Fólk hamstraði andlitsgrímur í dag Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 30. júlí 2020 20:30 Óhætt er að segja að andlitsgrímur hafi rokið út eftir að hertar kórónuveiruaðgerðir voru kynntar í hádeginu. Nokkuð er um að fólk hamstri grímurnar og hafa einhverjar verslanir takmarkað kaup fólks á þeim. Meðal hertra aðgerða sem taka gildi í hádeginu á morgun er grímuskylda á stöðum þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra fjarlægð á milli fólks. Almenningssamgöngur voru sérstaklega nefndar í því samhengi en ætla má að aðgerðin taki einnig til þjónustu þar sem mikil nálægð er á milli fólks. Strætó hefur þegar gefið út að grímulausu fólki verði ekki hleypt inn í vagnana eftir hádegi á morgun. Á tólfta tímanum í dag hafði heildsalan Kemí selt 33 þúsund grímur frá því að upplýsingafundinum lauk. Mikil örtröð var í verslanir Lyfju í dag og hafði síminn vart stoppað. „Salan hefur stóraukist og það eru margir birgjar sem við höfum á bakvið okkur, en eins og er þá er staðan góð hjá okkur. Nóg til af grímum og meira sem kemur á morgun,“ sagði Ingibjörg Jóhannesdóttir, hjúkrunarfræðingur hjá Lyfju. Nokkuð er um að fólk hamstri grímur og til að tryggja að sem flestir geti keypt þær takmarkaði Lyfja Lágmúla kaup einstaklinga við tíu grímur í einu. „Þetta er þessi hefðbundna gríma sem fæst í apótekum og matvöruverslunum. Hún er einföld notkunar og verður maður að passa að halda í böndin svo að sýklar fari ekki í grímuna sjálfa. Ég set hana upp svona og svo verður maður að passa að hafa hverja og eina grímu einungis í svona klukkutíma í senn því eftir þann tíma getur byrjað að myndast raki í grímunni.“ Nokkrar tegundir eru til af grímum á markaði og er helsti munurinn fólginn í því hversu þykk gríman er en þykkar grímur verja eðli málsins samkvæmt betur en þær þunnu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Óhætt er að segja að andlitsgrímur hafi rokið út eftir að hertar kórónuveiruaðgerðir voru kynntar í hádeginu. Nokkuð er um að fólk hamstri grímurnar og hafa einhverjar verslanir takmarkað kaup fólks á þeim. Meðal hertra aðgerða sem taka gildi í hádeginu á morgun er grímuskylda á stöðum þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra fjarlægð á milli fólks. Almenningssamgöngur voru sérstaklega nefndar í því samhengi en ætla má að aðgerðin taki einnig til þjónustu þar sem mikil nálægð er á milli fólks. Strætó hefur þegar gefið út að grímulausu fólki verði ekki hleypt inn í vagnana eftir hádegi á morgun. Á tólfta tímanum í dag hafði heildsalan Kemí selt 33 þúsund grímur frá því að upplýsingafundinum lauk. Mikil örtröð var í verslanir Lyfju í dag og hafði síminn vart stoppað. „Salan hefur stóraukist og það eru margir birgjar sem við höfum á bakvið okkur, en eins og er þá er staðan góð hjá okkur. Nóg til af grímum og meira sem kemur á morgun,“ sagði Ingibjörg Jóhannesdóttir, hjúkrunarfræðingur hjá Lyfju. Nokkuð er um að fólk hamstri grímur og til að tryggja að sem flestir geti keypt þær takmarkaði Lyfja Lágmúla kaup einstaklinga við tíu grímur í einu. „Þetta er þessi hefðbundna gríma sem fæst í apótekum og matvöruverslunum. Hún er einföld notkunar og verður maður að passa að halda í böndin svo að sýklar fari ekki í grímuna sjálfa. Ég set hana upp svona og svo verður maður að passa að hafa hverja og eina grímu einungis í svona klukkutíma í senn því eftir þann tíma getur byrjað að myndast raki í grímunni.“ Nokkrar tegundir eru til af grímum á markaði og er helsti munurinn fólginn í því hversu þykk gríman er en þykkar grímur verja eðli málsins samkvæmt betur en þær þunnu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira