Nýta helgina til að undirbúa sig undir samkomubannið Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 14. mars 2020 23:28 Starfsmenn Krónunnar nýta nú helgina til að undirbúa sig undir samkomubann sem hefst á mánudag. Starfsmenn munu sjá til þess að ekki sé minna en tveggja metra bil á milli viðskiptavina í biðröðum auk þess sem passað verður upp á að aldrei fleiri en hundrað verði inni í einu. Á mánudaginn hefst fjögurra vikna samkomubann og miðast bannið við hundrað manna samkomur. Þurfa hin ýmsu fyrirtæki að gera ráðstafanir. Þar á meðal matvöruverslanir en Krónan hefur nýtt helgina til undirbúnings. „Við erum að undirbúa okkur undir mánudaginn. Það eru tilmæli um að það megi ekki koma fleiri en hundrað manns inn í verslun í einu og við munum byrja að telja inn strax á mánudag. við eigum ekki von á því að þurfa að hleypa inn í hollum það er svona helst í stærri verslunum okkar á háannatíma sem það gæti komið til,“ sagði Hjördís Elsa Ásgeirsdóttir, markaðsstjóri Krónunnar. Ýmsar ráðstafanir hafa verið gerðar. Búið er að koma upp handspritti við inngang verslana auk plasthanska fyrir viðskiptavini. „Allir okkar ferlar taka mið af tilmælum almannavarna þannig við erum núna búin að auka þrif gríðarlega. Við erum að þrífa alla snertifleti mjög oft. Sjálfsafgreiðslukassar eru þrifnir á hálftíma fresti og svo erum við að bjóða viðskiptavinum okkar upp á spritt og hanska við inngang og útgang og mælumst til þess að fólk noti þá,“ sagði Hjördís. Þá hefur verið tekin ákvörðun um að setja lausar vörur í plast til að stemma stigum við smithættu. „Opnunartíminn okkar er mjög rúmur. Í mörgun verslunum opnar klukkan 9 og er opið til 21. Verslanir okkar eru mjög rúmar og það auðveldar viðskiptavinum að halda fjarlægð og við mælumst til að þeir haldi tveggja metra fjarlægð,“ sagði Hjördís. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Aldrei fór ég suður fer fram þrátt fyrir samkomubann: „Ekki koma samt“ Forsvarsmenn vestfirsku tónlistarhátíðarinnar Aldrei fór ég suður ætla að halda ótrauð áfram þrátt fyrir samkomubann. Hátíðin verður haldin en þó með breyttu sniði. 14. mars 2020 18:48 Bretar sagðir ætla að koma á samkomubanni Samgöngubann gæti tekið gildi á Bretlandi í næstu viku. Hótel- og veitingageirinn óttast að tilveru margra fyrirtækja sé ógnað vegna hrapandi eftirspurnar í miðjum kórónuveiruheimsfaraldri. 14. mars 2020 09:56 Talið inn í búðirnar og út úr þeim Verslunarmenn munu telja þá viðskiptavini sem fara inn í búðirnar og sömuleiðis þá sem fara út úr þeim. Þetta sé nauðsynlegt til að farið verði að reglum um samkomubann. 13. mars 2020 14:26 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Fleiri fréttir Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Sjá meira
Starfsmenn Krónunnar nýta nú helgina til að undirbúa sig undir samkomubann sem hefst á mánudag. Starfsmenn munu sjá til þess að ekki sé minna en tveggja metra bil á milli viðskiptavina í biðröðum auk þess sem passað verður upp á að aldrei fleiri en hundrað verði inni í einu. Á mánudaginn hefst fjögurra vikna samkomubann og miðast bannið við hundrað manna samkomur. Þurfa hin ýmsu fyrirtæki að gera ráðstafanir. Þar á meðal matvöruverslanir en Krónan hefur nýtt helgina til undirbúnings. „Við erum að undirbúa okkur undir mánudaginn. Það eru tilmæli um að það megi ekki koma fleiri en hundrað manns inn í verslun í einu og við munum byrja að telja inn strax á mánudag. við eigum ekki von á því að þurfa að hleypa inn í hollum það er svona helst í stærri verslunum okkar á háannatíma sem það gæti komið til,“ sagði Hjördís Elsa Ásgeirsdóttir, markaðsstjóri Krónunnar. Ýmsar ráðstafanir hafa verið gerðar. Búið er að koma upp handspritti við inngang verslana auk plasthanska fyrir viðskiptavini. „Allir okkar ferlar taka mið af tilmælum almannavarna þannig við erum núna búin að auka þrif gríðarlega. Við erum að þrífa alla snertifleti mjög oft. Sjálfsafgreiðslukassar eru þrifnir á hálftíma fresti og svo erum við að bjóða viðskiptavinum okkar upp á spritt og hanska við inngang og útgang og mælumst til þess að fólk noti þá,“ sagði Hjördís. Þá hefur verið tekin ákvörðun um að setja lausar vörur í plast til að stemma stigum við smithættu. „Opnunartíminn okkar er mjög rúmur. Í mörgun verslunum opnar klukkan 9 og er opið til 21. Verslanir okkar eru mjög rúmar og það auðveldar viðskiptavinum að halda fjarlægð og við mælumst til að þeir haldi tveggja metra fjarlægð,“ sagði Hjördís.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Aldrei fór ég suður fer fram þrátt fyrir samkomubann: „Ekki koma samt“ Forsvarsmenn vestfirsku tónlistarhátíðarinnar Aldrei fór ég suður ætla að halda ótrauð áfram þrátt fyrir samkomubann. Hátíðin verður haldin en þó með breyttu sniði. 14. mars 2020 18:48 Bretar sagðir ætla að koma á samkomubanni Samgöngubann gæti tekið gildi á Bretlandi í næstu viku. Hótel- og veitingageirinn óttast að tilveru margra fyrirtækja sé ógnað vegna hrapandi eftirspurnar í miðjum kórónuveiruheimsfaraldri. 14. mars 2020 09:56 Talið inn í búðirnar og út úr þeim Verslunarmenn munu telja þá viðskiptavini sem fara inn í búðirnar og sömuleiðis þá sem fara út úr þeim. Þetta sé nauðsynlegt til að farið verði að reglum um samkomubann. 13. mars 2020 14:26 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Fleiri fréttir Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Sjá meira
Aldrei fór ég suður fer fram þrátt fyrir samkomubann: „Ekki koma samt“ Forsvarsmenn vestfirsku tónlistarhátíðarinnar Aldrei fór ég suður ætla að halda ótrauð áfram þrátt fyrir samkomubann. Hátíðin verður haldin en þó með breyttu sniði. 14. mars 2020 18:48
Bretar sagðir ætla að koma á samkomubanni Samgöngubann gæti tekið gildi á Bretlandi í næstu viku. Hótel- og veitingageirinn óttast að tilveru margra fyrirtækja sé ógnað vegna hrapandi eftirspurnar í miðjum kórónuveiruheimsfaraldri. 14. mars 2020 09:56
Talið inn í búðirnar og út úr þeim Verslunarmenn munu telja þá viðskiptavini sem fara inn í búðirnar og sömuleiðis þá sem fara út úr þeim. Þetta sé nauðsynlegt til að farið verði að reglum um samkomubann. 13. mars 2020 14:26
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels