Snertu ekki boltann í tæpar sex mínútur í byrjun seinni hálfleiks gegn Blikum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. júlí 2020 15:10 Byrjunin á seinni hálfleiknum hjá Breiðabliki og Gróttu í gær var afar róleg, svo ekki sé meira sagt. vísir/daníel Byrjunin á seinni hálfleik í leik Breiðabliks og Gróttu í sextán liða úrslitum Mjólkurbikars karla í gær var afar sérstök. Blikar, sem voru 1-0 yfir í hálfleik, byrjuðu með boltann í seinni hálfleik og sendu hann á milli sín aftarlega á vellinum án þess að Seltirningar settu þá undir pressu. Heimamenn reyndu hvað þeir gátu til að teyma gestina framar á völlinn en þeir voru ekki tilbúnir að stíga þann dans og héldu sig í skotgröfunum. Loksins þegar fimm mínútur og 47 sekúndur voru liðnar snerti Grótta í fyrsta sinn í seinni hálfleik. Gestirnir héldu boltanum í örfáar sekúndur áður en heimamenn náðu honum aftur. Byrjunina á seinni hálfleik má sjá hér fyrir neðan. Það verður seint sagt að þetta sé skemmtiefni en áhugavert þó. Klippa: Blikar halda boltanum Eftir leikinn hrósaði Ágúst Gylfason, þjálfari Gróttu, sínum mönnum fyrir að halda skipulagi fyrsta stundarfjórðunginn í seinni hálfleik. „Ég var ánægður með leikmennina fyrstu fimmtán mínúturnar í seinni hálfleik, að vera ekki að stressa sig. Við héldum bara sjó og okkur við leikáætlunina,“ sagði Ágúst við Vísi eftir leik. Eftir því sem leið á seinni hálfleik færði Grótta sig framar og reyndi að pressa Breiðablik. Það var þó gert af veikum mætti og Blikar áttu í litlum vandræðum með að leysa úr pressunni. Gísli Eyjólfsson kom Breiðabliki í 2-0 á 66. mínútu og þegar fimm mínútur voru til leiksloka skoraði Brynjólfur Andersen Willumsson þriðja mark heimamanna. Lokatölur 3-0, Blikum í vil. Farið verður yfir leik Breiðabliks og Grótta og aðra leiki í sextán-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í Mjólkurbikarmörkunum á Stöð 2 Sport klukkan 20:00 í kvöld. Í þættinum verður einnig dregið í átta liða úrslit keppninnar. Mjólkurbikarinn Breiðablik Grótta Tengdar fréttir Ágúst: Uppbótartíminn var búinn Þjálfari Gróttu var langt frá því að vera sáttur með vinnubrögð dómara leiksins gegn Breiðabliki þegar Blikar komust yfir í uppbótartíma fyrri hálfleiks. 30. júlí 2020 22:05 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Grótta 3-0 | Sömu úrslit og síðast Eins og í 1. umferð Pepsi Max-deildar karla vann Breiðablik 3-0 sigur á Gróttu þegar liðin mættust í sextán liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld. 30. júlí 2020 21:53 Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Sjá meira
Byrjunin á seinni hálfleik í leik Breiðabliks og Gróttu í sextán liða úrslitum Mjólkurbikars karla í gær var afar sérstök. Blikar, sem voru 1-0 yfir í hálfleik, byrjuðu með boltann í seinni hálfleik og sendu hann á milli sín aftarlega á vellinum án þess að Seltirningar settu þá undir pressu. Heimamenn reyndu hvað þeir gátu til að teyma gestina framar á völlinn en þeir voru ekki tilbúnir að stíga þann dans og héldu sig í skotgröfunum. Loksins þegar fimm mínútur og 47 sekúndur voru liðnar snerti Grótta í fyrsta sinn í seinni hálfleik. Gestirnir héldu boltanum í örfáar sekúndur áður en heimamenn náðu honum aftur. Byrjunina á seinni hálfleik má sjá hér fyrir neðan. Það verður seint sagt að þetta sé skemmtiefni en áhugavert þó. Klippa: Blikar halda boltanum Eftir leikinn hrósaði Ágúst Gylfason, þjálfari Gróttu, sínum mönnum fyrir að halda skipulagi fyrsta stundarfjórðunginn í seinni hálfleik. „Ég var ánægður með leikmennina fyrstu fimmtán mínúturnar í seinni hálfleik, að vera ekki að stressa sig. Við héldum bara sjó og okkur við leikáætlunina,“ sagði Ágúst við Vísi eftir leik. Eftir því sem leið á seinni hálfleik færði Grótta sig framar og reyndi að pressa Breiðablik. Það var þó gert af veikum mætti og Blikar áttu í litlum vandræðum með að leysa úr pressunni. Gísli Eyjólfsson kom Breiðabliki í 2-0 á 66. mínútu og þegar fimm mínútur voru til leiksloka skoraði Brynjólfur Andersen Willumsson þriðja mark heimamanna. Lokatölur 3-0, Blikum í vil. Farið verður yfir leik Breiðabliks og Grótta og aðra leiki í sextán-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í Mjólkurbikarmörkunum á Stöð 2 Sport klukkan 20:00 í kvöld. Í þættinum verður einnig dregið í átta liða úrslit keppninnar.
Mjólkurbikarinn Breiðablik Grótta Tengdar fréttir Ágúst: Uppbótartíminn var búinn Þjálfari Gróttu var langt frá því að vera sáttur með vinnubrögð dómara leiksins gegn Breiðabliki þegar Blikar komust yfir í uppbótartíma fyrri hálfleiks. 30. júlí 2020 22:05 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Grótta 3-0 | Sömu úrslit og síðast Eins og í 1. umferð Pepsi Max-deildar karla vann Breiðablik 3-0 sigur á Gróttu þegar liðin mættust í sextán liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld. 30. júlí 2020 21:53 Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Sjá meira
Ágúst: Uppbótartíminn var búinn Þjálfari Gróttu var langt frá því að vera sáttur með vinnubrögð dómara leiksins gegn Breiðabliki þegar Blikar komust yfir í uppbótartíma fyrri hálfleiks. 30. júlí 2020 22:05
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Grótta 3-0 | Sömu úrslit og síðast Eins og í 1. umferð Pepsi Max-deildar karla vann Breiðablik 3-0 sigur á Gróttu þegar liðin mættust í sextán liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld. 30. júlí 2020 21:53