Lífið

Milljarðamæringagatan á Manhattan

Stefán Árni Pálsson skrifar
sdgsfsfb

Á Manhattan í New York má finna einstaklinga sem eru með þeim allra ríkustu í heiminum. Á 57. stræti á eyjunni má finna götu sem er einfaldlega kölluð milljarðamæringagatan og er svæðið rétt við Central Park.

Undanfarin ár hafa háhýsin verið byggð þar í gríð og erg og má einmitt finna ótrúlegar íbúðir á því svæði.

Það er varla hægt að kalla eignirnar íbúðir enda mjög stórar eignir. Íbúðirnar kostar allt frá 57,5 milljónir dollara eða því sem samsvarar tæplega 7,8 milljarðar íslenskra króna.

Og það er bara ódýrasta íbúðin og eru menn meira að fjárfesta í eignum í kringum hundrað milljónir dollara á svæðinu og er dýrasta eignin á 238 milljónir dollara. Allt eiga þessir menn það sameiginlegt að vera vellauðugir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×