Nýjar tölur úr laxveiðiánum Karl Lúðvíksson skrifar 23. júlí 2020 12:08 Tekist á við lax í Laxá í Kjós. Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum sem voru uppfærðar í gær er fyrir margar sakri áhugaverðar og fullar af fyrirvörum. Eystri Rangá hefur skotist langt fram úr öðrum ám og er heildarveiðin þar komin í 2.275 laxa með vikuveiði upp á 702 laxa sem er veiði upp á 100 laxa á dag. Það er með öðrum orðum búið að vera mok í ánni og það sér ekki ennþá fyrir endan á því. Ytri Rangá er búin að taka góðann sprett og er komin í 897 laxa með vikuveiði upp á tæpa 300 laxa. Urriðafoss er svo í þriðja sæti með veiði upp á aðeins 24 laxa í vikunni sem skrifast að vísu líka á erfiðar aðstæður suma dagana. Þar fyrir neðan koma svo Miðfjarðará, Norðurá, Þverá, Haffjarðará og Langá en veiðitölur úr þessum ám endurspegla ekki með réttu hvernig staðan er í ánum. Sem dæmi eru aðeins þrjár stangir að veiða í Langá í hollinu núna þar sem Bandarískir veiðimenn sem eiga að vera þar við veiðar komast ekki og þetta er staðan víða. Núna er sá tími sem margar af bestu ánum eru veiddar að mestu leiti af erlendum veiðimönnum og forföll þeirra hafa bara mikil áhrif á veiðitölurnar. Það sem þetta þýðir er að árnar eru meira hvíldar og þeir sem eru við veiðar eru að veiða betur en ná aldrei að halda uppi tölum sem við myndum kalla hefðbundna vikuveiði í neinni á. Það verður þess vegna spennandi að sjá hvað gerist þegar við rennum inn í ágúst og Íslendingarnir fara að hópast í árnar. Þá fyrst er eiginlega hægt að segja hvernig staðan raunverulega er í ánum. Stangveiði Mest lesið Að velja réttar þrengingar Veiði 9 laxar á land í Hítará Veiði Tveir 100 sm laxar á land í Hólsá Veiði Bleikjan mætt á Þingvöllum Veiði Lifnar yfir Stóru Laxá með hækkandi vatni Veiði Flottur dagur í Varmá þrátt fyrir vont veður Veiði Er sumarflugan 2014 fundin? Veiði Myndband af stórlaxaveiði í Hrútu Veiði Ekki fyrir viðkvæma: Kind skelfilega illa leikin eftir dýrbít í Lundarreykjadal Veiði Minnivallalækur tekur við sér Veiði
Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum sem voru uppfærðar í gær er fyrir margar sakri áhugaverðar og fullar af fyrirvörum. Eystri Rangá hefur skotist langt fram úr öðrum ám og er heildarveiðin þar komin í 2.275 laxa með vikuveiði upp á 702 laxa sem er veiði upp á 100 laxa á dag. Það er með öðrum orðum búið að vera mok í ánni og það sér ekki ennþá fyrir endan á því. Ytri Rangá er búin að taka góðann sprett og er komin í 897 laxa með vikuveiði upp á tæpa 300 laxa. Urriðafoss er svo í þriðja sæti með veiði upp á aðeins 24 laxa í vikunni sem skrifast að vísu líka á erfiðar aðstæður suma dagana. Þar fyrir neðan koma svo Miðfjarðará, Norðurá, Þverá, Haffjarðará og Langá en veiðitölur úr þessum ám endurspegla ekki með réttu hvernig staðan er í ánum. Sem dæmi eru aðeins þrjár stangir að veiða í Langá í hollinu núna þar sem Bandarískir veiðimenn sem eiga að vera þar við veiðar komast ekki og þetta er staðan víða. Núna er sá tími sem margar af bestu ánum eru veiddar að mestu leiti af erlendum veiðimönnum og forföll þeirra hafa bara mikil áhrif á veiðitölurnar. Það sem þetta þýðir er að árnar eru meira hvíldar og þeir sem eru við veiðar eru að veiða betur en ná aldrei að halda uppi tölum sem við myndum kalla hefðbundna vikuveiði í neinni á. Það verður þess vegna spennandi að sjá hvað gerist þegar við rennum inn í ágúst og Íslendingarnir fara að hópast í árnar. Þá fyrst er eiginlega hægt að segja hvernig staðan raunverulega er í ánum.
Stangveiði Mest lesið Að velja réttar þrengingar Veiði 9 laxar á land í Hítará Veiði Tveir 100 sm laxar á land í Hólsá Veiði Bleikjan mætt á Þingvöllum Veiði Lifnar yfir Stóru Laxá með hækkandi vatni Veiði Flottur dagur í Varmá þrátt fyrir vont veður Veiði Er sumarflugan 2014 fundin? Veiði Myndband af stórlaxaveiði í Hrútu Veiði Ekki fyrir viðkvæma: Kind skelfilega illa leikin eftir dýrbít í Lundarreykjadal Veiði Minnivallalækur tekur við sér Veiði