Halda grímuskyldu til streitu Samúel Karl Ólason skrifar 31. júlí 2020 09:23 Strætó í Lækjargötu. Vísir/Vilhelm Forsvarsmenn Strætó hafa tekið þá ákvörðun að halda andlitsgrímuskyldu um borð í strætisvögnum til streitu. Það er þrátt fyrir að fyrirtækið sé ekki skyldugt til þess, miðað við ummæli frá almannavörnum, þar sem ekki er talið hægt að viðhalda tveggja metra fjarlægð á milli notenda. Á blaðamannafundi um hertar aðgerðir vegna Covid-19, sem haldinn var í gær, hafi komið fram að þar sem ekki sé hægt að tryggja tveggja metra fjarlægð á milli ótengdra aðila sé þess krafist að fólki noti andlitsgrímur sem hylji nef og munn. Á fundinum kom fram að þetta ætti sérstaklega við um almenningssamgöngur og farþegaferjur. Í yfirlýsingu frá Strætó segir að reglurnar hafi fyrst verið túlkaðar þannig að hugtakið „almenningssamgöngur“ ætti við um strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu. Tekið hafi verið mið af því. Síðar hafi komið í ljós að Strætó sé undanþegið grímuskyldunni þar sem ferðir séu styttri og fólk ætti frekar að halda tveggja metra fjarlægð um borð í strætisvögnum. „Til að geta tryggt 2ja metra fjarlægð í strætó, þá mega aðeins 20 viðskiptavinir vera um borð í einu. Framangreint ferli gekk ágætlega í hápunkti samkomubannsins í mars, en þá hafði farþegum fækkað um 60-70%. Annað er upp á teningnum í dag. Um 30.000 manns nota Strætó daglega og miðað við þann farþegafjölda þá telur Strætó sig ekki geta tryggt 2ja metra fjarlægð um borð í vögnunum,“ segir í yfirlýsingunni. Grímuskylda um borð í strætisvögnum tekur gildi klukkan tólf í dag. Strætó Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Leiðbeiningar fyrir grímuskyldu: Grímurnar koma ekki í stað tveggja metra reglu Það er skylda að nota hlífðargrímur ef fólk getur ekki viðhaldið tveggja metra fjarlægðarmörkum þegar hin svokallaða tveggja metra regla tekur gildi að nýju. 30. júlí 2020 22:00 Strætó ekki skylt að hafa grímuskyldu Samskiptastjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra segir reglur um grímunotkun vera í smíðum. 30. júlí 2020 19:53 Seldu 33 þúsund grímur á tveimur tímum Óhætt er að segja að andlitsgrímur rjúki út eftir að hertar kórónuveiruaðgerðir voru kynntar í hádeginu. 30. júlí 2020 13:39 Strætó mun banna grímulausa farþega Strætó hefur ekki tök á því að útvega grímur fyrir farþega sína. 30. júlí 2020 11:43 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Fleiri fréttir Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Sjá meira
Forsvarsmenn Strætó hafa tekið þá ákvörðun að halda andlitsgrímuskyldu um borð í strætisvögnum til streitu. Það er þrátt fyrir að fyrirtækið sé ekki skyldugt til þess, miðað við ummæli frá almannavörnum, þar sem ekki er talið hægt að viðhalda tveggja metra fjarlægð á milli notenda. Á blaðamannafundi um hertar aðgerðir vegna Covid-19, sem haldinn var í gær, hafi komið fram að þar sem ekki sé hægt að tryggja tveggja metra fjarlægð á milli ótengdra aðila sé þess krafist að fólki noti andlitsgrímur sem hylji nef og munn. Á fundinum kom fram að þetta ætti sérstaklega við um almenningssamgöngur og farþegaferjur. Í yfirlýsingu frá Strætó segir að reglurnar hafi fyrst verið túlkaðar þannig að hugtakið „almenningssamgöngur“ ætti við um strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu. Tekið hafi verið mið af því. Síðar hafi komið í ljós að Strætó sé undanþegið grímuskyldunni þar sem ferðir séu styttri og fólk ætti frekar að halda tveggja metra fjarlægð um borð í strætisvögnum. „Til að geta tryggt 2ja metra fjarlægð í strætó, þá mega aðeins 20 viðskiptavinir vera um borð í einu. Framangreint ferli gekk ágætlega í hápunkti samkomubannsins í mars, en þá hafði farþegum fækkað um 60-70%. Annað er upp á teningnum í dag. Um 30.000 manns nota Strætó daglega og miðað við þann farþegafjölda þá telur Strætó sig ekki geta tryggt 2ja metra fjarlægð um borð í vögnunum,“ segir í yfirlýsingunni. Grímuskylda um borð í strætisvögnum tekur gildi klukkan tólf í dag.
Strætó Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Leiðbeiningar fyrir grímuskyldu: Grímurnar koma ekki í stað tveggja metra reglu Það er skylda að nota hlífðargrímur ef fólk getur ekki viðhaldið tveggja metra fjarlægðarmörkum þegar hin svokallaða tveggja metra regla tekur gildi að nýju. 30. júlí 2020 22:00 Strætó ekki skylt að hafa grímuskyldu Samskiptastjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra segir reglur um grímunotkun vera í smíðum. 30. júlí 2020 19:53 Seldu 33 þúsund grímur á tveimur tímum Óhætt er að segja að andlitsgrímur rjúki út eftir að hertar kórónuveiruaðgerðir voru kynntar í hádeginu. 30. júlí 2020 13:39 Strætó mun banna grímulausa farþega Strætó hefur ekki tök á því að útvega grímur fyrir farþega sína. 30. júlí 2020 11:43 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Fleiri fréttir Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Sjá meira
Leiðbeiningar fyrir grímuskyldu: Grímurnar koma ekki í stað tveggja metra reglu Það er skylda að nota hlífðargrímur ef fólk getur ekki viðhaldið tveggja metra fjarlægðarmörkum þegar hin svokallaða tveggja metra regla tekur gildi að nýju. 30. júlí 2020 22:00
Strætó ekki skylt að hafa grímuskyldu Samskiptastjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra segir reglur um grímunotkun vera í smíðum. 30. júlí 2020 19:53
Seldu 33 þúsund grímur á tveimur tímum Óhætt er að segja að andlitsgrímur rjúki út eftir að hertar kórónuveiruaðgerðir voru kynntar í hádeginu. 30. júlí 2020 13:39
Strætó mun banna grímulausa farþega Strætó hefur ekki tök á því að útvega grímur fyrir farþega sína. 30. júlí 2020 11:43