Strætó ekki skylt að hafa grímuskyldu Sylvía Hall skrifar 30. júlí 2020 19:53 Í minnisblaði sóttvarnalæknis stóð að grímuskyldan ætti við um almenningssamgöngur þar sem ekki væri hægt að tryggja tveggja metra fjarlægð. Vísir/Vilhelm Grímuskylda sem kveðið er á um í minnisblaði sóttvarnalæknis í tengslum við almenningssamgöngur á ekki við um Strætó. Þetta sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn í kvöldfréttum RÚV og bætti við að áherslan væri frekar á innanlandsflug og ferjur þar sem fólk væri í sama rými í lengri tíma. Jóhann K. Jóhannsson, samskiptastjóri hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, staðfestir í samtali við fréttastofu að Strætó falli ekki undir reglurnar. Reglurnar um grímunotkun séu í smíðum og verði tilbúnar í fyrramálið. Í tillögum sóttvarnalæknis, sem samþykktar voru af heilbrigðisráðherra og taka gildi í hádeginu á morgun segir: „Þar sem ekki er hægt að tryggja 2 metra fjarlægð milli ótengdra einstaklinga með fjöldatakmörkun verði krafist notkunar andlitsgrímu sem hylur nef og munn. Þetta á t.d. við um almenningssamgöngur, þ.m.t. innanlandsflug og farþegaferjur, og starfsemi s.s. hárgreiðslustofur og nuddstofur.“ Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, segir fyrirtækið hafa litið svo á að reglurnar ættu einnig við um farþegaflutninga í strætisvögnum. „Við lásum þessi fyrirmæli eins og aðrir í þjóðfélaginu og þar stóð almenningssamgöngur, ferjur og flug. Við miðuðum okkar fyrirmæli við það og svo erum við að heyra eitthvað annað núna. Við þurfum bara að taka stöðuna á því á morgun,“ segir Jóhannes í samtali við Vísi. „Það eru í sjálfu sér engar aðrar almenningssamgöngur en Strætó svo það er erfitt að taka því öðruvísi.“ Hann býst við því að stjórnendur Strætó taki stöðuna á morgun og ræði málin. Þeir hafi heyrt „allskonar útfærslur“ en þurfi að fá þetta á hreint. Nýtingin hafi aukist verulega hjá Strætó og farþegafjöldi sé um 30 þúsund manns á dag. „Ég held það sé bara til að auka öryggið að hafa grímu,“ segir Jóhannes um málið. Samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum var lagt upp með að Strætó yrði undanþegin grímuskyldu þar sem um styttri ferðir væri að ræða. Þeim væri þó velkomið að hafa grímuskyldu ef þeir kjósa það. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Samgöngur Strætó Tengdar fréttir Seldu 33 þúsund grímur á tveimur tímum Óhætt er að segja að andlitsgrímur rjúki út eftir að hertar kórónuveiruaðgerðir voru kynntar í hádeginu. 30. júlí 2020 13:39 Hertar aðgerðir: Tveggja metra reglan skylda og 100 manna samkomumörk Hertari aðgerðir vegna kórónuveirunnar taka gildi á hádegi á morgun. Þeirra á meðal er að fjöldatakmörk verða lækkuð úr 500 manns niður í 100 manns. 30. júlí 2020 11:09 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira
Grímuskylda sem kveðið er á um í minnisblaði sóttvarnalæknis í tengslum við almenningssamgöngur á ekki við um Strætó. Þetta sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn í kvöldfréttum RÚV og bætti við að áherslan væri frekar á innanlandsflug og ferjur þar sem fólk væri í sama rými í lengri tíma. Jóhann K. Jóhannsson, samskiptastjóri hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, staðfestir í samtali við fréttastofu að Strætó falli ekki undir reglurnar. Reglurnar um grímunotkun séu í smíðum og verði tilbúnar í fyrramálið. Í tillögum sóttvarnalæknis, sem samþykktar voru af heilbrigðisráðherra og taka gildi í hádeginu á morgun segir: „Þar sem ekki er hægt að tryggja 2 metra fjarlægð milli ótengdra einstaklinga með fjöldatakmörkun verði krafist notkunar andlitsgrímu sem hylur nef og munn. Þetta á t.d. við um almenningssamgöngur, þ.m.t. innanlandsflug og farþegaferjur, og starfsemi s.s. hárgreiðslustofur og nuddstofur.“ Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, segir fyrirtækið hafa litið svo á að reglurnar ættu einnig við um farþegaflutninga í strætisvögnum. „Við lásum þessi fyrirmæli eins og aðrir í þjóðfélaginu og þar stóð almenningssamgöngur, ferjur og flug. Við miðuðum okkar fyrirmæli við það og svo erum við að heyra eitthvað annað núna. Við þurfum bara að taka stöðuna á því á morgun,“ segir Jóhannes í samtali við Vísi. „Það eru í sjálfu sér engar aðrar almenningssamgöngur en Strætó svo það er erfitt að taka því öðruvísi.“ Hann býst við því að stjórnendur Strætó taki stöðuna á morgun og ræði málin. Þeir hafi heyrt „allskonar útfærslur“ en þurfi að fá þetta á hreint. Nýtingin hafi aukist verulega hjá Strætó og farþegafjöldi sé um 30 þúsund manns á dag. „Ég held það sé bara til að auka öryggið að hafa grímu,“ segir Jóhannes um málið. Samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum var lagt upp með að Strætó yrði undanþegin grímuskyldu þar sem um styttri ferðir væri að ræða. Þeim væri þó velkomið að hafa grímuskyldu ef þeir kjósa það.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Samgöngur Strætó Tengdar fréttir Seldu 33 þúsund grímur á tveimur tímum Óhætt er að segja að andlitsgrímur rjúki út eftir að hertar kórónuveiruaðgerðir voru kynntar í hádeginu. 30. júlí 2020 13:39 Hertar aðgerðir: Tveggja metra reglan skylda og 100 manna samkomumörk Hertari aðgerðir vegna kórónuveirunnar taka gildi á hádegi á morgun. Þeirra á meðal er að fjöldatakmörk verða lækkuð úr 500 manns niður í 100 manns. 30. júlí 2020 11:09 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira
Seldu 33 þúsund grímur á tveimur tímum Óhætt er að segja að andlitsgrímur rjúki út eftir að hertar kórónuveiruaðgerðir voru kynntar í hádeginu. 30. júlí 2020 13:39
Hertar aðgerðir: Tveggja metra reglan skylda og 100 manna samkomumörk Hertari aðgerðir vegna kórónuveirunnar taka gildi á hádegi á morgun. Þeirra á meðal er að fjöldatakmörk verða lækkuð úr 500 manns niður í 100 manns. 30. júlí 2020 11:09