Sjö greindust með kórónuveirusmit á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans í gær. Alls eru 58 í einangrun og fjölgar þeim um átta milli daga samkvæmt nýuppfærðum tölum á Covid.is.
454 eru í sóttkví og fjölgar þeim um 167 milli sólarhringa. Einn liggur á sjúkrahúsi með Covid-19 og er það fyrsta innlögn frá því um miðjan maí.
Hertar aðgerðir vegna bylgju nýsmita sem nú hefur komið upp tóku gildi á hádegi í gær. Fjöldatakmörk hafa verið lækkuð í hundrað og tveggja metra reglan er aftur orðin regla, en hún hafði verið viðmið undanfarnar vikur. U
Upplýsingafundur almannavarna verður haldinn vegna veirunnar klukkan 14 í dag og sýndur í beinni útsendingu hér á Vísi.