200 viðskiptavinir algjört hámark Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. ágúst 2020 15:13 200 viðskiptavina hámark er í matvöruverslunum. Vísir/hanna Aðgerðir vegna kórónuveirunnar sem tóku gildi 31. júlí síðastliðinn hafa nú verið gerðar skýrari, samkvæmt auglýsingu heilbrigðisráðherra. Skýringarnar lúta m.a. að grímuskyldu og leyfilegum hámarksfjölda viðskiptavina inni í matvöruverslunum. Á föstudag voru fjöldamörk samkomubanns lækkuð úr 500 í 100 og tveggja metra reglunni komið aftur á. Þá var innleidd grímuskylda við aðstæður sem krefjast návígis og ekki er hægt að viðhalda fjarðlægðarmörkum. Síðastnefnda reglan var nokkuð á reiki eftir að hún var kynnt, líkt og í tilfelli Strætó. Í nýjum breytingum á auglýsingu heilbrigðisráðherra segir að í matvöruverslunum sé heimilt að hafa allt að 100 manns inni í einu að því gefnu að skilyrði um fjarlægðarmörk séu uppfyllt. Þá er matvöruverslunum sem eru yfir þúsund fermetrar að stærð heimilt að hleypa til viðbótar einum viðskiptavin inn fyrir hverja tíu fermetra umfram þúsund fermetrana, þó að hámarki 200 viðskiptavinum í allt. Í reglunum sem kynntar voru á föstudag segir að í starfsemi sem eðlis síns vegna krefst meiri nálægðar en tveggja metra milli manna skuli nota grímur, til að mynda í almenningssamgöngum. Með breytingunni í dag er þetta skýrt nánar og sérstaklega tekið fram að grímur skuli setja upp „þar sem ferð varir í 30 mínútur eða lengur“. Þá má gestafjöldi á sund- og baðstöðum aldrei vera meiri en helmingur leyfilegs hámarksfjölda gesta samkvæmt starfsleyfi. Börn fædd 2015 og síðar eru ekki tekin með í gestafjölda. Loks er lagt til að ekki verði heimilt að veita tímabundið leyfi fyrir tilteknum skemmtunum sem ætla megi að dragi að sér hóp fólks eftir klukkan 23:00. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Grímuskylda í Strætó dregin til baka Strætó hefur tekið ákvörðun um að draga til baka grímuskyldu í strætisvögnum á höfuðborgarsvæðinu eftir nánara samtal við sóttvarnayfirvöld. 31. júlí 2020 15:32 Engin grímuskylda í ferðum á höfuðborgarsvæðinu Ekki verður skylda fyrir farþega að nota hlífðargrímu um borð í Strætó þó mælt sé með því ef vagnar fyllast. 1. ágúst 2020 15:58 „Við erum alls ekki að mæla með almennri notkun á grímum“ Sóttvarnalæknir segir nýjar niðurstöður um grímunotkun í ákveðnum tilfellum hafa verið grunninn að nýjum tilmælum stjórnvalda. 31. júlí 2020 13:00 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Erlent Fleiri fréttir Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Sjá meira
Aðgerðir vegna kórónuveirunnar sem tóku gildi 31. júlí síðastliðinn hafa nú verið gerðar skýrari, samkvæmt auglýsingu heilbrigðisráðherra. Skýringarnar lúta m.a. að grímuskyldu og leyfilegum hámarksfjölda viðskiptavina inni í matvöruverslunum. Á föstudag voru fjöldamörk samkomubanns lækkuð úr 500 í 100 og tveggja metra reglunni komið aftur á. Þá var innleidd grímuskylda við aðstæður sem krefjast návígis og ekki er hægt að viðhalda fjarðlægðarmörkum. Síðastnefnda reglan var nokkuð á reiki eftir að hún var kynnt, líkt og í tilfelli Strætó. Í nýjum breytingum á auglýsingu heilbrigðisráðherra segir að í matvöruverslunum sé heimilt að hafa allt að 100 manns inni í einu að því gefnu að skilyrði um fjarlægðarmörk séu uppfyllt. Þá er matvöruverslunum sem eru yfir þúsund fermetrar að stærð heimilt að hleypa til viðbótar einum viðskiptavin inn fyrir hverja tíu fermetra umfram þúsund fermetrana, þó að hámarki 200 viðskiptavinum í allt. Í reglunum sem kynntar voru á föstudag segir að í starfsemi sem eðlis síns vegna krefst meiri nálægðar en tveggja metra milli manna skuli nota grímur, til að mynda í almenningssamgöngum. Með breytingunni í dag er þetta skýrt nánar og sérstaklega tekið fram að grímur skuli setja upp „þar sem ferð varir í 30 mínútur eða lengur“. Þá má gestafjöldi á sund- og baðstöðum aldrei vera meiri en helmingur leyfilegs hámarksfjölda gesta samkvæmt starfsleyfi. Börn fædd 2015 og síðar eru ekki tekin með í gestafjölda. Loks er lagt til að ekki verði heimilt að veita tímabundið leyfi fyrir tilteknum skemmtunum sem ætla megi að dragi að sér hóp fólks eftir klukkan 23:00.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Grímuskylda í Strætó dregin til baka Strætó hefur tekið ákvörðun um að draga til baka grímuskyldu í strætisvögnum á höfuðborgarsvæðinu eftir nánara samtal við sóttvarnayfirvöld. 31. júlí 2020 15:32 Engin grímuskylda í ferðum á höfuðborgarsvæðinu Ekki verður skylda fyrir farþega að nota hlífðargrímu um borð í Strætó þó mælt sé með því ef vagnar fyllast. 1. ágúst 2020 15:58 „Við erum alls ekki að mæla með almennri notkun á grímum“ Sóttvarnalæknir segir nýjar niðurstöður um grímunotkun í ákveðnum tilfellum hafa verið grunninn að nýjum tilmælum stjórnvalda. 31. júlí 2020 13:00 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Erlent Fleiri fréttir Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Sjá meira
Grímuskylda í Strætó dregin til baka Strætó hefur tekið ákvörðun um að draga til baka grímuskyldu í strætisvögnum á höfuðborgarsvæðinu eftir nánara samtal við sóttvarnayfirvöld. 31. júlí 2020 15:32
Engin grímuskylda í ferðum á höfuðborgarsvæðinu Ekki verður skylda fyrir farþega að nota hlífðargrímu um borð í Strætó þó mælt sé með því ef vagnar fyllast. 1. ágúst 2020 15:58
„Við erum alls ekki að mæla með almennri notkun á grímum“ Sóttvarnalæknir segir nýjar niðurstöður um grímunotkun í ákveðnum tilfellum hafa verið grunninn að nýjum tilmælum stjórnvalda. 31. júlí 2020 13:00