Veiran náð að dreifa sér ef smitin tengjast hópsýkingunni Sylvía Hall skrifar 28. júlí 2020 18:48 Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis. Vísir/Arnar Ef innanlandssmitin tvö sem greindust í gær tengjast hópsýkingunni sem kom upp á Akranesi gæti þurft að grípa til harðari aðgerða að sögn Kamillu Sigríðar Jósefsdóttur, staðgengils sóttvarnalæknis. Enn sé verið að safna upplýsingum og beðið eftir raðgreiningu á sýnunum. Ekki hefur tekist að rekja smitin og ekki vitað hvort þau tengjast öðrum innanlandssmitum sem hafa komið upp undanfarna daga en virk innanlandssmit á landinu eru nú 14. Kamilla ræddi stöðuna í Reykjavík síðdegis í dag. „Ef þau reynast tengjast þeirri hópsýkingu sem við höfum verið að segja frá undanfarna daga, þá er hún töluvert útbreidd því tveir af þessum einstaklingum tengjast ekki faraldsfræðilegum böndum við þá aðila,“ segir Kamilla og bætir við að þá hafi veiran náð að dreifa sér töluvert. Hún segir ekki ólíklegt að grípa þurfi til harðari aðgerða ef smitin tengjast hópsýkingunni. Í það minnsta þurfi að endurskoða þær reglur sem eru í gildi varðandi samkomur og félagsforðun og möguleiki að tveggja metra viðmiðið verði að tveggja metra reglunni á ný. „Það er ýmislegt annað sem þyrfti að skoða mjög vandlega,“ segir Kamilla. Þeir einstaklingar sem reyndust smitaðir í gær hafa nú verið að fara yfir ferðir sínar og jafnvel lengra aftur í tímann en venjan er. Ekki sé aðeins verið að skoða hverja þeir gætu hafa smitað heldur einnig hver gæti hafa smitað þá. „Það þýðir að það þarf að fara tvær vikur aftur í tímann, sem er heilmikið mál fyrir meðalmanninn – að muna hvar hann hefur verið nokkra daga aftur í tímann og hvað þá tvær vikur.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Kamillu: Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Allir þeir smituðu á Akranesi búa saman Sjö einstaklingar sem hafa greinst smitaðir af kórónuveiru á Akranesi undanfarna daga eru erlendir verkamenn sem búa saman. Sóttvarnalæknir Vesturlands segir engan þeirra alvarlega veikan og engin frekari smit hafi greinst í tengslum við hópsýkinguna. 28. júlí 2020 11:53 Þrjú innanlandssmit til viðbótar Þrjú innanlandssmit kórónuveirunnar greindust á sýkla- og veirufræðideild Landspítala í gær. 28. júlí 2020 11:32 Tilslökunum á samkomubanni frestað um tvær vikur Fyrirhuguðum tilslökunum á samkomubanni sem taka áttu gildi 4. ágúst næstkomandi verður frestað um tvær vikur. 28. júlí 2020 11:04 Skoða hertar aðgerðir og boða frekari skimun vegna fjölgunar smita Til umræðu er nú að herða sóttvarnaaðgerðir innanlands og hugsanlega á landamærunum vegna nýrra kórónuveirusmita frá mismunandi uppsprettum undanfarna daga, að sögn staðgengils sóttvarnalæknis. Frekari skimun fyrir veirunni hefst á næstu dögum. 28. júlí 2020 14:18 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Sjá meira
Ef innanlandssmitin tvö sem greindust í gær tengjast hópsýkingunni sem kom upp á Akranesi gæti þurft að grípa til harðari aðgerða að sögn Kamillu Sigríðar Jósefsdóttur, staðgengils sóttvarnalæknis. Enn sé verið að safna upplýsingum og beðið eftir raðgreiningu á sýnunum. Ekki hefur tekist að rekja smitin og ekki vitað hvort þau tengjast öðrum innanlandssmitum sem hafa komið upp undanfarna daga en virk innanlandssmit á landinu eru nú 14. Kamilla ræddi stöðuna í Reykjavík síðdegis í dag. „Ef þau reynast tengjast þeirri hópsýkingu sem við höfum verið að segja frá undanfarna daga, þá er hún töluvert útbreidd því tveir af þessum einstaklingum tengjast ekki faraldsfræðilegum böndum við þá aðila,“ segir Kamilla og bætir við að þá hafi veiran náð að dreifa sér töluvert. Hún segir ekki ólíklegt að grípa þurfi til harðari aðgerða ef smitin tengjast hópsýkingunni. Í það minnsta þurfi að endurskoða þær reglur sem eru í gildi varðandi samkomur og félagsforðun og möguleiki að tveggja metra viðmiðið verði að tveggja metra reglunni á ný. „Það er ýmislegt annað sem þyrfti að skoða mjög vandlega,“ segir Kamilla. Þeir einstaklingar sem reyndust smitaðir í gær hafa nú verið að fara yfir ferðir sínar og jafnvel lengra aftur í tímann en venjan er. Ekki sé aðeins verið að skoða hverja þeir gætu hafa smitað heldur einnig hver gæti hafa smitað þá. „Það þýðir að það þarf að fara tvær vikur aftur í tímann, sem er heilmikið mál fyrir meðalmanninn – að muna hvar hann hefur verið nokkra daga aftur í tímann og hvað þá tvær vikur.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Kamillu:
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Allir þeir smituðu á Akranesi búa saman Sjö einstaklingar sem hafa greinst smitaðir af kórónuveiru á Akranesi undanfarna daga eru erlendir verkamenn sem búa saman. Sóttvarnalæknir Vesturlands segir engan þeirra alvarlega veikan og engin frekari smit hafi greinst í tengslum við hópsýkinguna. 28. júlí 2020 11:53 Þrjú innanlandssmit til viðbótar Þrjú innanlandssmit kórónuveirunnar greindust á sýkla- og veirufræðideild Landspítala í gær. 28. júlí 2020 11:32 Tilslökunum á samkomubanni frestað um tvær vikur Fyrirhuguðum tilslökunum á samkomubanni sem taka áttu gildi 4. ágúst næstkomandi verður frestað um tvær vikur. 28. júlí 2020 11:04 Skoða hertar aðgerðir og boða frekari skimun vegna fjölgunar smita Til umræðu er nú að herða sóttvarnaaðgerðir innanlands og hugsanlega á landamærunum vegna nýrra kórónuveirusmita frá mismunandi uppsprettum undanfarna daga, að sögn staðgengils sóttvarnalæknis. Frekari skimun fyrir veirunni hefst á næstu dögum. 28. júlí 2020 14:18 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Sjá meira
Allir þeir smituðu á Akranesi búa saman Sjö einstaklingar sem hafa greinst smitaðir af kórónuveiru á Akranesi undanfarna daga eru erlendir verkamenn sem búa saman. Sóttvarnalæknir Vesturlands segir engan þeirra alvarlega veikan og engin frekari smit hafi greinst í tengslum við hópsýkinguna. 28. júlí 2020 11:53
Þrjú innanlandssmit til viðbótar Þrjú innanlandssmit kórónuveirunnar greindust á sýkla- og veirufræðideild Landspítala í gær. 28. júlí 2020 11:32
Tilslökunum á samkomubanni frestað um tvær vikur Fyrirhuguðum tilslökunum á samkomubanni sem taka áttu gildi 4. ágúst næstkomandi verður frestað um tvær vikur. 28. júlí 2020 11:04
Skoða hertar aðgerðir og boða frekari skimun vegna fjölgunar smita Til umræðu er nú að herða sóttvarnaaðgerðir innanlands og hugsanlega á landamærunum vegna nýrra kórónuveirusmita frá mismunandi uppsprettum undanfarna daga, að sögn staðgengils sóttvarnalæknis. Frekari skimun fyrir veirunni hefst á næstu dögum. 28. júlí 2020 14:18