Innlent

Skjálftar í Mýr­dals­jökli

Sylvía Hall skrifar
Stærsti skjálftinn varð klukkan 05:36 í morgun.
Stærsti skjálftinn varð klukkan 05:36 í morgun. Veðurstofa Íslands

Nokkrir skjálftar hafa orðið í norðanverðum Mýrdalsjökli í nótt. Sá stærsti varð klukkan 05:36 í morgun og mældist 3,3 að stærð um 7,5 kílómetra austnorðaustur af Goðabungu.

Annar skjálfti varð á svipuðum slóðum klukkan tvö í nótt og var sá 2,7 að stærð.

Þetta kemur fram í athugasemdum jarðvísindamanns hjá Veðurstofu Íslands. Þar segir að minni skjálftar hafi einnig mælst en aukning í skjálftavirkni yfir sumartímann í Mýrdalsjökli hafi orðið reglulega undanfarin ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×