Áhyggjuefni að ekki hafi tekist að rekja uppruna smits Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 31. júlí 2020 19:30 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir mætti aftur til leiks á upplýsingafundi almannavarna í dag. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir segir áhyggjuefni að ekki hafi tekist að rekja uppruna smits í annarri hópsýkingunni sem greindust í vikunni. Tveir stofnar veirunnar hafi dreift sér hér á landi. Aðeins tveir af þeim ellefu sem greindust með veiruna í gær voru í sóttkví. Viðbúið er að hert verið og slakað á aðgerðum til skiptis þar til bóluefni gegn covid-19 kemur á markað að sögn landlæknis. Hertar aðgerðir til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu kórónuveirunnar tóku gildi á hádegi í dag. Það var vel gætt að því að tveggja metra reglan væri virt á upplýsingafundi almannavarna í Katrínartúni í dag og þurftu fréttamenn að vera með hanska. „Þessi veira hún er sjálfri sér samkvæm. Hún rís upp þegar slakað er á og það kæmi ekki á óvart þótt við yrðum í því að herða og slaka þar til bóluefni er fram komið,“ sagði Alma Möller landlæknir. Samkvæmt tölfræði á covid.is eru nú 50 í einangrun smitaðir af covid-19. Þar af einn á sjúkrahúsi og hátt í þrjú hundruð í sóttkví. Síðasta sólarhring bættust ellefu í hóp smitaðra en þar af höfuð aðeins tveir verið í sóttkví en níu voru það ekki. „Það hefði verið betra ef svo hefði verið en ég bendi á að í fyrradag voru næstum því allir í sóttkví sem greindust,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. „Við höfum ekki skoðað það neitt núna, aldurssamsetningu eða annað slíkt en þetta eru eins og lítur út núna óskildir aðilar og það er út af fyrir sig áhyggjuefni vegna þess að það gæti bent til þess að þetta væri útbreiddara heldur en við vitum um.“ Smitrakning stendur yfir og sýnataka sömuleiðis, bæði hjá Íslenskri erfðagreiningu og heilsugæslunni. Sýnin eru síðan greind ýmist hjá Íslenskri erfðagreiningu eða sýkla- og veirufræðideild Landspítala. Finni fólk fyrir einkennum skal hafa samband við sína heilsugæslu. Annríki hefur einnig verið í Orkuhúsinu þar sem seinni sýnataka eftir komu til landsins fer fram. Sóttvarnalæknir segir viðbúið að smituðum muni áfram fara fjölgandi á næstunni. „Núna erum við með tvær hópsýkingar, við erum með tvo stofna af veirunni sem eru að valda sýkingum. Það virðist vera og vonandi er búið að komast fyrir aðra hópsýkinguna eða hafa betri tök á henni. Hin hópsýkingin er stærri og virðist vera útbreiddari,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Fleiri fréttir Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Sjá meira
Sóttvarnalæknir segir áhyggjuefni að ekki hafi tekist að rekja uppruna smits í annarri hópsýkingunni sem greindust í vikunni. Tveir stofnar veirunnar hafi dreift sér hér á landi. Aðeins tveir af þeim ellefu sem greindust með veiruna í gær voru í sóttkví. Viðbúið er að hert verið og slakað á aðgerðum til skiptis þar til bóluefni gegn covid-19 kemur á markað að sögn landlæknis. Hertar aðgerðir til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu kórónuveirunnar tóku gildi á hádegi í dag. Það var vel gætt að því að tveggja metra reglan væri virt á upplýsingafundi almannavarna í Katrínartúni í dag og þurftu fréttamenn að vera með hanska. „Þessi veira hún er sjálfri sér samkvæm. Hún rís upp þegar slakað er á og það kæmi ekki á óvart þótt við yrðum í því að herða og slaka þar til bóluefni er fram komið,“ sagði Alma Möller landlæknir. Samkvæmt tölfræði á covid.is eru nú 50 í einangrun smitaðir af covid-19. Þar af einn á sjúkrahúsi og hátt í þrjú hundruð í sóttkví. Síðasta sólarhring bættust ellefu í hóp smitaðra en þar af höfuð aðeins tveir verið í sóttkví en níu voru það ekki. „Það hefði verið betra ef svo hefði verið en ég bendi á að í fyrradag voru næstum því allir í sóttkví sem greindust,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. „Við höfum ekki skoðað það neitt núna, aldurssamsetningu eða annað slíkt en þetta eru eins og lítur út núna óskildir aðilar og það er út af fyrir sig áhyggjuefni vegna þess að það gæti bent til þess að þetta væri útbreiddara heldur en við vitum um.“ Smitrakning stendur yfir og sýnataka sömuleiðis, bæði hjá Íslenskri erfðagreiningu og heilsugæslunni. Sýnin eru síðan greind ýmist hjá Íslenskri erfðagreiningu eða sýkla- og veirufræðideild Landspítala. Finni fólk fyrir einkennum skal hafa samband við sína heilsugæslu. Annríki hefur einnig verið í Orkuhúsinu þar sem seinni sýnataka eftir komu til landsins fer fram. Sóttvarnalæknir segir viðbúið að smituðum muni áfram fara fjölgandi á næstunni. „Núna erum við með tvær hópsýkingar, við erum með tvo stofna af veirunni sem eru að valda sýkingum. Það virðist vera og vonandi er búið að komast fyrir aðra hópsýkinguna eða hafa betri tök á henni. Hin hópsýkingin er stærri og virðist vera útbreiddari,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Fleiri fréttir Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Sjá meira