnir og mikill áhugi sé á opnum húsum. „Ég held að þessar sölutölur, miðað við hvernig markaðurinn er akkúrat núna, að þær séu ekki að endurspegla raunveruleikann,“ segir Páll. Sala eykst á landsbyggðinni Sölutölur benda til þess að sala á landsbyggðinni hafi aukist um helming. Páll segir það rétt að nágrannasveitarfélögin fari stækkandi en margt annað geti spilað þar inn í, til að mynda sé afgreiðsla þinglýsinga hraðari þar. Sú þróun er þó í takt við það sem þekkist erlendis að sögn Páls. Fólk hafi val um hvort það kjósi að kaupa sér íbúð í borginni eða einbýli fyrir svipað verð í hálftíma akstursfjarlægð. Vinsælustu eignirnar á skrá séu þó meðalstórar íbúðir í Reykjavík. „Það er á verðbilinu 40 til 60 milljónir, það rýkur út strax. Það eru þessar 3-4 herbergja íbúðir, þrjátíu prósent af þeim sem eru að kaupa á markaðnum eru að kaupa sína fyrstu íbúð. Það eru vinsælustu tegundirnar,“ segir Páll. Aðspurður segist hann engar áhyggjur hafa af haustinu. Það sé aldrei einn réttur tími til þess að selja og markaðurinn nái alltaf einhvers konar jafnvægi. Hann býst þó við því að sölutölur sem eru væntanlegar í ágústmánuði sýni aukningu í sölum. „„Það kæmi mér ekkert á óvart ef tölurnar sem koma í ágústmánuði verði rosalega háar, en þá eru það sölur sem eru samþykktar í júní og júlí.“ Bítið Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Páll Pálsson fasteignasali segir flest allt benda til þess að mikil umsvif séu á fasteignamarkaði þessi misserin. Markaðurinn hafi fallið niður um tæplega 54 prósent í apríl en fasteignasalar landsins meti stöðuna sem svo að nóg sé um viðskipti. Þetta sagði Páll í Bítinu í morgun þar sem hann ræddi fasteignamarkaðinn. Hann segir minni sölu vera fyrstu sex mánuði þessa árs samanborið við sama tímabil á síðasta ári en tölurnar frá Þjóðskrá máli upp aðra mynd en upplifun fasteignasala gerir. „Hins vegar veit ég alveg hvað fólk er að tala um vegna þess að allir sem ég hef talað við, og ég upplifi það sjálfur, það er brjálað að gera,“ sagði Páll. Sem dæmi nefnir hann að um fjórtán hundruð eignir voru teknar af sölu í júní og það megi ganga út frá því að þær hafi flestallar verið seldar. Það heyri til undantekninga að eignir séu teknar út af öðrum ástæðum en seinagangur í þinglýsingum geti útskýrt hvers vegna tölfræðin bendi til þess að minna sé að gera. „Ég held að bunkinn hjá þinglýsingunum sé bara það stór, og afköstin þar eru bara ekki nóg.“ Páll bendir á að maímánuður hafi verið einn sá stærsti frá upphafi í útlánum hjá bönkunum og margir sýni eignum á sölu áhuga. Fasteignasalar fái margar fyrirspurnir og mikill áhugi sé á opnum húsum. „Ég held að þessar sölutölur, miðað við hvernig markaðurinn er akkúrat núna, að þær séu ekki að endurspegla raunveruleikann,“ segir Páll. Sala eykst á landsbyggðinni Sölutölur benda til þess að sala á landsbyggðinni hafi aukist um helming. Páll segir það rétt að nágrannasveitarfélögin fari stækkandi en margt annað geti spilað þar inn í, til að mynda sé afgreiðsla þinglýsinga hraðari þar. Sú þróun er þó í takt við það sem þekkist erlendis að sögn Páls. Fólk hafi val um hvort það kjósi að kaupa sér íbúð í borginni eða einbýli fyrir svipað verð í hálftíma akstursfjarlægð. Vinsælustu eignirnar á skrá séu þó meðalstórar íbúðir í Reykjavík. „Það er á verðbilinu 40 til 60 milljónir, það rýkur út strax. Það eru þessar 3-4 herbergja íbúðir, þrjátíu prósent af þeim sem eru að kaupa á markaðnum eru að kaupa sína fyrstu íbúð. Það eru vinsælustu tegundirnar,“ segir Páll. Aðspurður segist hann engar áhyggjur hafa af haustinu. Það sé aldrei einn réttur tími til þess að selja og markaðurinn nái alltaf einhvers konar jafnvægi. Hann býst þó við því að sölutölur sem eru væntanlegar í ágústmánuði sýni aukningu í sölum. „„Það kæmi mér ekkert á óvart ef tölurnar sem koma í ágústmánuði verði rosalega háar, en þá eru það sölur sem eru samþykktar í júní og júlí.“
Bítið Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira