Styrkur jarðhitagass í Múlakvísl geti farið yfir heilsumörk Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 27. júlí 2020 11:49 Jarðhitavatn sem kemur fram í Múlakvísl veldur aukinni rafleiðni í vatninu. Þá getur styrkur jarðhitagass farið yfir heilsuverndarmörk nálægt upptökum Múlakvíslar. Mynd úr safni. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Jarðskjálfti 3,4 að stærð mældist í Mýrdalsjökli í morgunn. Skjálftinn er sá stærsti sem mælst hefur á svæðinu í tvö ár. Náttúruvársérfræðingur varar við aukinni rafleiðni í Múlakvísl þar sem styrkur jarðhitagass getur farið yfir heilsuverndarmörk. Tveir jarðskjálftar urðu með stuttu millibili á áttunda tímanum í morgun um sex kílómetrum vestnorðvestur af Austmannsbungu í Mýrdalsjökli. Kristín Jónsdóttir er náttúruvársérfræðingur á vakt hjá Veðurstofu Íslands. „Sá fyrri var 2,8 og sá síðari 3,4. Svo í rauninni dregur mjög hratt úr þessari virkni, það koma nokkrir mjög litlir á eftir og svo hefur ekki meira gerst. En þessir skjálftar eru vestan við Austmannsbungu inni í Kötluöskjunni og þegar við skoðum virknina aftur í tímann þá er þetta alls ekki óvenjulegt að það mælist aukin skjálftavirkni á sumrin og síðsumars,“ segir Kristín. Síðari skjálftinn er sá stærsti sem mælst hefur í Mýrdalsjökli síðan 2. ágúst 2018 en sá var 3,7 að stærð. Veðurstofunni hafa borist nokkrar tilkynningar frá fólki sem fann fyrir skjálftanum í morgun, meðal annars frá göngufólki á Fimmvörðuhálsi og þá fannst skjálftinn á Hvolsvelli. Kristín segir engin merki vera um gosóróa en ekki sé hægt að útiloka auknar líkur á hlaupi. „Það er ekki hægt að útiloka það að það geti komið fram meira vatn þarna undan jöklinum. En það er svo sem ekkert sem bendir til þess að neitt slíkt sé yfirvofandi núna,“ segir Kristín. „Það sem við sjáum samferða þessari virkni er að það er meira jarðhitavatn að koma fram í Múlakvísl og þetta veldur aukinni rafleiðni í vatninu sem við erum að mæla og einnig mælum við meira gas og það er kannski helst að benda fólki á það, sem er nálægt upptökum Múlakvíslar að ekki vera að staldra lengi við upptökin af því þar getur mengun og styrkur jarðhitagass farið yfir heilsumörk.“ Eldgos og jarðhræringar Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Sjá meira
Jarðskjálfti 3,4 að stærð mældist í Mýrdalsjökli í morgunn. Skjálftinn er sá stærsti sem mælst hefur á svæðinu í tvö ár. Náttúruvársérfræðingur varar við aukinni rafleiðni í Múlakvísl þar sem styrkur jarðhitagass getur farið yfir heilsuverndarmörk. Tveir jarðskjálftar urðu með stuttu millibili á áttunda tímanum í morgun um sex kílómetrum vestnorðvestur af Austmannsbungu í Mýrdalsjökli. Kristín Jónsdóttir er náttúruvársérfræðingur á vakt hjá Veðurstofu Íslands. „Sá fyrri var 2,8 og sá síðari 3,4. Svo í rauninni dregur mjög hratt úr þessari virkni, það koma nokkrir mjög litlir á eftir og svo hefur ekki meira gerst. En þessir skjálftar eru vestan við Austmannsbungu inni í Kötluöskjunni og þegar við skoðum virknina aftur í tímann þá er þetta alls ekki óvenjulegt að það mælist aukin skjálftavirkni á sumrin og síðsumars,“ segir Kristín. Síðari skjálftinn er sá stærsti sem mælst hefur í Mýrdalsjökli síðan 2. ágúst 2018 en sá var 3,7 að stærð. Veðurstofunni hafa borist nokkrar tilkynningar frá fólki sem fann fyrir skjálftanum í morgun, meðal annars frá göngufólki á Fimmvörðuhálsi og þá fannst skjálftinn á Hvolsvelli. Kristín segir engin merki vera um gosóróa en ekki sé hægt að útiloka auknar líkur á hlaupi. „Það er ekki hægt að útiloka það að það geti komið fram meira vatn þarna undan jöklinum. En það er svo sem ekkert sem bendir til þess að neitt slíkt sé yfirvofandi núna,“ segir Kristín. „Það sem við sjáum samferða þessari virkni er að það er meira jarðhitavatn að koma fram í Múlakvísl og þetta veldur aukinni rafleiðni í vatninu sem við erum að mæla og einnig mælum við meira gas og það er kannski helst að benda fólki á það, sem er nálægt upptökum Múlakvíslar að ekki vera að staldra lengi við upptökin af því þar getur mengun og styrkur jarðhitagass farið yfir heilsumörk.“
Eldgos og jarðhræringar Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Sjá meira