Skíthræddir við Benna Ólsara Stefán Árni Pálsson skrifar 6. ágúst 2020 12:30 Hjálmar og Helgi hafa slegið í gegn með hlaðvarpinu HÆHÆ. Grínistarnir Hjálmar Örn og Helgi Jean eru nýjustu gestir Sölva Tryggvasonar í podcasti Sölva. Þeir félagarnir hafa undanfarið ár haldið úti einu vinsælasta hlaðvarpi landsins, HÆHÆ. Í þættinum fara þeir yfir áralangt brölt sitt við að reyna að ná í gegn með grínefni, sem loksins hefur skilað sér á síðustu árum. Í gegnum tíðina hafa þeir gert alls kyns hluti saman, eins og að skrifa grínbækur og gera myndbönd og eitt þeirra vakti talsverða athygli. Þegar þeir gerðu grín að frægum Kompás-þætti um handrukkara, sem þeir voru smeykir við að setja í loftið. „Ég var mjög hræddur. Daginn eftir kemur þetta í Fréttablaðinu - Gerðu grín að frægu Kompás-myndbandi, og ég var einhverra hluta vegna staddur í bakaríi á Suðurlandsbraut sem ég fór aldrei í og maður labbar þarna inn og opnar dyrnar og fyrsti maðurinn sem ég sé var Benni Ólsari að skoða blaðið. Ég sneri strax við og hringdi í Helga og ég við vorum rosalega hræddir alla þessa helgi,” segir Hjálmar. Þeir félagar héldu áfram að gera efni í mörg ár, en eitthvað vantaði upp á og á tímabili voru þeir eiginlega komnir í að ætla að fara að gera eitthvað annað. Klippa: Skíhræddir við Benna Ólsara „2012 var alveg tómt ár hjá okkur þó að við höfum talað saman í síma á hverjum degi. Við vorum orðnir svona dagdraumakallar sem dreymdi um að gera eitthvað og búa eitthvað til ,sem endaði rosalega mikið í sófagagnrýni á aðra sem voru að gera það sem okkur langaði innst inni að vera að gera. En samt fattaði maður ekki að það væri í raun vanmáttur sem væri að tala.” Hjálmar fór að vinna á leikskóla og segist hafa elskað það starf, en launin hafi hreinlega ekki boðið upp á að halda því áfram. „Ég hefði alveg viljað halda áfram ef launin væru ekki svona slæm, pældu í því, 227 þúsund fékk ég á mánuði fyrir að vinna frá átta til fjögur, koma heim með hor á öxlinni og gjörsamlega búinn. Ég elskaði vinnuna, en 183 þúsund sem ég fékk útborgað eða eitthvað, það gekk bara ekki upp,” segir Hjálmar. Í viðtalinu ræða Sölvi, Hjálmar og Helgi um grínið og hvar línurnar liggja þar, tímabilin þegar Hjálmar vann á leikskóla og fór á vanskilaskrá og þegar Helgi vildi ekkert heitara en að verða viðskiptamaður í jakkafötum. Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Lífið samstarf Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Fleiri fréttir Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sjá meira
Grínistarnir Hjálmar Örn og Helgi Jean eru nýjustu gestir Sölva Tryggvasonar í podcasti Sölva. Þeir félagarnir hafa undanfarið ár haldið úti einu vinsælasta hlaðvarpi landsins, HÆHÆ. Í þættinum fara þeir yfir áralangt brölt sitt við að reyna að ná í gegn með grínefni, sem loksins hefur skilað sér á síðustu árum. Í gegnum tíðina hafa þeir gert alls kyns hluti saman, eins og að skrifa grínbækur og gera myndbönd og eitt þeirra vakti talsverða athygli. Þegar þeir gerðu grín að frægum Kompás-þætti um handrukkara, sem þeir voru smeykir við að setja í loftið. „Ég var mjög hræddur. Daginn eftir kemur þetta í Fréttablaðinu - Gerðu grín að frægu Kompás-myndbandi, og ég var einhverra hluta vegna staddur í bakaríi á Suðurlandsbraut sem ég fór aldrei í og maður labbar þarna inn og opnar dyrnar og fyrsti maðurinn sem ég sé var Benni Ólsari að skoða blaðið. Ég sneri strax við og hringdi í Helga og ég við vorum rosalega hræddir alla þessa helgi,” segir Hjálmar. Þeir félagar héldu áfram að gera efni í mörg ár, en eitthvað vantaði upp á og á tímabili voru þeir eiginlega komnir í að ætla að fara að gera eitthvað annað. Klippa: Skíhræddir við Benna Ólsara „2012 var alveg tómt ár hjá okkur þó að við höfum talað saman í síma á hverjum degi. Við vorum orðnir svona dagdraumakallar sem dreymdi um að gera eitthvað og búa eitthvað til ,sem endaði rosalega mikið í sófagagnrýni á aðra sem voru að gera það sem okkur langaði innst inni að vera að gera. En samt fattaði maður ekki að það væri í raun vanmáttur sem væri að tala.” Hjálmar fór að vinna á leikskóla og segist hafa elskað það starf, en launin hafi hreinlega ekki boðið upp á að halda því áfram. „Ég hefði alveg viljað halda áfram ef launin væru ekki svona slæm, pældu í því, 227 þúsund fékk ég á mánuði fyrir að vinna frá átta til fjögur, koma heim með hor á öxlinni og gjörsamlega búinn. Ég elskaði vinnuna, en 183 þúsund sem ég fékk útborgað eða eitthvað, það gekk bara ekki upp,” segir Hjálmar. Í viðtalinu ræða Sölvi, Hjálmar og Helgi um grínið og hvar línurnar liggja þar, tímabilin þegar Hjálmar vann á leikskóla og fór á vanskilaskrá og þegar Helgi vildi ekkert heitara en að verða viðskiptamaður í jakkafötum.
Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Lífið samstarf Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Fleiri fréttir Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sjá meira