Endurskoða orðalag tveggja metra reglunnar í fyrramálið Sylvía Hall skrifar 6. ágúst 2020 20:21 Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir orðalagið vera nokkuð strangt. Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir eðlilegt að fólk sem hittist reglulega hafi minna en tveggja metra fjarlægð á milli sín. Þó sé mikilvægt að fólk fari gætilega og sé ekki að „bæta inn í þann hóp“ um of. Í viðtali við Reykjavík síðdegis sagði Rögnvaldur orðalag reglunnar heldur strangt og það væri eitthvað sem þyrfti að skoða. Jóhann K. Jóhannsson, samskiptastjóri hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, staðfestir í samtali við Vísi að stýrihópur mundi funda um málið í fyrramálið. Undanfarna daga hefur lögregla heimsótt veitingahús og matsölustaði til þess að kanna hvort tveggja metra reglunni sé fylgt líkt og gert var í vor. Greint var frá því í dag að mörgum lögreglumönnum þætti reglan nokkuð óskýr og sagði Rögnvaldur á upplýsingafundi almannavarna að orðalagið væri „kannski ekki alveg nógu heppilegt“. Fólk sem væri í „sama sóttvarnahólfi“ og í mikilli nálægð dagsdaglega væri almennt minna í því að viðhalda fjarlægðarmörkum. Í auglýsingu um samkomutakmarkanir er reglan afmörkuð sérstaklega í fjórðu grein. Þar segir að reglunni skuli ávallt framfylgt en undantekningar eru gerðar fyrir fólk sem deilir heimili og það sama á við um starfsemi sem krefst frekari nálægðar, en þar er þó gerð krafa um grímunotkun. „Á samkomum, öllum vinnustöðum og í allri annarri starfsemi […] skal tryggja að hægt sé að hafa a.m.k. 2 metra á milli einstaklinga sem ekki deila heimili. Í starfsemi sem eðlis síns vegna krefst meiri nálægðar en kveðið er á um í 1. mgr., svo sem í heilbrigðisþjónustu, á hárgreiðslustofum, nuddstofum og í almenningssamgöngum, skal nota andlitsgrímu sem hylur nef og munn þar sem fjarlægð milli einstaklinga verður ekki viðkomið,“ segir í auglýsingunni. Jóhann K. Jóhannsson, samskiptastjóri hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir reglur og tilmæli vera stöðugt til endurskoðunar, enda sé nauðsynlegt að skilaboðin skili sér með skýrum hætti. „Það er áríðandi að skilaboð sem við sendum frá okkur séu skýr. Eitt af því er meðal annars tveggja metra reglan. Stýrihópur kemur saman til fundar í fyrramálið þar sem þetta verður meðal annars rætt og þá hvort það sé eitthvað sem þurfi að breyta eða laga sem geri hlutina skýrari", segir Jóhann K. Jóhannsson. Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Skólastjórnendur útfæra skólahald: Áhersla lögð á móttöku nýnema Útlit er fyrir að kennsla í framhalds- og háskólum verði að stórum hluta með rafrænum hætti í vetur. Rektor Háskóla Íslands leggur áherslu á aukinn fjárstuðning frá ríkinu ef breyttu skólahaldi fylgir aukinn kostnaður. 6. ágúst 2020 20:02 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir eðlilegt að fólk sem hittist reglulega hafi minna en tveggja metra fjarlægð á milli sín. Þó sé mikilvægt að fólk fari gætilega og sé ekki að „bæta inn í þann hóp“ um of. Í viðtali við Reykjavík síðdegis sagði Rögnvaldur orðalag reglunnar heldur strangt og það væri eitthvað sem þyrfti að skoða. Jóhann K. Jóhannsson, samskiptastjóri hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, staðfestir í samtali við Vísi að stýrihópur mundi funda um málið í fyrramálið. Undanfarna daga hefur lögregla heimsótt veitingahús og matsölustaði til þess að kanna hvort tveggja metra reglunni sé fylgt líkt og gert var í vor. Greint var frá því í dag að mörgum lögreglumönnum þætti reglan nokkuð óskýr og sagði Rögnvaldur á upplýsingafundi almannavarna að orðalagið væri „kannski ekki alveg nógu heppilegt“. Fólk sem væri í „sama sóttvarnahólfi“ og í mikilli nálægð dagsdaglega væri almennt minna í því að viðhalda fjarlægðarmörkum. Í auglýsingu um samkomutakmarkanir er reglan afmörkuð sérstaklega í fjórðu grein. Þar segir að reglunni skuli ávallt framfylgt en undantekningar eru gerðar fyrir fólk sem deilir heimili og það sama á við um starfsemi sem krefst frekari nálægðar, en þar er þó gerð krafa um grímunotkun. „Á samkomum, öllum vinnustöðum og í allri annarri starfsemi […] skal tryggja að hægt sé að hafa a.m.k. 2 metra á milli einstaklinga sem ekki deila heimili. Í starfsemi sem eðlis síns vegna krefst meiri nálægðar en kveðið er á um í 1. mgr., svo sem í heilbrigðisþjónustu, á hárgreiðslustofum, nuddstofum og í almenningssamgöngum, skal nota andlitsgrímu sem hylur nef og munn þar sem fjarlægð milli einstaklinga verður ekki viðkomið,“ segir í auglýsingunni. Jóhann K. Jóhannsson, samskiptastjóri hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir reglur og tilmæli vera stöðugt til endurskoðunar, enda sé nauðsynlegt að skilaboðin skili sér með skýrum hætti. „Það er áríðandi að skilaboð sem við sendum frá okkur séu skýr. Eitt af því er meðal annars tveggja metra reglan. Stýrihópur kemur saman til fundar í fyrramálið þar sem þetta verður meðal annars rætt og þá hvort það sé eitthvað sem þurfi að breyta eða laga sem geri hlutina skýrari", segir Jóhann K. Jóhannsson.
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Skólastjórnendur útfæra skólahald: Áhersla lögð á móttöku nýnema Útlit er fyrir að kennsla í framhalds- og háskólum verði að stórum hluta með rafrænum hætti í vetur. Rektor Háskóla Íslands leggur áherslu á aukinn fjárstuðning frá ríkinu ef breyttu skólahaldi fylgir aukinn kostnaður. 6. ágúst 2020 20:02 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Skólastjórnendur útfæra skólahald: Áhersla lögð á móttöku nýnema Útlit er fyrir að kennsla í framhalds- og háskólum verði að stórum hluta með rafrænum hætti í vetur. Rektor Háskóla Íslands leggur áherslu á aukinn fjárstuðning frá ríkinu ef breyttu skólahaldi fylgir aukinn kostnaður. 6. ágúst 2020 20:02