Dróst að fá upplýsingar um raforkureikning stóriðjunnar Birgir Olgeirsson skrifar 4. ágúst 2020 20:28 Óháðri úttekt á samkeppnishæfni stóriðju hér á landi hefur seinkað um þrjá mánuði vegna þess að það tók lengri tíma en búist var við að fá nauðsynlegar upplýsingar um hvað stóriðjan greiðir fyrir raforkuna, að sögn iðnaðarráðherra. Hún telur best að allir samningar yrðu opinberaðir. Í febrúar var tilkynnt að fyrirtækið Fraunhofer myndi gera úttekt á samkeppnishæfni stóriðju á Íslandi með sérstakri áherslu á raforkukostnað. Átti úttektinni að ljúka með skýrslu til stjórnvalda fyrir lok maí. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, iðnaðarráðherra, fór yfir stöðu mála á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun. Hún er nú sögð væntanlega í lok þessa mánaðar. „Það tók lengri tíma en við höfðum áætlað að fá þessar upplýsingar frá fyrirtækjunum. Menn vildu vera vissir um að það væri heimilt og að allir ætluðu að gera það,“ segir Þórdís Kolbrún sem bendir á að það sé háð samþykki beggja aðila að upplýsa um innihald samninga um kaup á raforku. ÍSAL, sem rekur álverið í Straumsvík, hefur sakað Landsvirkjun um að mismuna stóriðjufyrirtækjum þegar kemur að kaupum á raforku og hótað að hætta starfsemi fái það ekki lægra raforkuverð. Þórdís Kolbrún segist ekki geta sagt til um hvort að úttektin geti liðkað til fyrir viðræðum ÍSAL og Landsvirkjunar en að hún telji mikilvægt að raforkusamningar verði opinberaðir. „Við verðum bara að sjá hvort umræðan fer þegar þessi greiningarvinna liggur fyrir,“ segir hún. Stóriðja Landsvirkjun Tengdar fréttir Álverið í Straumsvík orðið verðlaust Rio Tinto hefur niðurfært eign sína vegna álversins í Straumsvík að fullu eða um 269 milljónir dollara, sem eru rúmlega 36 milljarðar króna. 29. júlí 2020 11:11 Álverið mikilvægt en orkan fari ekki á útsölu Á sama tíma og bjóða á upp á samkeppnishæft umhverfi á að gera kröfu um að sala á orkuafurðum úr sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar sé arðbær. Þetta segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra. 25. júlí 2020 13:19 Ráðherra vill að stóriðjan birti samninga við Landsvirkjun Iðnaðarráðherra segir mikilvægt að allir raforkusamningar stóriðju á Íslandi verði opinberaðir. Eftir mikinn taprekstur álversins í Straumsvík undanfarin ár sakar fyrirtækið Landsvirkjun um að mismuna stóriðjufyrirtækjum landsins. Það hótar að hætta starfsemi sinni lækki Landsvirkjun ekki verð á orku. 23. júlí 2020 19:30 Loka álverinu í Straumsvík ef Landsvirkjun breytir ekki hegðun sinni Rio Tinto hefur lagt fram formlega kvörtun til Samkeppniseftirlitsins vegna þess sem félagið telur vera misnotkun Landsvirkjunar „á yfirburðastöðu fyrirtækisins“ gagnvart álverinu í Straumsvík. 22. júlí 2020 15:07 Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira
Óháðri úttekt á samkeppnishæfni stóriðju hér á landi hefur seinkað um þrjá mánuði vegna þess að það tók lengri tíma en búist var við að fá nauðsynlegar upplýsingar um hvað stóriðjan greiðir fyrir raforkuna, að sögn iðnaðarráðherra. Hún telur best að allir samningar yrðu opinberaðir. Í febrúar var tilkynnt að fyrirtækið Fraunhofer myndi gera úttekt á samkeppnishæfni stóriðju á Íslandi með sérstakri áherslu á raforkukostnað. Átti úttektinni að ljúka með skýrslu til stjórnvalda fyrir lok maí. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, iðnaðarráðherra, fór yfir stöðu mála á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun. Hún er nú sögð væntanlega í lok þessa mánaðar. „Það tók lengri tíma en við höfðum áætlað að fá þessar upplýsingar frá fyrirtækjunum. Menn vildu vera vissir um að það væri heimilt og að allir ætluðu að gera það,“ segir Þórdís Kolbrún sem bendir á að það sé háð samþykki beggja aðila að upplýsa um innihald samninga um kaup á raforku. ÍSAL, sem rekur álverið í Straumsvík, hefur sakað Landsvirkjun um að mismuna stóriðjufyrirtækjum þegar kemur að kaupum á raforku og hótað að hætta starfsemi fái það ekki lægra raforkuverð. Þórdís Kolbrún segist ekki geta sagt til um hvort að úttektin geti liðkað til fyrir viðræðum ÍSAL og Landsvirkjunar en að hún telji mikilvægt að raforkusamningar verði opinberaðir. „Við verðum bara að sjá hvort umræðan fer þegar þessi greiningarvinna liggur fyrir,“ segir hún.
Stóriðja Landsvirkjun Tengdar fréttir Álverið í Straumsvík orðið verðlaust Rio Tinto hefur niðurfært eign sína vegna álversins í Straumsvík að fullu eða um 269 milljónir dollara, sem eru rúmlega 36 milljarðar króna. 29. júlí 2020 11:11 Álverið mikilvægt en orkan fari ekki á útsölu Á sama tíma og bjóða á upp á samkeppnishæft umhverfi á að gera kröfu um að sala á orkuafurðum úr sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar sé arðbær. Þetta segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra. 25. júlí 2020 13:19 Ráðherra vill að stóriðjan birti samninga við Landsvirkjun Iðnaðarráðherra segir mikilvægt að allir raforkusamningar stóriðju á Íslandi verði opinberaðir. Eftir mikinn taprekstur álversins í Straumsvík undanfarin ár sakar fyrirtækið Landsvirkjun um að mismuna stóriðjufyrirtækjum landsins. Það hótar að hætta starfsemi sinni lækki Landsvirkjun ekki verð á orku. 23. júlí 2020 19:30 Loka álverinu í Straumsvík ef Landsvirkjun breytir ekki hegðun sinni Rio Tinto hefur lagt fram formlega kvörtun til Samkeppniseftirlitsins vegna þess sem félagið telur vera misnotkun Landsvirkjunar „á yfirburðastöðu fyrirtækisins“ gagnvart álverinu í Straumsvík. 22. júlí 2020 15:07 Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira
Álverið í Straumsvík orðið verðlaust Rio Tinto hefur niðurfært eign sína vegna álversins í Straumsvík að fullu eða um 269 milljónir dollara, sem eru rúmlega 36 milljarðar króna. 29. júlí 2020 11:11
Álverið mikilvægt en orkan fari ekki á útsölu Á sama tíma og bjóða á upp á samkeppnishæft umhverfi á að gera kröfu um að sala á orkuafurðum úr sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar sé arðbær. Þetta segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra. 25. júlí 2020 13:19
Ráðherra vill að stóriðjan birti samninga við Landsvirkjun Iðnaðarráðherra segir mikilvægt að allir raforkusamningar stóriðju á Íslandi verði opinberaðir. Eftir mikinn taprekstur álversins í Straumsvík undanfarin ár sakar fyrirtækið Landsvirkjun um að mismuna stóriðjufyrirtækjum landsins. Það hótar að hætta starfsemi sinni lækki Landsvirkjun ekki verð á orku. 23. júlí 2020 19:30
Loka álverinu í Straumsvík ef Landsvirkjun breytir ekki hegðun sinni Rio Tinto hefur lagt fram formlega kvörtun til Samkeppniseftirlitsins vegna þess sem félagið telur vera misnotkun Landsvirkjunar „á yfirburðastöðu fyrirtækisins“ gagnvart álverinu í Straumsvík. 22. júlí 2020 15:07