Þórólfur hefði viljað draga úr aðgengi ferðamanna að landinu hefði Íslensk erfðagreining ekki komið til hjálpar Birgir Olgeirsson skrifar 6. ágúst 2020 18:40 Íslensk erfðagreining ætlar að aðstoða Landspítalann við skimanir vegna mikils álags. Sóttvarnalæknir hefði lagt til að dregið yrði úr aðgengi ferðamanna að Íslandi hefði fyrirtækið ekki hlaupið undir bagga. Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir stöðu faraldursins ógnvekjandi. Sóttvarnalæknir hefur skilað minnisblaði til heilbrigðisráðherra þar sem hann leggur til að farþegar verði skimaðir áfram á Landamærunum. Afkastageta veirufræðideildar Landspítalans er í hámarki. Íslensk erfðagreining mun taka hluta sýnanna og létta á deildinni þar til afkastagetan eykst í október. „Það þýðir að það verður hægt að anna þeim fjölda ferðamanna sem er að koma til landsins ef það verður ekki veruleg aukning,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Ef Íslensk erfðagreining hefði ekki stigið inni hefðu aðeins tvær leiðir verið í stöðunni. „Þá hefði annað hvort þurft að minnka aðgengi að Íslandi eða auka skimunargetuna á landamærunum,“ segir Þórólfur. Hefði Íslensk erfðagreining ekki hlaupið undir bagga hefði þá þurft að stiga einhver skref til baka varðandi skimanir á landamærunum? „Ég veit það ekki, mínar tillögur hefðu hljóðað þannig en síðan er það ráðamanna að ákveða hvað verður gert,“ segir Þórólfur. Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir fyrirtækið ætla að létta undir eins og hægt er. Fyrirtækið geti unnið úr 5.000 sýnum á dag en meta þurfi þörfina. „Síðan er það hitt, hvernig mun þessi faraldur þróast núna. Því mér finnst þetta persónulega svolítið ógnvekjandi. Við erum komin með 28 einstaklinga sem ekki hafa verið tengdir saman sem hafa smitast af veirunni með sama stökkbreytingamynstrið,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Þessar hópsýkingar gætu þróast í meiriháttar faraldur eða horfið að mati Kára. Sú þróun muni ráða þörfinni. Kári býst ekki við að fyrirtækið þurfi að aðstoða Landspítalann lengi. „Við getum lánað aðstöðu og tæki og svolítinn mannskap en þetta kemur til með að verða áfram verkefni Landspítalans.“ Fjórir greindust með veiruna innanlands í gær. 97 eru nú í einangrun og 795 í sóttkví. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Sjá meira
Íslensk erfðagreining ætlar að aðstoða Landspítalann við skimanir vegna mikils álags. Sóttvarnalæknir hefði lagt til að dregið yrði úr aðgengi ferðamanna að Íslandi hefði fyrirtækið ekki hlaupið undir bagga. Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir stöðu faraldursins ógnvekjandi. Sóttvarnalæknir hefur skilað minnisblaði til heilbrigðisráðherra þar sem hann leggur til að farþegar verði skimaðir áfram á Landamærunum. Afkastageta veirufræðideildar Landspítalans er í hámarki. Íslensk erfðagreining mun taka hluta sýnanna og létta á deildinni þar til afkastagetan eykst í október. „Það þýðir að það verður hægt að anna þeim fjölda ferðamanna sem er að koma til landsins ef það verður ekki veruleg aukning,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Ef Íslensk erfðagreining hefði ekki stigið inni hefðu aðeins tvær leiðir verið í stöðunni. „Þá hefði annað hvort þurft að minnka aðgengi að Íslandi eða auka skimunargetuna á landamærunum,“ segir Þórólfur. Hefði Íslensk erfðagreining ekki hlaupið undir bagga hefði þá þurft að stiga einhver skref til baka varðandi skimanir á landamærunum? „Ég veit það ekki, mínar tillögur hefðu hljóðað þannig en síðan er það ráðamanna að ákveða hvað verður gert,“ segir Þórólfur. Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir fyrirtækið ætla að létta undir eins og hægt er. Fyrirtækið geti unnið úr 5.000 sýnum á dag en meta þurfi þörfina. „Síðan er það hitt, hvernig mun þessi faraldur þróast núna. Því mér finnst þetta persónulega svolítið ógnvekjandi. Við erum komin með 28 einstaklinga sem ekki hafa verið tengdir saman sem hafa smitast af veirunni með sama stökkbreytingamynstrið,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Þessar hópsýkingar gætu þróast í meiriháttar faraldur eða horfið að mati Kára. Sú þróun muni ráða þörfinni. Kári býst ekki við að fyrirtækið þurfi að aðstoða Landspítalann lengi. „Við getum lánað aðstöðu og tæki og svolítinn mannskap en þetta kemur til með að verða áfram verkefni Landspítalans.“ Fjórir greindust með veiruna innanlands í gær. 97 eru nú í einangrun og 795 í sóttkví.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Sjá meira