Tónleikum Á Móti Sól á Akranesi aflýst: „Höfum engan áhuga á að stofna fólki í hættu“ Andri Eysteinsson skrifar 29. júlí 2020 21:05 Tónleikarnir áttu að fara fram næsta laugardagskvöld. Samsett/GamlaKaupfélagið/Vísir Tónleikum hljómsveitarinnar Á Móti Sól sem áttu að fara fram laugardaginn næsta, 1. ágúst á Gamla Kaupfélaginu á Akranesi hefur verið aflýst vegna óvissu ástands sem skapast hefur vegna faraldurs kórónuveirunnar. Magni Ásgeirsson, söngvari Á Móti Sól, staðfestir þetta í samtali við Vísi og segir ákvörðunina vera „no brainer.“ „Þetta er sameiginleg ákvörðun okkar og tónleikahaldara,“ segir Magni. „Þessi staða er hundleiðinleg en vegna þess að verið er að taka slembiúrtak á Skaganum og þar kom upp hópsmit þá er óþarfi að taka sénsinn. Þetta heitir að sýna ábyrgð.“ Magni segir miðasöluna hafa verið farna í gang og að Tix muni sjá um að endurgreiða miðana. Hljómsveitarmeðlimir hafi engan áhuga á að stefna starfsmönnum Gamla Kaupfélagsins eða gestum í hættu. „Þetta var augljóst í okkar augum og í augum tónleikahaldarans.“ Ljóst er að oft hefur verið meira að gera hjá tónlistarmönnum og hljómsveitum en í ár og tekur Magni undir það. Hann segir þó að eftir að slakað var á takmörkunum hafi færst smá líf í leikinn. „ Þetta eru minni en skemmtileg gigg. Minni tónleikastaðir og hátíðir en það vantar alla þessa toppa, alla stóru punktana“ segir Magni og bætir við að sumarið hafi verið skemmtilegt en þó varla hægt að lifa á því sem tónlistarmaður. „Þetta er búið að vera æðislegt sumar og stórkostlegt að fylgjast með Íslendingum ferðast um landið og sækja alla viðburði,“ segir söngvarinn og minnist tónlistarhátíðarinnar Brælunnar sem kom í stað fyrir Bræðsluna í heimahögum hans, Borgarfirði eystri. Það hafi verið réttnefni en bræluveður hafi ekki dregið úr skemmtanagildi og fjölmenni á hátíðina. Magni segir að tónleikar hafi verið bókaðir fram á haust eftir að þróun faraldursins benti til þess að enn frekar yrði slakað á sóttvarnartakmörkunum. Það sé nú í hættu og skýrist á næstu dögum. Landlæknir sagði í samtali við fréttastofu í dag að hún reiknaði með því að tillögur Sóttvarnalæknis yrðu komnar á borð Heilbrigðisráðherra í kvöld og ákvörðun tekin á næstu dögum. Magni segir að meira hefði mátt gera fyrir tónlistarmenn í samkomubanni og takmörkunum. „Það er búið að vera algjör ládeyða og allir sem vinna í kringum sviðslistir eru búnir að vera launalausir og falla á milli allra aðgerða. Það er hægt að henda peningum í allskonar en þegar kemur að list þá er hugsunin, gangi ykkur bara vel!“ Hann segir að kannski sé ekki um að ræða mikilvægasta verkefnið í heimsfaraldri en vissulega megi hugsa velta hlutunum fyrir sér. „Íslenska óperan lýtur sömu lögmálum og skemmtistaðir. Eitt gengur yfir alla alveg sama hvernig það er,“ segir Magni. „Það er sama hvort þú sért í númeruðu sæti í Eldborg eða fullur úti á túni einhvers staðar.“ „Ef við ætlum að vera í þessu í einhvern tíma í viðbót þá þyrfti að fara að hugsa þetta lengra,“ segir Magni og bætir við „Hlýðum Kára því Víðir er ekkert búinn að segja okkur að gera þetta. Ég ætla að vera með honum í liði.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Akranes Tónlist Samkomubann á Íslandi Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Sjá meira
Tónleikum hljómsveitarinnar Á Móti Sól sem áttu að fara fram laugardaginn næsta, 1. ágúst á Gamla Kaupfélaginu á Akranesi hefur verið aflýst vegna óvissu ástands sem skapast hefur vegna faraldurs kórónuveirunnar. Magni Ásgeirsson, söngvari Á Móti Sól, staðfestir þetta í samtali við Vísi og segir ákvörðunina vera „no brainer.“ „Þetta er sameiginleg ákvörðun okkar og tónleikahaldara,“ segir Magni. „Þessi staða er hundleiðinleg en vegna þess að verið er að taka slembiúrtak á Skaganum og þar kom upp hópsmit þá er óþarfi að taka sénsinn. Þetta heitir að sýna ábyrgð.“ Magni segir miðasöluna hafa verið farna í gang og að Tix muni sjá um að endurgreiða miðana. Hljómsveitarmeðlimir hafi engan áhuga á að stefna starfsmönnum Gamla Kaupfélagsins eða gestum í hættu. „Þetta var augljóst í okkar augum og í augum tónleikahaldarans.“ Ljóst er að oft hefur verið meira að gera hjá tónlistarmönnum og hljómsveitum en í ár og tekur Magni undir það. Hann segir þó að eftir að slakað var á takmörkunum hafi færst smá líf í leikinn. „ Þetta eru minni en skemmtileg gigg. Minni tónleikastaðir og hátíðir en það vantar alla þessa toppa, alla stóru punktana“ segir Magni og bætir við að sumarið hafi verið skemmtilegt en þó varla hægt að lifa á því sem tónlistarmaður. „Þetta er búið að vera æðislegt sumar og stórkostlegt að fylgjast með Íslendingum ferðast um landið og sækja alla viðburði,“ segir söngvarinn og minnist tónlistarhátíðarinnar Brælunnar sem kom í stað fyrir Bræðsluna í heimahögum hans, Borgarfirði eystri. Það hafi verið réttnefni en bræluveður hafi ekki dregið úr skemmtanagildi og fjölmenni á hátíðina. Magni segir að tónleikar hafi verið bókaðir fram á haust eftir að þróun faraldursins benti til þess að enn frekar yrði slakað á sóttvarnartakmörkunum. Það sé nú í hættu og skýrist á næstu dögum. Landlæknir sagði í samtali við fréttastofu í dag að hún reiknaði með því að tillögur Sóttvarnalæknis yrðu komnar á borð Heilbrigðisráðherra í kvöld og ákvörðun tekin á næstu dögum. Magni segir að meira hefði mátt gera fyrir tónlistarmenn í samkomubanni og takmörkunum. „Það er búið að vera algjör ládeyða og allir sem vinna í kringum sviðslistir eru búnir að vera launalausir og falla á milli allra aðgerða. Það er hægt að henda peningum í allskonar en þegar kemur að list þá er hugsunin, gangi ykkur bara vel!“ Hann segir að kannski sé ekki um að ræða mikilvægasta verkefnið í heimsfaraldri en vissulega megi hugsa velta hlutunum fyrir sér. „Íslenska óperan lýtur sömu lögmálum og skemmtistaðir. Eitt gengur yfir alla alveg sama hvernig það er,“ segir Magni. „Það er sama hvort þú sért í númeruðu sæti í Eldborg eða fullur úti á túni einhvers staðar.“ „Ef við ætlum að vera í þessu í einhvern tíma í viðbót þá þyrfti að fara að hugsa þetta lengra,“ segir Magni og bætir við „Hlýðum Kára því Víðir er ekkert búinn að segja okkur að gera þetta. Ég ætla að vera með honum í liði.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Akranes Tónlist Samkomubann á Íslandi Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Sjá meira