Íslensk erfðagreining léttir álagið við landamæraskimun Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. ágúst 2020 14:21 Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, embætti landlæknis og Landspítali bjóða til upplýsingafundar fyrir blaðamenn vegna Kórónuveirunnar Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir leggur til við ráðherra að skimun á landamærunum við kórónuveirunni haldi áfram. Það hafi gefið góða raun. Greiningargeta veirufræðideildar Landspítalans sé þó í hámarki, hafi raunar reglulega farið yfir þolmörk, og segir Þórólfur að Íslensk erfðagreining hafi boðist til að aðstoða við greiningu landamærasýna. Um 2.100 farþegar voru skimaðir við landamærin í gær, en veirufræðideildin ræður við um 2000 sýni á dag. Enginn reyndist með staðfest smit en beðið er niðurstaðna í tveimur tilfellum. Tæplega 115 þúsund farþegar hafa komið til landsins síðan 15. júní, þegar boðið var upp á skimun á landamærunum. Þar af hafa um 74 þúsund verið skimuð. Þórólfur sagðist á upplýsingafundi almannavarna í dag hafa sent minnisblað til ráðherra um hvernig hann telur best að vörnum gegn veirunni verði háttað á næstunni. Það sé hans skoðun að áfram eigi að skima við landamærin, það hafi gefið góða raun til þessa og að reynsla sé komin á ferlið. Þó sé ljóst að afkastageta veirufræðideildar sé í hámarki og sýnatökur síðustu daga verið fleiri en deildin nær að sinna með góðu móti. Því hafi Íslensk erfðagreining boðist til að taka hluta þessara sýna og létta á deildinni þar til afkastagetan eykst. Vonir standa til að hún aukist eitthvað síðar í mánuðinum en ekki að verulegu leyti fyrr en í október, nóvember. Þórólfur sagðist að sama skapi ekki gera ráð fyrir öðru en að Landspítalinn myndi þekkjast boð Íslenskrar erfðagreiningar. Fyrirtækið hefur skimað 4400 einstaklinga innanlands í þessari síðari umferð veiruskimana og hafa fimm greinst sýktir. Íslensk erfðagreining muni halda áfram að skima. Í minnisblaði sínu segist Þórólfur jafnframt leggja til að halda áfram beitingu einangrunar, sóttkvíar og annarra samfélagslegra aðgerða. Minnisblaðið er hjá ráðherra og endanleg ákvörðun liggur þar. Þá telur Þórólfur nauðsynlegt að halda áfram skimunum í kringum þau tilfelli sem hafa verið að greinast. Að lokum hvetur hann alla til að viðhafa einstaklinsbundnar sóttvarnir og tveggja metra regluna. Íslensk erfðagreining Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bein útsending: Upplýsingafundur vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar fyrir fjölmiðla klukkan 14 í dag í húsakynnum landlæknisembættisins að Katrínartúni í Reykjavík. 6. ágúst 2020 13:53 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir leggur til við ráðherra að skimun á landamærunum við kórónuveirunni haldi áfram. Það hafi gefið góða raun. Greiningargeta veirufræðideildar Landspítalans sé þó í hámarki, hafi raunar reglulega farið yfir þolmörk, og segir Þórólfur að Íslensk erfðagreining hafi boðist til að aðstoða við greiningu landamærasýna. Um 2.100 farþegar voru skimaðir við landamærin í gær, en veirufræðideildin ræður við um 2000 sýni á dag. Enginn reyndist með staðfest smit en beðið er niðurstaðna í tveimur tilfellum. Tæplega 115 þúsund farþegar hafa komið til landsins síðan 15. júní, þegar boðið var upp á skimun á landamærunum. Þar af hafa um 74 þúsund verið skimuð. Þórólfur sagðist á upplýsingafundi almannavarna í dag hafa sent minnisblað til ráðherra um hvernig hann telur best að vörnum gegn veirunni verði háttað á næstunni. Það sé hans skoðun að áfram eigi að skima við landamærin, það hafi gefið góða raun til þessa og að reynsla sé komin á ferlið. Þó sé ljóst að afkastageta veirufræðideildar sé í hámarki og sýnatökur síðustu daga verið fleiri en deildin nær að sinna með góðu móti. Því hafi Íslensk erfðagreining boðist til að taka hluta þessara sýna og létta á deildinni þar til afkastagetan eykst. Vonir standa til að hún aukist eitthvað síðar í mánuðinum en ekki að verulegu leyti fyrr en í október, nóvember. Þórólfur sagðist að sama skapi ekki gera ráð fyrir öðru en að Landspítalinn myndi þekkjast boð Íslenskrar erfðagreiningar. Fyrirtækið hefur skimað 4400 einstaklinga innanlands í þessari síðari umferð veiruskimana og hafa fimm greinst sýktir. Íslensk erfðagreining muni halda áfram að skima. Í minnisblaði sínu segist Þórólfur jafnframt leggja til að halda áfram beitingu einangrunar, sóttkvíar og annarra samfélagslegra aðgerða. Minnisblaðið er hjá ráðherra og endanleg ákvörðun liggur þar. Þá telur Þórólfur nauðsynlegt að halda áfram skimunum í kringum þau tilfelli sem hafa verið að greinast. Að lokum hvetur hann alla til að viðhafa einstaklinsbundnar sóttvarnir og tveggja metra regluna.
Íslensk erfðagreining Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bein útsending: Upplýsingafundur vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar fyrir fjölmiðla klukkan 14 í dag í húsakynnum landlæknisembættisins að Katrínartúni í Reykjavík. 6. ágúst 2020 13:53 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Bein útsending: Upplýsingafundur vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar fyrir fjölmiðla klukkan 14 í dag í húsakynnum landlæknisembættisins að Katrínartúni í Reykjavík. 6. ágúst 2020 13:53