Skjálfti upp á 3,4 við Grindavík Stefán Ó. Jónsson skrifar 31. júlí 2020 06:29 Mynd tekin af Grindavík í vor, þegar enn var snjór í túnum. Foto: Egill/Egill Aðalsteinsson Jarðskjálfti að stærð 3,4 mældist skömmu fyrir klukkan 4 í nótt, rúmum þremur kílómetrum austur af Fagradalsfjalli á Reykjanesskaga. Jarðvísindamaður á Veðurstofunni segir nokkra eftirskjálfta hafa mælst í kjölfarið og að þeirra stærstur hafi verið 2,2 að stærð. Þrátt fyrir að hrinan hafi átt upptök sín skammt frá Grindavík segir jarðvísindamaðurinn að Veðurstofunni hafi ekki borist neinar tilkynningar um að skjálftinn á fjórða tímanum hafi fundist í byggð. Alls hafa 13 skjálftar mælst á Reykjanesskaga frá miðnætti. Skjálftarnir teljast til hrinunnar sem hófst á svæðinu aðfaranótt 19. júlí. Stærsti skjálfti í hrinunni mældist síðar sama dag. Sá var að stærð 5,0 og fylgdu honum nokkrir snarpir eftirskjálftar og fundust þeir víða. Aðeins hefur þó dregið úr virkninni síðustu daga. Sem fyrr segir var skjálftinn í nótt skammt frá Fagradalsfjalli. Gervihnattamyndir af svæðinu bera með sér skýr merki um yfirborðsbreytingar „sem samsvarar hér um bil 3 cm færslu um sprungu sem liggur í NA-SV rétt við Fagradalsfjall,“ eins og það er orðað á vef Veðurstofunnar. Hrinan, sem nú er í gangi, er túlkuð sem hluti af lengri atburðarrás sem hófst á Reykjanesskaganum í enda árs 2019 og hefur náð allt frá Eldey fyrir vestan, og að Krýsuvík fyrir austan. Veðurstofan segir að þessi virkni, sem samanstendur bæði af jarðskjálfavirkni og mögulegum kvikuinnskotum, geti verið löng og kaflaskipt. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Jarðskjálfti að stærð 3,4 mældist skömmu fyrir klukkan 4 í nótt, rúmum þremur kílómetrum austur af Fagradalsfjalli á Reykjanesskaga. Jarðvísindamaður á Veðurstofunni segir nokkra eftirskjálfta hafa mælst í kjölfarið og að þeirra stærstur hafi verið 2,2 að stærð. Þrátt fyrir að hrinan hafi átt upptök sín skammt frá Grindavík segir jarðvísindamaðurinn að Veðurstofunni hafi ekki borist neinar tilkynningar um að skjálftinn á fjórða tímanum hafi fundist í byggð. Alls hafa 13 skjálftar mælst á Reykjanesskaga frá miðnætti. Skjálftarnir teljast til hrinunnar sem hófst á svæðinu aðfaranótt 19. júlí. Stærsti skjálfti í hrinunni mældist síðar sama dag. Sá var að stærð 5,0 og fylgdu honum nokkrir snarpir eftirskjálftar og fundust þeir víða. Aðeins hefur þó dregið úr virkninni síðustu daga. Sem fyrr segir var skjálftinn í nótt skammt frá Fagradalsfjalli. Gervihnattamyndir af svæðinu bera með sér skýr merki um yfirborðsbreytingar „sem samsvarar hér um bil 3 cm færslu um sprungu sem liggur í NA-SV rétt við Fagradalsfjall,“ eins og það er orðað á vef Veðurstofunnar. Hrinan, sem nú er í gangi, er túlkuð sem hluti af lengri atburðarrás sem hófst á Reykjanesskaganum í enda árs 2019 og hefur náð allt frá Eldey fyrir vestan, og að Krýsuvík fyrir austan. Veðurstofan segir að þessi virkni, sem samanstendur bæði af jarðskjálfavirkni og mögulegum kvikuinnskotum, geti verið löng og kaflaskipt.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira