Innflutningur á efninu ammóníum nítrat í lágmarki hér á landi Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 5. ágúst 2020 20:00 Innflutningur á efninu ammóníum nítrat er í lágmarki hér á landi að sögn slökkviliðsstjóra. Vel er fylgst með notkun og geymslu á efninu sem talið er að hafi valdið sprengingunni í Beirút. Efnið ammóníum nítrat er þekkt í framleiðslu á sprengiefni en það er einnig notað í áburði. Það var flutt til landsins fyrir Áburðarverksmiðjuna í Gufunesi sem hætti störfum upp úr aldamótum en síðan þá hefur innflutningur á efninu verið í lágmarki. „Samkvæmt okkar vitneskju þá er enginn stór lager af þessu. Þetta er kannski geymt í litlu magni en við teljum þá að það sé geymt af fagmönnum því menn þurfa að hafa leyfi til að kaupa þetta,“ sagði Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu. Talið er að sprengingin í Beirút hafi orðið þegar eldur barst í ammóníum nítrat sem hafði verið geymt í um árabil, en þegar efnið er geymt lengi byrjar það að skilja sig. „Það er töluvert hlýrra þarna úti en hér heima og þá er stundum talað um að efnið geti farið að skilja sig þannig að það fari úr þeim fasa sem það er og brotni niður og þá er aukin hætta. Efnið eitt og sér kallar á að það þarf að fara varlega. Menn þurfa að hafa leyfi og meðhöndla það rétt. Ef slys yrði hér þá myndi það verða mikið mikið minna en menn þurfa þó alltaf að fara varlega,“ sagði Jón Viðar. Slökkviliðið hefur ekki fengið tilkynningar um úttekt á geymslum vegna gruns um varðveislu á miklu magni efnisins, en geymsla á meira en 500 kílóum af ammoníum nítrat áburði er háð samþykki slökkviliðsstjóra. „Ef fólk verður vart við þetta þá bara láta heyra í sér. Bæði við, Vinnueftirlitið og Landhelgisgæslan erum á tánum gagnvart þessu,“ sagði Jón Viðar. Sprenging í Beirút Almannavarnir Tengdar fréttir 300 þúsund án heimilis eftir sprenginguna í Beirút Allt að 300 þúsund manns misstu heimili sín í stærðarinnar sprengingu í Beirút í Líbanon í gær. Tjónið vegna sprengingarinnar var þar að auki minnst þrír milljarðar dala og allt að fimm milljarðar. 5. ágúst 2020 10:13 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira
Innflutningur á efninu ammóníum nítrat er í lágmarki hér á landi að sögn slökkviliðsstjóra. Vel er fylgst með notkun og geymslu á efninu sem talið er að hafi valdið sprengingunni í Beirút. Efnið ammóníum nítrat er þekkt í framleiðslu á sprengiefni en það er einnig notað í áburði. Það var flutt til landsins fyrir Áburðarverksmiðjuna í Gufunesi sem hætti störfum upp úr aldamótum en síðan þá hefur innflutningur á efninu verið í lágmarki. „Samkvæmt okkar vitneskju þá er enginn stór lager af þessu. Þetta er kannski geymt í litlu magni en við teljum þá að það sé geymt af fagmönnum því menn þurfa að hafa leyfi til að kaupa þetta,“ sagði Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu. Talið er að sprengingin í Beirút hafi orðið þegar eldur barst í ammóníum nítrat sem hafði verið geymt í um árabil, en þegar efnið er geymt lengi byrjar það að skilja sig. „Það er töluvert hlýrra þarna úti en hér heima og þá er stundum talað um að efnið geti farið að skilja sig þannig að það fari úr þeim fasa sem það er og brotni niður og þá er aukin hætta. Efnið eitt og sér kallar á að það þarf að fara varlega. Menn þurfa að hafa leyfi og meðhöndla það rétt. Ef slys yrði hér þá myndi það verða mikið mikið minna en menn þurfa þó alltaf að fara varlega,“ sagði Jón Viðar. Slökkviliðið hefur ekki fengið tilkynningar um úttekt á geymslum vegna gruns um varðveislu á miklu magni efnisins, en geymsla á meira en 500 kílóum af ammoníum nítrat áburði er háð samþykki slökkviliðsstjóra. „Ef fólk verður vart við þetta þá bara láta heyra í sér. Bæði við, Vinnueftirlitið og Landhelgisgæslan erum á tánum gagnvart þessu,“ sagði Jón Viðar.
Sprenging í Beirút Almannavarnir Tengdar fréttir 300 þúsund án heimilis eftir sprenginguna í Beirút Allt að 300 þúsund manns misstu heimili sín í stærðarinnar sprengingu í Beirút í Líbanon í gær. Tjónið vegna sprengingarinnar var þar að auki minnst þrír milljarðar dala og allt að fimm milljarðar. 5. ágúst 2020 10:13 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira
300 þúsund án heimilis eftir sprenginguna í Beirút Allt að 300 þúsund manns misstu heimili sín í stærðarinnar sprengingu í Beirút í Líbanon í gær. Tjónið vegna sprengingarinnar var þar að auki minnst þrír milljarðar dala og allt að fimm milljarðar. 5. ágúst 2020 10:13