Víðir undrast gagnrýni á pistil Sigríðar Andersen Stefán Ó. Jónsson skrifar 31. júlí 2020 11:14 Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, velti vöngum yfir viðbrögðum stjórnvalda við nýjustu tilfellum kórónuveirunnar. Spurði hún hvort þær bæru með sér stefnubreytingu, að ætlunin væri ekki lengur að fleyja út kúrfuna heldur að koma í veg fyrir öll smit. vísir/vilhelm Skrif Sigríðar Á. Andersen um boðuð viðbrögð stjórnvalda við kórónuveirunni voru málefnaleg og yfirveguð að mati Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns. Pistill hennar sætti nokkurri gagnrýni en þar ýjar hún að því að fólk kunni að hafa misst sjónar á markmiðum sóttvarnaaðgerða gegn veirunni. Gagnrýni sem þessi hjálpar hins vegar stjórnvöldum við ákvarðanir sínar í baráttunni við veiruna að sögn Víðis, það væri beinlínis hættulegt ef allir væru þeim alltaf sammála. Þórarinn Ævarsson, eigandi Spaðans, vakti máls á færslu Sigríðar Andersen í Bítinu í morgun. Þar rifjar Sigríður upp að þeim aðgerðum sem gripið var til í baráttunni við veiruna í vor hafi verið ætlað að „fletja kúrfuna“ svo að heilbrigðiskerfið gæti betur ráðið við smittilfelli. „Nú finnst mér farið að örla á einhvers konar nýju markmiði sem virðist vera það að engin smit greinist hér á landi,“ skrifaði Sigríður. Það sé hins vegar mat sérfræðinga að það sé óraunhæft markmið. „Skilaboð þeirra hafa þvert á móti verið þau að við munum þurfa að lifa með þessari veiru næstu árin. Verkefnið hlýtur því að vera að undirbúa okkur fyrir það. Ekki með hræðsluáróðri eða síendurteknum opinberum hugleiðingum um ,,skref til baka" í átt að einangrun og hafta sem við vitum nú þegar að hefur feigðina í för með sér þótt ekki endilega af völdum C19.“ Sigríður segist því heldur vilja aukna áherslu á að miðla upplýsingum um rannsóknir og meðferðir við kórónuveirunni. Það gæfi fólki færi á að leggja mat á eigin lífstíl næstu misserin. „Mér finnst skortur á þessu viðhorfi hjá stjórnvöldum,“ skrifar Sigríður og segist vona að ekki sé ástæða til að óttast að fólk hafi misst sjónar af markmiðum sóttvarnaaðgerða. Samtalið hjálpar Þórarinn sagði að sér þætti færsla Sigríðar málefnaleg og að það hafi komið honum á óvart hversu mikilli gagnrýni hún sætti. Víðir tók í sama streng. „Mér fannst þessi pistill hennar mjög áhugaverður. Það hjálpar okkur mjög í þessari umræðu að taka einmitt svona samtal, þar sem verið er að benda á hluti og ræða hlutina málefnalega. Það gerir bara gott. Þannig að mér finnst mjög ósanngjörn sú gagnrýni sem hún fékk fyrir þennan pistil,“ segir Víðir. Hann benti þó á að stjórnvöld séu ekki að grípa til jafn harðra aðgerða og gert var í vor. Þá var t.a.m. margvíslegri þjónustu gert að hætta starfsemi sem ekki er farið fram á núna. Fólk þurfi ekki að vera sammála svo að hægt sé að ræða viðbrögð stjórnvalda. „Þessi umræða þarf að vera í gangi. Ég hef oft sagt það í þessu ferli að það hættulegasta sem getur gerst fyrir okkur í svona krísustjórnun er að allir verða bara sammála okkur. Að við förum að spila einhvern leik án þess að nokkur spyrji okkur spurninga. Það væri mjög vont.“ Hlusta má á þá Víði og Þórarinn ræða um pistil Sigríðar, nýjustu höftin, smit síðustu daga og fréttir vikunnar í spilaranum hér að neðan. Bítið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Skrif Sigríðar Á. Andersen um boðuð viðbrögð stjórnvalda við kórónuveirunni voru málefnaleg og yfirveguð að mati Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns. Pistill hennar sætti nokkurri gagnrýni en þar ýjar hún að því að fólk kunni að hafa misst sjónar á markmiðum sóttvarnaaðgerða gegn veirunni. Gagnrýni sem þessi hjálpar hins vegar stjórnvöldum við ákvarðanir sínar í baráttunni við veiruna að sögn Víðis, það væri beinlínis hættulegt ef allir væru þeim alltaf sammála. Þórarinn Ævarsson, eigandi Spaðans, vakti máls á færslu Sigríðar Andersen í Bítinu í morgun. Þar rifjar Sigríður upp að þeim aðgerðum sem gripið var til í baráttunni við veiruna í vor hafi verið ætlað að „fletja kúrfuna“ svo að heilbrigðiskerfið gæti betur ráðið við smittilfelli. „Nú finnst mér farið að örla á einhvers konar nýju markmiði sem virðist vera það að engin smit greinist hér á landi,“ skrifaði Sigríður. Það sé hins vegar mat sérfræðinga að það sé óraunhæft markmið. „Skilaboð þeirra hafa þvert á móti verið þau að við munum þurfa að lifa með þessari veiru næstu árin. Verkefnið hlýtur því að vera að undirbúa okkur fyrir það. Ekki með hræðsluáróðri eða síendurteknum opinberum hugleiðingum um ,,skref til baka" í átt að einangrun og hafta sem við vitum nú þegar að hefur feigðina í för með sér þótt ekki endilega af völdum C19.“ Sigríður segist því heldur vilja aukna áherslu á að miðla upplýsingum um rannsóknir og meðferðir við kórónuveirunni. Það gæfi fólki færi á að leggja mat á eigin lífstíl næstu misserin. „Mér finnst skortur á þessu viðhorfi hjá stjórnvöldum,“ skrifar Sigríður og segist vona að ekki sé ástæða til að óttast að fólk hafi misst sjónar af markmiðum sóttvarnaaðgerða. Samtalið hjálpar Þórarinn sagði að sér þætti færsla Sigríðar málefnaleg og að það hafi komið honum á óvart hversu mikilli gagnrýni hún sætti. Víðir tók í sama streng. „Mér fannst þessi pistill hennar mjög áhugaverður. Það hjálpar okkur mjög í þessari umræðu að taka einmitt svona samtal, þar sem verið er að benda á hluti og ræða hlutina málefnalega. Það gerir bara gott. Þannig að mér finnst mjög ósanngjörn sú gagnrýni sem hún fékk fyrir þennan pistil,“ segir Víðir. Hann benti þó á að stjórnvöld séu ekki að grípa til jafn harðra aðgerða og gert var í vor. Þá var t.a.m. margvíslegri þjónustu gert að hætta starfsemi sem ekki er farið fram á núna. Fólk þurfi ekki að vera sammála svo að hægt sé að ræða viðbrögð stjórnvalda. „Þessi umræða þarf að vera í gangi. Ég hef oft sagt það í þessu ferli að það hættulegasta sem getur gerst fyrir okkur í svona krísustjórnun er að allir verða bara sammála okkur. Að við förum að spila einhvern leik án þess að nokkur spyrji okkur spurninga. Það væri mjög vont.“ Hlusta má á þá Víði og Þórarinn ræða um pistil Sigríðar, nýjustu höftin, smit síðustu daga og fréttir vikunnar í spilaranum hér að neðan.
Bítið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira