Finna engin tengsl í tveimur tilfellum Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. júlí 2020 15:13 Kamilla Sigríður Jósefsdóttir staðgengill sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna í dag. Lögreglan Ekki hefur tekist að rekja tvö innanlandssmit sem greindust í gær. Þannig er ekki vitað til þess að þau tengist innanlandssmitum sem komið hafa upp síðustu daga. Þá hefur fjölskyldumeðlimur leiðsögumanns, sem smitaðist af ferðamanni fyrr í mánuðinum, nú greinst með veiruna. Þetta kom fram í máli Kamillu Sigríðar Jósefsdóttur staðgengils sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna nú síðdegis. Alls eru nú 24 í einangrun með veiruna hér á landi. Kamilla benti á að þetta væri tala sem ekki hafi sést síðan 6. maí og hafi fyrst sést 4. mars. Af 24 virkum smitum eru fjórtán innanlandssmit og þar er efst á baugi hópsýking á Akranesi. Um er að ræða sjö smitaða samstarfsmenn hjá fyrirtæki í bænum sem búa einnig saman. „Þar eru sjö samstarfsmenn á Akranesi sem eru allir jákvæðir og fleiri í sóttkví á þeim vinnustað. Í gær bættust svo við í þann hóp systkini eins þeirra,“ sagði Kamilla. „Sama raðgreiningarmynstur staðfest af Íslenskri erfðagreiningu finnst hjá einstaklingi sem var sagt frá í síðustu viku sem hefur verið bendlaður við Rey Cup-mótið, þó að hann hafi smitast áður en það mót hófst.“ Í þeirri sömu viku var einnig sagt frá öðrum íþróttamanni sem smitaðist af veirunni. Hann er með skylt raðgreiningarmynstur en ekki nákvæmlega það sama. „Það mynstur hefur ekki sést hjá öðrum hér á landi,“ sagði Kamilla. „Í sömu viku var einnig sagt frá smitkeðju þar sem erlendur ferðamaður smitaði leiðsögumann. Fjölskyldumeðlimur þess aðila hefur nú líka greinst.“ Í gær greindust tvö smit á höfuðborgarsvæðinu þar sem ekki er vitað um tengsl við sýkingarnar sem hér hefur verið lýst. Raðgreining liggur þó ekki fyrir að sögn Kamillu. Innflutt smit eru tíu og þar af eru tveir sem voru neikvæðir á landamærunum en síðar með einkenni. Annar af þeim er sá sem tengist smitkeðju leiðsögumannsins. Í morgun voru 173 í sóttkví en smitrakning er enn í gangi hjá þeim sem greindust í gær. Því er viðbúið að fleiri fari í sóttkví í dag. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þrjú innanlandssmit til viðbótar Þrjú innanlandssmit kórónuveirunnar greindust á sýkla- og veirufræðideild Landspítala í gær. 28. júlí 2020 11:32 Aftur boðað til upplýsingafundar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar í dag, örfáum dögum eftir að hafa boðað til „síðasta fundarins í bili“ 28. júlí 2020 10:24 Allir þeir smituðu á Akranesi búa saman Sjö einstaklingar sem hafa greinst smitaðir af kórónuveiru á Akranesi undanfarna daga eru erlendir verkamenn sem búa saman. Sóttvarnalæknir Vesturlands segir engan þeirra alvarlega veikan og engin frekari smit hafi greinst í tengslum við hópsýkinguna. 28. júlí 2020 11:53 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Ekki hefur tekist að rekja tvö innanlandssmit sem greindust í gær. Þannig er ekki vitað til þess að þau tengist innanlandssmitum sem komið hafa upp síðustu daga. Þá hefur fjölskyldumeðlimur leiðsögumanns, sem smitaðist af ferðamanni fyrr í mánuðinum, nú greinst með veiruna. Þetta kom fram í máli Kamillu Sigríðar Jósefsdóttur staðgengils sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna nú síðdegis. Alls eru nú 24 í einangrun með veiruna hér á landi. Kamilla benti á að þetta væri tala sem ekki hafi sést síðan 6. maí og hafi fyrst sést 4. mars. Af 24 virkum smitum eru fjórtán innanlandssmit og þar er efst á baugi hópsýking á Akranesi. Um er að ræða sjö smitaða samstarfsmenn hjá fyrirtæki í bænum sem búa einnig saman. „Þar eru sjö samstarfsmenn á Akranesi sem eru allir jákvæðir og fleiri í sóttkví á þeim vinnustað. Í gær bættust svo við í þann hóp systkini eins þeirra,“ sagði Kamilla. „Sama raðgreiningarmynstur staðfest af Íslenskri erfðagreiningu finnst hjá einstaklingi sem var sagt frá í síðustu viku sem hefur verið bendlaður við Rey Cup-mótið, þó að hann hafi smitast áður en það mót hófst.“ Í þeirri sömu viku var einnig sagt frá öðrum íþróttamanni sem smitaðist af veirunni. Hann er með skylt raðgreiningarmynstur en ekki nákvæmlega það sama. „Það mynstur hefur ekki sést hjá öðrum hér á landi,“ sagði Kamilla. „Í sömu viku var einnig sagt frá smitkeðju þar sem erlendur ferðamaður smitaði leiðsögumann. Fjölskyldumeðlimur þess aðila hefur nú líka greinst.“ Í gær greindust tvö smit á höfuðborgarsvæðinu þar sem ekki er vitað um tengsl við sýkingarnar sem hér hefur verið lýst. Raðgreining liggur þó ekki fyrir að sögn Kamillu. Innflutt smit eru tíu og þar af eru tveir sem voru neikvæðir á landamærunum en síðar með einkenni. Annar af þeim er sá sem tengist smitkeðju leiðsögumannsins. Í morgun voru 173 í sóttkví en smitrakning er enn í gangi hjá þeim sem greindust í gær. Því er viðbúið að fleiri fari í sóttkví í dag.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þrjú innanlandssmit til viðbótar Þrjú innanlandssmit kórónuveirunnar greindust á sýkla- og veirufræðideild Landspítala í gær. 28. júlí 2020 11:32 Aftur boðað til upplýsingafundar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar í dag, örfáum dögum eftir að hafa boðað til „síðasta fundarins í bili“ 28. júlí 2020 10:24 Allir þeir smituðu á Akranesi búa saman Sjö einstaklingar sem hafa greinst smitaðir af kórónuveiru á Akranesi undanfarna daga eru erlendir verkamenn sem búa saman. Sóttvarnalæknir Vesturlands segir engan þeirra alvarlega veikan og engin frekari smit hafi greinst í tengslum við hópsýkinguna. 28. júlí 2020 11:53 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Þrjú innanlandssmit til viðbótar Þrjú innanlandssmit kórónuveirunnar greindust á sýkla- og veirufræðideild Landspítala í gær. 28. júlí 2020 11:32
Aftur boðað til upplýsingafundar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar í dag, örfáum dögum eftir að hafa boðað til „síðasta fundarins í bili“ 28. júlí 2020 10:24
Allir þeir smituðu á Akranesi búa saman Sjö einstaklingar sem hafa greinst smitaðir af kórónuveiru á Akranesi undanfarna daga eru erlendir verkamenn sem búa saman. Sóttvarnalæknir Vesturlands segir engan þeirra alvarlega veikan og engin frekari smit hafi greinst í tengslum við hópsýkinguna. 28. júlí 2020 11:53