Í kvöldfréttum okkar fylgjumst við með þegar hundruð Akurnesinga mættu í sýnatöku hjá Íslenskri erfðagreiningu í bænum í dag. Fleiri vildu gefa sýni en boðaðir voru með slembiúrtaki eins og fram kom hér að framan.
Þá heyrum við þríeykið fara yfir það nýjasta í stöðu mála og bregðum okkur fram af tæplega 640 metra háu Bolafjalli þar sem unnið er að undirbúningi eins magnaðasta útsýnispalli landsins.
Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.