Íslendingar verði að læra að lifa með veirunni Andri Eysteinsson skrifar 5. ágúst 2020 11:30 Bryndís Sigurðardóttir, smitsjúkdómalæknir. Stöð 2 „Fólk verður að átta sig á því að líklegast er ár í bóluefni fyrir almenning,“ sagði Bryndís Sigurðardóttir smitsjúkdómalæknir í morgunþættinum Bítinu á Bylgjunni. Bryndís sagði einnig að hræðsluáróður væri ekki besta leiðin til lengdar og að fólk þyrfti að læra að lifa með kórónuveirunni. „Það er ekki gott að skamma fólk eða hræða fólk fyrir að viðhalda ekki sóttvörnum. Lögreglusektir og svo framvegis. Við verðum að lifa með þessu. Það er betra að spritta sig, passa sig, vera ekki að faðma og knúsast. Ekki vera að halda 50 manna veislur og reyna að viðhalda tveggja metra fjarlægð. Ég held að það sé auðveldara að gera það í 6-12 mánuði heldur en að fara að loka skólum og fyrirtækjum og svo framvegis,“ segir Bryndís. Hún segir að landið hafi verið veirufrítt um miðjan júní áður en að ferðamenn fóru að týnast til landsins að nýju. Fólk hafi slakað á eftir þær fréttir og ekki sé ljóst hvort landið hefði grætt eitthvað á því að fresta „opnun“ landamæranna en ýmsir hafa kennt opnun landamæranna um fjölgun staðfestra kórónuveirutilfella á undanförnum vikum. „Við vissum alveg að þetta myndi gerast,“ segir Bryndís sem kveðst ekki geta sagt til um hvort ákvörðunin hafi verið röng. „Ég veit ekki hvort við hefðum grætt eitthvað á því að fresta opnuninni. Fólk var að tala um að opna fyrst eftir verslunarmannahelgi en þá hefðum við bara verið í sömu sporum eftir sex vikur. Við hefðum bara frestað hinu óumflýjanlega. Landið verður ekkert veirufrítt almennt séð, þetta er veira sem mun koma og fara og valda usla,“ sagði Bryndís. Hún segir það jákvætt að enginn sé alvarlega veikur en einn hefur lagst inn á spítala undanfarið en sjúklingurinn hefur nú verið útskrifaður. Verið sé að greina einstaklingana með smit fyrr en gert var í upphafi faraldursins í vetur. Fólk hafi verið orðið töluvert veikt þegar loks var hægt að greina þau með Covid-19. Þá hafi yngra fólk verið að smitast undanfarið og útlit sé fyrir að yngra fólki finnist erfiðara að halda fjarlægðartakmörkunum. Nokkur biðstaða sé einnig komin upp enda sýni fyrri bylgja faraldursins að fólk hafi verið að veikjast meira í seinni helmingi veikinda. Læknar hafi oft séð fólk á 9. til 13. degi veikinda leggjast inn á sjúkrahús alvarlega veikir. Bryndís segir að næstu tvær vikurnar verið lykilatriði en þá muni koma í ljós hvort að sprenging verði í faraldrinum. Annað hvort í fjölda tilfella eða í alvarleika veikindanna. Heilbrigðisstarfsfólk sé þó betur undirbúið heldur en í vetur og skimað sé öflugt í kringum hvert tilfelli. „Svo erum við komin með þessi lyf, Remdesivir og Favipiravir sem við vorum að nota í fyrsta sinn í síðustu viku. Við vitum meira að við munum ekki nota Hýdroxýklórókínið sem hefur sýnt sig að virki ekki og jafnvel ekki þessa ónæmisbælandi meðferð sem mjög veikir sjúklingar fengu í vor,“ sagði Bryndís sem hvatti Íslendinga til þess að vera hvorki hrædd né óörugg. „Við munum alveg höndla þetta vel en fólk þarf að taka ábyrgð á eigin gjörðum. Ég vil ekki að verði panikástand en við vitum að þetta mun versna, spurningin er bara hvort þetta versni með meiri fjölda eða meira veikum einstaklingum,“ sagði Bryndís Sigurðardóttir smitsjúkdómalæknir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Fleiri fréttir Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Sjá meira
„Fólk verður að átta sig á því að líklegast er ár í bóluefni fyrir almenning,“ sagði Bryndís Sigurðardóttir smitsjúkdómalæknir í morgunþættinum Bítinu á Bylgjunni. Bryndís sagði einnig að hræðsluáróður væri ekki besta leiðin til lengdar og að fólk þyrfti að læra að lifa með kórónuveirunni. „Það er ekki gott að skamma fólk eða hræða fólk fyrir að viðhalda ekki sóttvörnum. Lögreglusektir og svo framvegis. Við verðum að lifa með þessu. Það er betra að spritta sig, passa sig, vera ekki að faðma og knúsast. Ekki vera að halda 50 manna veislur og reyna að viðhalda tveggja metra fjarlægð. Ég held að það sé auðveldara að gera það í 6-12 mánuði heldur en að fara að loka skólum og fyrirtækjum og svo framvegis,“ segir Bryndís. Hún segir að landið hafi verið veirufrítt um miðjan júní áður en að ferðamenn fóru að týnast til landsins að nýju. Fólk hafi slakað á eftir þær fréttir og ekki sé ljóst hvort landið hefði grætt eitthvað á því að fresta „opnun“ landamæranna en ýmsir hafa kennt opnun landamæranna um fjölgun staðfestra kórónuveirutilfella á undanförnum vikum. „Við vissum alveg að þetta myndi gerast,“ segir Bryndís sem kveðst ekki geta sagt til um hvort ákvörðunin hafi verið röng. „Ég veit ekki hvort við hefðum grætt eitthvað á því að fresta opnuninni. Fólk var að tala um að opna fyrst eftir verslunarmannahelgi en þá hefðum við bara verið í sömu sporum eftir sex vikur. Við hefðum bara frestað hinu óumflýjanlega. Landið verður ekkert veirufrítt almennt séð, þetta er veira sem mun koma og fara og valda usla,“ sagði Bryndís. Hún segir það jákvætt að enginn sé alvarlega veikur en einn hefur lagst inn á spítala undanfarið en sjúklingurinn hefur nú verið útskrifaður. Verið sé að greina einstaklingana með smit fyrr en gert var í upphafi faraldursins í vetur. Fólk hafi verið orðið töluvert veikt þegar loks var hægt að greina þau með Covid-19. Þá hafi yngra fólk verið að smitast undanfarið og útlit sé fyrir að yngra fólki finnist erfiðara að halda fjarlægðartakmörkunum. Nokkur biðstaða sé einnig komin upp enda sýni fyrri bylgja faraldursins að fólk hafi verið að veikjast meira í seinni helmingi veikinda. Læknar hafi oft séð fólk á 9. til 13. degi veikinda leggjast inn á sjúkrahús alvarlega veikir. Bryndís segir að næstu tvær vikurnar verið lykilatriði en þá muni koma í ljós hvort að sprenging verði í faraldrinum. Annað hvort í fjölda tilfella eða í alvarleika veikindanna. Heilbrigðisstarfsfólk sé þó betur undirbúið heldur en í vetur og skimað sé öflugt í kringum hvert tilfelli. „Svo erum við komin með þessi lyf, Remdesivir og Favipiravir sem við vorum að nota í fyrsta sinn í síðustu viku. Við vitum meira að við munum ekki nota Hýdroxýklórókínið sem hefur sýnt sig að virki ekki og jafnvel ekki þessa ónæmisbælandi meðferð sem mjög veikir sjúklingar fengu í vor,“ sagði Bryndís sem hvatti Íslendinga til þess að vera hvorki hrædd né óörugg. „Við munum alveg höndla þetta vel en fólk þarf að taka ábyrgð á eigin gjörðum. Ég vil ekki að verði panikástand en við vitum að þetta mun versna, spurningin er bara hvort þetta versni með meiri fjölda eða meira veikum einstaklingum,“ sagði Bryndís Sigurðardóttir smitsjúkdómalæknir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Fleiri fréttir Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Sjá meira