Telur að hætta eigi „skaðlegum sóttvarnaaðferðum“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. ágúst 2020 09:09 Jóhannes Loftsson, formaður Frjálshyggjufélagsins. Vísir/Harmageddon Jóhannes Loftsson, formaður Frjálshyggjufélagsins, segir erfitt að sjá hvernig sú aðferðafræði sem nota á til þess að útrýma kórónuveirusmitum og hemja hópsýkingar gengur upp. Hann er á meðal þeirra sem skipuleggja mótmæli við þeim aðgerðum sem heilbrigðisráðherra ákvað að ráðist yrði í að tillögu sóttvarnalæknis. Rætt var við Jóhannes í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgunni í gær. „Grunnurinn er sá að við erum ekki að sjá fram á endann á þessu núna. Við heyrum í fréttum að þetta er ekkert að fara. Það sem við horfum fram á núna er að það á að stoppa atvinnulífið og fyrirtækin í landinu og ræsa aftur, bara eftir hentisemi, hugsanlega næstu árin,“ segir Jóhannes. Hann segist ekki telja að aðferðafræðin sem nota eigi við að hemja hópsýkingar þegar þær koma upp, það er að bregðast við með því að herða samkomutakmarkanir, gangi upp. „Það er verið að tala um að hægja á útbreiðslunni, en við verðum náttúrulega að efnahagslíf til þess að geta rekið heilbrigðisþjónustu. Það er bara örlítið af smiti að koma hingað.“ Jóhannes segist sjálfur telja að best væri ef látið væri af „skaðlegum sóttvarnaaðferðum.“ Áfram eigi að reyna að berjast gegn veirunni, en hann segir ákveðnar sóttvarnaaðgerðir hafa veruleg áhrif á réttindi fólks og atvinnulífið í landinu. „Einnig finnst okkur mikilvægt að menn fari að taka umræðu um það að dánartíðnin á Covid, eins og hún mælist á Íslandi, er ekki nema 0,16 prósent,“ segir Jóhannes og á þar við hlutfall þeirra sem látast hér á landi af þeim sem greinst hafa með veiruna. Hann segist ekki telja að það sé „skaðlegum sóttvarnaraðferðum“ að þakka, heldur viðbrögðum íslenska heilbrigðiskerfisins. Málin eigi ekki að vera pólitísk Jóhannes segist telja að smitsjúkdómavarnir eigi að vera í höndum sérfræðinganna, en ekki stjórnmálamanna. Hann segir málið vera orðið pólitískt hér á landi. „Ég hef aðeins horft til Svíþjóðar. Þar tóku menn þá ákvörðun að treysta fólkinu í landinu til að passa upp á sig og sína en voru svo með ráðleggingar til þegnanna,“ segir Jóhannes. Hann segir rétt að í Svíþjóð hafi yfirvöld viðurkennt mistök í viðbrögðum við faraldrinum en segir mistökin ekki hafa falist í að treysta þegnum sínum heldur að verja heilbrigðisstarfsfólk ekki nógu vel. „Meðal annars fengu þau ekki nógu mikið af sóttvarnabúnaði eins og við, grímum og hönskum á spítölum í Svíþjóð. Til marks um hvað sá hlutur klikkaði hjá þeim var það að 30 prósent allra smita sem voru mæld í Svíþjóð í miðjum maí voru heilbrigðisstarfsmenn.“ Segir beitingu sóttkvíar vafasama Jóhannes segist telja beitingu sóttkvíar vafasama aðgerð, þar sem hún hvetji fólk til þess að leyna veikindum sínum. Hann líkir sóttkví við stofufangelsi. „Við erum að tala um sjúkdóm með dánartíðni á við flensu. Við þurfum sjálfviljugar aðferðir og nota alla þessa auka orku til þess að verja spítala, verja elliheimilin, verja það sem skiptir máli þar sem virkileg hætta getur skapast.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Fleiri fréttir Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Sjá meira
Jóhannes Loftsson, formaður Frjálshyggjufélagsins, segir erfitt að sjá hvernig sú aðferðafræði sem nota á til þess að útrýma kórónuveirusmitum og hemja hópsýkingar gengur upp. Hann er á meðal þeirra sem skipuleggja mótmæli við þeim aðgerðum sem heilbrigðisráðherra ákvað að ráðist yrði í að tillögu sóttvarnalæknis. Rætt var við Jóhannes í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgunni í gær. „Grunnurinn er sá að við erum ekki að sjá fram á endann á þessu núna. Við heyrum í fréttum að þetta er ekkert að fara. Það sem við horfum fram á núna er að það á að stoppa atvinnulífið og fyrirtækin í landinu og ræsa aftur, bara eftir hentisemi, hugsanlega næstu árin,“ segir Jóhannes. Hann segist ekki telja að aðferðafræðin sem nota eigi við að hemja hópsýkingar þegar þær koma upp, það er að bregðast við með því að herða samkomutakmarkanir, gangi upp. „Það er verið að tala um að hægja á útbreiðslunni, en við verðum náttúrulega að efnahagslíf til þess að geta rekið heilbrigðisþjónustu. Það er bara örlítið af smiti að koma hingað.“ Jóhannes segist sjálfur telja að best væri ef látið væri af „skaðlegum sóttvarnaaðferðum.“ Áfram eigi að reyna að berjast gegn veirunni, en hann segir ákveðnar sóttvarnaaðgerðir hafa veruleg áhrif á réttindi fólks og atvinnulífið í landinu. „Einnig finnst okkur mikilvægt að menn fari að taka umræðu um það að dánartíðnin á Covid, eins og hún mælist á Íslandi, er ekki nema 0,16 prósent,“ segir Jóhannes og á þar við hlutfall þeirra sem látast hér á landi af þeim sem greinst hafa með veiruna. Hann segist ekki telja að það sé „skaðlegum sóttvarnaraðferðum“ að þakka, heldur viðbrögðum íslenska heilbrigðiskerfisins. Málin eigi ekki að vera pólitísk Jóhannes segist telja að smitsjúkdómavarnir eigi að vera í höndum sérfræðinganna, en ekki stjórnmálamanna. Hann segir málið vera orðið pólitískt hér á landi. „Ég hef aðeins horft til Svíþjóðar. Þar tóku menn þá ákvörðun að treysta fólkinu í landinu til að passa upp á sig og sína en voru svo með ráðleggingar til þegnanna,“ segir Jóhannes. Hann segir rétt að í Svíþjóð hafi yfirvöld viðurkennt mistök í viðbrögðum við faraldrinum en segir mistökin ekki hafa falist í að treysta þegnum sínum heldur að verja heilbrigðisstarfsfólk ekki nógu vel. „Meðal annars fengu þau ekki nógu mikið af sóttvarnabúnaði eins og við, grímum og hönskum á spítölum í Svíþjóð. Til marks um hvað sá hlutur klikkaði hjá þeim var það að 30 prósent allra smita sem voru mæld í Svíþjóð í miðjum maí voru heilbrigðisstarfsmenn.“ Segir beitingu sóttkvíar vafasama Jóhannes segist telja beitingu sóttkvíar vafasama aðgerð, þar sem hún hvetji fólk til þess að leyna veikindum sínum. Hann líkir sóttkví við stofufangelsi. „Við erum að tala um sjúkdóm með dánartíðni á við flensu. Við þurfum sjálfviljugar aðferðir og nota alla þessa auka orku til þess að verja spítala, verja elliheimilin, verja það sem skiptir máli þar sem virkileg hætta getur skapast.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Fleiri fréttir Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Sjá meira