Segir mikla angist og hræðslu hafa fylgt því að missa sjónina fyrirvaralaust Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. júlí 2020 13:48 Svavar Guðmundsson sjávarútvegsfræðingur. Vísir Svavar Guðmundsson missti sjónina á nokkrum dögum árið 2014 án nokkurs fyrirvara. Svavar var að kaupa sér hádegismat þegar hann hættir að sjá en kvöldið áður hafði hann verið í bumbubolta og fengið höfuðhögg. Hann segist hafa verið heppinn að hafa verið fullorðinn og að hafa fengið að ferðast og gera margt áður en sjónin fór. „Þetta gerist á virkum degi í september 2014 þar sem ég er í vinnunni minni niðri í Fákafeni. Ég hafði verið undir miklu álagi á þessum tíma og ákveð að fara á Tokyo Sushi í Glæsibæ, labba inn og kaupi mér einn sushibakka og svo þegar ég sest inn í bíl er eins og það dragi ský fyrir sólu,“ segir Svavar. Svavar segist hafa náð að keyra heim en hann bjó nokkuð stuttu frá. „Það var síðasta bílferðin mín [undir stýri] og ég borðaði aldrei þennan sushibakka.“ Á þremur eða fjórum dögum hafi 98 prósent af sjóninni farið. „Lengi vel, í marga mánuði eftir það, var ég með innan við tvö prósent sjón.“ Kvöldið áður hafði hann verið að spila bumbubolta og hafi lent í skallaeinvígi við félaga sinn. „Leik var hætt og ég fór heim til mín, kannski, væntanlega, með heilahristing,“ segir Svavar. Hann segist hafa hitt um 16 augnlækna hér á landi og að tveir eða þrír þeirra hafi talið að sjónleysið mætti rekja til höfuðhöggsins. Átta mánuðum eftir að sjónin fór fór Svavar í rannsókn sem leiddi það í ljós að hann er með erfðagalla í sjóntaug. „Kannski, við vitum ekki hvort höfuðhöggið hafi triggerað það, þó menn hafi haldið því fram.“ Svavar segir mikla angist og hræðslu fylgja því að missa sjónina svona snögglega. „Þetta er auðvitað svakaleg angist og hræðsla, sjálfsmyndin fer af því að maður speglar sig svo mikið í öðru fólki. Þú þekkir ekki neinn lengur og þarft að læra að ganga alveg upp á nýtt og rekur þig í öll horn og alla karma og allt.“ „Mér féllust hendur sérstaklega yfir hjálparleysinu, það tók mig óratíma að komast til augnlæknis, ég þurfti að sitja fyrir þeim því það var verkfall, það var lokað,“ segir Hann. Þá hafi tekið langan tíma að læra að ferðast um borgina en hann segir margt þurfa að bæta, meðal annars hljóðmerki fyrir blinda við gangbrautir. „Það eitt að læra að labba yfir götu og treysta á hljóðmerkin, það er nú ekki of mikið af þeim í þessari borg. Hún mætti taka sig verulega á hvað varðar aðgengi að hljóðmerkjum. Ég hef víða komið erlendis síðan þetta gerist og bara eins og á Spáni eru hljóðmerki við hverja einustu gangbraut.“ Bítið Félagsmál Skipulag Samgöngur Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Svavar Guðmundsson missti sjónina á nokkrum dögum árið 2014 án nokkurs fyrirvara. Svavar var að kaupa sér hádegismat þegar hann hættir að sjá en kvöldið áður hafði hann verið í bumbubolta og fengið höfuðhögg. Hann segist hafa verið heppinn að hafa verið fullorðinn og að hafa fengið að ferðast og gera margt áður en sjónin fór. „Þetta gerist á virkum degi í september 2014 þar sem ég er í vinnunni minni niðri í Fákafeni. Ég hafði verið undir miklu álagi á þessum tíma og ákveð að fara á Tokyo Sushi í Glæsibæ, labba inn og kaupi mér einn sushibakka og svo þegar ég sest inn í bíl er eins og það dragi ský fyrir sólu,“ segir Svavar. Svavar segist hafa náð að keyra heim en hann bjó nokkuð stuttu frá. „Það var síðasta bílferðin mín [undir stýri] og ég borðaði aldrei þennan sushibakka.“ Á þremur eða fjórum dögum hafi 98 prósent af sjóninni farið. „Lengi vel, í marga mánuði eftir það, var ég með innan við tvö prósent sjón.“ Kvöldið áður hafði hann verið að spila bumbubolta og hafi lent í skallaeinvígi við félaga sinn. „Leik var hætt og ég fór heim til mín, kannski, væntanlega, með heilahristing,“ segir Svavar. Hann segist hafa hitt um 16 augnlækna hér á landi og að tveir eða þrír þeirra hafi talið að sjónleysið mætti rekja til höfuðhöggsins. Átta mánuðum eftir að sjónin fór fór Svavar í rannsókn sem leiddi það í ljós að hann er með erfðagalla í sjóntaug. „Kannski, við vitum ekki hvort höfuðhöggið hafi triggerað það, þó menn hafi haldið því fram.“ Svavar segir mikla angist og hræðslu fylgja því að missa sjónina svona snögglega. „Þetta er auðvitað svakaleg angist og hræðsla, sjálfsmyndin fer af því að maður speglar sig svo mikið í öðru fólki. Þú þekkir ekki neinn lengur og þarft að læra að ganga alveg upp á nýtt og rekur þig í öll horn og alla karma og allt.“ „Mér féllust hendur sérstaklega yfir hjálparleysinu, það tók mig óratíma að komast til augnlæknis, ég þurfti að sitja fyrir þeim því það var verkfall, það var lokað,“ segir Hann. Þá hafi tekið langan tíma að læra að ferðast um borgina en hann segir margt þurfa að bæta, meðal annars hljóðmerki fyrir blinda við gangbrautir. „Það eitt að læra að labba yfir götu og treysta á hljóðmerkin, það er nú ekki of mikið af þeim í þessari borg. Hún mætti taka sig verulega á hvað varðar aðgengi að hljóðmerkjum. Ég hef víða komið erlendis síðan þetta gerist og bara eins og á Spáni eru hljóðmerki við hverja einustu gangbraut.“
Bítið Félagsmál Skipulag Samgöngur Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira