Veiran líklega ekki legið í leyni á Íslandi Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. júlí 2020 08:39 Kamilla Sigríður Jósefsdóttir er sérfræðingur á sóttvarnarsviði embættis landlæknis og staðgengill sóttvarnalæknis. vísir/arnar Ólíklegt verður að teljast að kórónuveiran hafi legið í leyni á Íslandi. Nýju tilfellin sem greinst hafa á síðustu dögum séu nýkomin til landsins. Þjóðinni virðist hafa tekist að útrýma veirunni á tímabili í vor og segir staðgengill sóttvarnalæknis að Íslendingar ættu að geta það aftur. Sem stendur eru rúmlega 20 í einangrun vegna kórónuveirusmits. Það er mesti fjöldi síðan í maí og virðast flest hafa smitast vegna ferðalaga í útlöndum eða vegna samneytis við ferðalanga. Nokkur mismunandi „veirumynstur“ eru í gangi að sögn Kamillu Sigríðar Jósefsdóttur barnasmitsjúkdómalæknis og staðgengils sóttvarnalæknis. Flest hafi þau fundist á landamærunum en þó sé ein hópsýkingin í gangi og ein „smitkeðja“ sem vitað sé um. „Þær eru nýlega komnar til landsins, við vitum nákvæmlega hvernig ein kom til landsins en uppruni hinnar er ófundinn,“ segir Kamila. Aðspurð segir hún að veiran virðist þannig ekki hafa blossað upp aftur hér innanlands. „Við erum svo lánsöm að hafa þessi hröðu raðgreiningargögn sem Íslensk erfðagreining hefur unnið. Fram kemur í þeim að þessi smit sem eru í gangi núna eru ekki tengd þeim smitum sem við vorum að eiga við í vor,“ segir Kamilla. Mynstur veirunnar, sem birtist í raðgreiningargögnunum, sé þannig ekki nógu líkt þeirri veiru sem greindist hér á sínum tíma að hægt sé að tala um að hún hafi „legið hér í leyni.“ Útrýmt einu sinni og getum það aftur Það virðist því vera sem að þjóðinni hafi tekist að útrýma veirunni á einhverju tímabili, að sögn Kamillu. Þjóðin geti því „klárlega“ spornað við því að veiran fari hér aftur á flug, eins og árangurinn í vor beri með sér. Þar leggur Kamilla áherslu á þær persónubundnu smitvarnir sem Íslendingum ættu að vera orðnar tamar; tveggja metra regluna, sleppa óþarfa snertingu og hópamyndun, handþvott og spritt o.s.frv. Kamilla segir að það þekkist að fram komi nýjar veirur sem hverfi síðan aftur, t.d. vegna þess að þær hafa ekki náð að aðlagast manninum nógu vel og smithæfni þeirra sé lítil. Það eigi ekki við í tilfelli kórónuveirunnar, hún muni ekki hverfa af sjálfsdáðum nema hún stökkbreytist og smithæfni hennar minnki. „Það er kannski ekki leiðin sem við getum gert ráð fyrir,“ segir Kamilla. Þar að auki virðist maðurinn eiga erfitt með að mynda varanlegt ónæmissvar við kórónuveirum. Það sé því kannski ekki „alveg raunhæft“ að útrýma veirunni fyrir aldur og ævi eins og tekist hefur í tilfelli annarra sjúkdóma að sögn Kamillu. „Mögulega mun hún fjara út með öflugum sóttvarnaaðgerðum og þá aðallega bólusetningu, að þetta komist niður á það stig að vera ein af þessum kórónukvefveirum.“ Viðtal hennar við Bítið má heyra hér að ofan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Tengdar fréttir Virk kórónuveirusmit orðin 22: Tengsl við hópsýkinguna á Akranesi Innanlandssmit kórónuveirunnar greindist hér síðdegis og eru virk smit því orðin 22 talsins. 27. júlí 2020 21:21 Vill stórsókn í sýnatökum vegna innanlandssmita Sérnámslæknir á Landspítalanum segir að í ljósi fjölda innanlandssmita þurfi að fara í stórsókn í sýnatökum innanlands. 27. júlí 2020 20:00 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Sjá meira
Ólíklegt verður að teljast að kórónuveiran hafi legið í leyni á Íslandi. Nýju tilfellin sem greinst hafa á síðustu dögum séu nýkomin til landsins. Þjóðinni virðist hafa tekist að útrýma veirunni á tímabili í vor og segir staðgengill sóttvarnalæknis að Íslendingar ættu að geta það aftur. Sem stendur eru rúmlega 20 í einangrun vegna kórónuveirusmits. Það er mesti fjöldi síðan í maí og virðast flest hafa smitast vegna ferðalaga í útlöndum eða vegna samneytis við ferðalanga. Nokkur mismunandi „veirumynstur“ eru í gangi að sögn Kamillu Sigríðar Jósefsdóttur barnasmitsjúkdómalæknis og staðgengils sóttvarnalæknis. Flest hafi þau fundist á landamærunum en þó sé ein hópsýkingin í gangi og ein „smitkeðja“ sem vitað sé um. „Þær eru nýlega komnar til landsins, við vitum nákvæmlega hvernig ein kom til landsins en uppruni hinnar er ófundinn,“ segir Kamila. Aðspurð segir hún að veiran virðist þannig ekki hafa blossað upp aftur hér innanlands. „Við erum svo lánsöm að hafa þessi hröðu raðgreiningargögn sem Íslensk erfðagreining hefur unnið. Fram kemur í þeim að þessi smit sem eru í gangi núna eru ekki tengd þeim smitum sem við vorum að eiga við í vor,“ segir Kamilla. Mynstur veirunnar, sem birtist í raðgreiningargögnunum, sé þannig ekki nógu líkt þeirri veiru sem greindist hér á sínum tíma að hægt sé að tala um að hún hafi „legið hér í leyni.“ Útrýmt einu sinni og getum það aftur Það virðist því vera sem að þjóðinni hafi tekist að útrýma veirunni á einhverju tímabili, að sögn Kamillu. Þjóðin geti því „klárlega“ spornað við því að veiran fari hér aftur á flug, eins og árangurinn í vor beri með sér. Þar leggur Kamilla áherslu á þær persónubundnu smitvarnir sem Íslendingum ættu að vera orðnar tamar; tveggja metra regluna, sleppa óþarfa snertingu og hópamyndun, handþvott og spritt o.s.frv. Kamilla segir að það þekkist að fram komi nýjar veirur sem hverfi síðan aftur, t.d. vegna þess að þær hafa ekki náð að aðlagast manninum nógu vel og smithæfni þeirra sé lítil. Það eigi ekki við í tilfelli kórónuveirunnar, hún muni ekki hverfa af sjálfsdáðum nema hún stökkbreytist og smithæfni hennar minnki. „Það er kannski ekki leiðin sem við getum gert ráð fyrir,“ segir Kamilla. Þar að auki virðist maðurinn eiga erfitt með að mynda varanlegt ónæmissvar við kórónuveirum. Það sé því kannski ekki „alveg raunhæft“ að útrýma veirunni fyrir aldur og ævi eins og tekist hefur í tilfelli annarra sjúkdóma að sögn Kamillu. „Mögulega mun hún fjara út með öflugum sóttvarnaaðgerðum og þá aðallega bólusetningu, að þetta komist niður á það stig að vera ein af þessum kórónukvefveirum.“ Viðtal hennar við Bítið má heyra hér að ofan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Tengdar fréttir Virk kórónuveirusmit orðin 22: Tengsl við hópsýkinguna á Akranesi Innanlandssmit kórónuveirunnar greindist hér síðdegis og eru virk smit því orðin 22 talsins. 27. júlí 2020 21:21 Vill stórsókn í sýnatökum vegna innanlandssmita Sérnámslæknir á Landspítalanum segir að í ljósi fjölda innanlandssmita þurfi að fara í stórsókn í sýnatökum innanlands. 27. júlí 2020 20:00 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Sjá meira
Virk kórónuveirusmit orðin 22: Tengsl við hópsýkinguna á Akranesi Innanlandssmit kórónuveirunnar greindist hér síðdegis og eru virk smit því orðin 22 talsins. 27. júlí 2020 21:21
Vill stórsókn í sýnatökum vegna innanlandssmita Sérnámslæknir á Landspítalanum segir að í ljósi fjölda innanlandssmita þurfi að fara í stórsókn í sýnatökum innanlands. 27. júlí 2020 20:00