Mynd frá 1949 um stangveiði á Íslandi Karl Lúðvíksson skrifar 25. júlí 2020 10:13 Á tíu ára afmæli Stangaveiðifélags Reykjavíkur árið 1949 var frumsýnd kvikmynd í lit um stangveiði á Íslandi sem þótti tíðindum sæta. Við Straumana er heiti hennar en hún var sýnd í Gamla bíó þrisvar sinnum í viku. Myndin var sýnd á ný á 80 ára afmæli SVFR vorið 2019. Í tilefni 80 ára afmælis Veiðimannsinser hún nú öllum aðgengileg á vefnum. Sjón er sögu ríkari. Smelltu hér til að horfa á YouTube Kvikmyndin er eftirKjartan Ó. Bjarnason og er forkunnarfögur enn þann dag í dag. „Kvikmynd þessi fjallar um laxveiðar og fiskirækt í ám og vötnum og þykir ein fegursta kvikmynd sem gerð hefur verið hér á landi,“ sagði í auglýsingu Gamla bíós sem sýndi myndina við góðar undirtektir veiðimanna. Markmiðið með gerð hennar var að auka áhuga almennings á stangveiði. Í myndinni má sjá einstakt myndefni en hún var tekin víða um landið á árunum 1946-1947. Því miður er upphaflegt hljóð týnt en Ragnheiður Thorsteinsson sá um að koma myndinni í sýningarhæfan búning á ný eftir að upptökurnar fundust óvænt. Veiðimaðurinn á vefnum 80 ára afmælisblað Veiðimannsins kom út í byrjun veiðisumars en fyrsta tölublaðið leit dagsins ljós árið 1940. Í tilefni afmælisins er það nú öllum aðgengilegt á vefnum. Á vef SVFR er einnig hægt að lesa önnur tölublöð Veiðimannsins frá árinu 2014, yfir eitt þúsund síður. Því er af nægu að taka þegar kemur að lesefni um stangveiði milli veiðitúra þegar veiðimenn láta sig dreyma stanslaust um baráttu við spræka fiska og fallega íslenskra náttúru, hvort sem bráðin er lax, bleikja eða urriði. Veiðimaðurinn á vef SVFR Kápa afmælisblaðs Veiðimannsins er prentuð í fjórum fjórum mismunandi litum til að heiðra þá sem gáfu út fyrstu blöðin sem voru litrík. Forsíða blaðsins 2020 er vísun í forsíðu fyrsta blaðsins frá 1940 en í stað tveggja karla í bússum eru komin til leiks karl og kona. Tímanna tákn enda konur að sækja mjög í sig veðrið í stangveiðinni eins og kröftugt starf Kvennadeildar SVFR er til vitnis um. Stangveiði Mest lesið Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Stórlaxar síðustu daga Veiði Fyrsti laxinn úr Vatnsdalsá af silungasvæðinu Veiði Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Varar við áætlunum um virkjanir í Þjórsá Veiði Maðkahallæri á suðvesturhorninu Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Opnunarhollið í Norðurá auglýst til sölu Veiði
Á tíu ára afmæli Stangaveiðifélags Reykjavíkur árið 1949 var frumsýnd kvikmynd í lit um stangveiði á Íslandi sem þótti tíðindum sæta. Við Straumana er heiti hennar en hún var sýnd í Gamla bíó þrisvar sinnum í viku. Myndin var sýnd á ný á 80 ára afmæli SVFR vorið 2019. Í tilefni 80 ára afmælis Veiðimannsinser hún nú öllum aðgengileg á vefnum. Sjón er sögu ríkari. Smelltu hér til að horfa á YouTube Kvikmyndin er eftirKjartan Ó. Bjarnason og er forkunnarfögur enn þann dag í dag. „Kvikmynd þessi fjallar um laxveiðar og fiskirækt í ám og vötnum og þykir ein fegursta kvikmynd sem gerð hefur verið hér á landi,“ sagði í auglýsingu Gamla bíós sem sýndi myndina við góðar undirtektir veiðimanna. Markmiðið með gerð hennar var að auka áhuga almennings á stangveiði. Í myndinni má sjá einstakt myndefni en hún var tekin víða um landið á árunum 1946-1947. Því miður er upphaflegt hljóð týnt en Ragnheiður Thorsteinsson sá um að koma myndinni í sýningarhæfan búning á ný eftir að upptökurnar fundust óvænt. Veiðimaðurinn á vefnum 80 ára afmælisblað Veiðimannsins kom út í byrjun veiðisumars en fyrsta tölublaðið leit dagsins ljós árið 1940. Í tilefni afmælisins er það nú öllum aðgengilegt á vefnum. Á vef SVFR er einnig hægt að lesa önnur tölublöð Veiðimannsins frá árinu 2014, yfir eitt þúsund síður. Því er af nægu að taka þegar kemur að lesefni um stangveiði milli veiðitúra þegar veiðimenn láta sig dreyma stanslaust um baráttu við spræka fiska og fallega íslenskra náttúru, hvort sem bráðin er lax, bleikja eða urriði. Veiðimaðurinn á vef SVFR Kápa afmælisblaðs Veiðimannsins er prentuð í fjórum fjórum mismunandi litum til að heiðra þá sem gáfu út fyrstu blöðin sem voru litrík. Forsíða blaðsins 2020 er vísun í forsíðu fyrsta blaðsins frá 1940 en í stað tveggja karla í bússum eru komin til leiks karl og kona. Tímanna tákn enda konur að sækja mjög í sig veðrið í stangveiðinni eins og kröftugt starf Kvennadeildar SVFR er til vitnis um.
Stangveiði Mest lesið Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Stórlaxar síðustu daga Veiði Fyrsti laxinn úr Vatnsdalsá af silungasvæðinu Veiði Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Varar við áætlunum um virkjanir í Þjórsá Veiði Maðkahallæri á suðvesturhorninu Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Opnunarhollið í Norðurá auglýst til sölu Veiði