„Fólk þekkir alveg hvað þessi veira getur gert“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. ágúst 2020 13:39 Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja, segir stöðuna grafalvarlega. Vísir/Jóhann Aðgerðastjórn í Vestmannaeyjum var virkjuð í morgun vegna þess að fjörutíu og átta íbúar í Eyjum eru nú í sóttkví. Einstaklingar sem heimsóttu Vestmannaeyjar um verslunarmannahelgina hafa greinst með Covid-19 og vinnur smitrakningateymið nú að því að rekja ferðir hinna smituðu. Enn hefur ekkert smit verið staðfest í Eyjum. Jóhannes Ólafsson yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum segir fólk eðlilega í áfalli. „Eðlilega er það, alls staðar þar sem þetta kemur upp er það áfall en þetta er það sem menn geta búist við og var búið að vara við að geti komið upp hvar sem er, önnur bylgja kæmi og við verðum bara að takast á við það. Við munum gera það bara með svipuðum hætti og áður.“ Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, tekur undir það. „Veiran er komin aftur af stað og það er búið að sannast, þetta er stærsti dagurinn síðan í apríl í innanlandssmitum. Auðvitað fer um fólk, við auðvitað vorum í mjög erfiðri stöðu í vetur, það var hópsýking í Vestmannaeyjum þá þannig að fólk þekkir alveg hvað þessi veira getur gert. Við tökum því mjög alvarlega að þetta sé komið af stað aftur.“ Aðgerðastjórnin var virkjuð í morgun og að sögn Írisar verður fundað eftir þörfum fyrstu dagana. Framhaldið muni ráðast enda breytist aðstæður hratt. Íris ítrekar að fólk þurfi að gæta að persónulegum smitvörnum og virða tveggja metra regluna. „Staðan er alvarleg og við þurfum öll að hjálpast að.“ Hvort grípa þurfi til hertra aðgerða muni koma í ljós en búið sé að grípa til hertara aðgerða á hjúkrunarheimilinu eins og annars staðar á landinu. Verið sé að fara yfir alla ferla í tengslum við leikskóla- og skólahald en grunnskólahald hefst þegar líður á mánuðinn. Eftir eigi að koma í ljós hvort gripið verði til hertari aðgerða. „Aðgerðastjórn er búin að funda núna í dag og síðan verður bara séð hvernig framhaldið verður. Það á bara eftir að koma í ljós. Það hefur enn ekki komið upp staðfest smit hjá þeim sem hér búa en það á eftir að koma í ljós ef svo verður,“ segir Jóhannes. „Við munum taka stöðuna í hvert sinn sem eitthvað mál kemur upp. Við munum bara taka á þessu sem er núna, fólki sem er í sóttkví og aðstoða það eftir föngum ef á þarf að halda. Fáum Rauða krossinn með okkur í það ef það þarf aðstoð þetta fólk. Þannig að við munum bara vinna þetta mál eins og við höfum gert áður.“ Vestmannaeyjar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tugir í sóttkví í Vestmannaeyjum eftir gestakomur um verslunarmannahelgina Einstaklingar sem heimsóttu Vestmannaeyjar um verslunarmannahelgina hafa greinst með Covid-19, sjúkdóminn sem kórónuveiran veldur. 7. ágúst 2020 10:43 „Slöpp“ helgi í þjóðhátíðarlausum Eyjum Fátt er nú um aðkomufólk í Vestmanneyjum í byrjun verslunarmannahelgar sem væri alla jafna stærsta hátíð ársins þar. Yfirlögregluþjónn segir að hvað mannfjölda varðar sé helgin „slöpp“ í samanburði við aðrar í sumar. 1. ágúst 2020 10:56 Eyjamenn gagnrýna meintan flutning Ólafs Helga til Eyja „Það liggur auðvitað í hlutarins eðli að sé lögreglustjóri óhæfur til að sinna sínu embætti á Suðurnesjum er hann jafn óhæfur til að sinna því í Vestmannaeyjum.“ 28. júlí 2020 23:55 Mest lesið „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Erlent Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Fréttir Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Fleiri fréttir Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Sjá meira
Aðgerðastjórn í Vestmannaeyjum var virkjuð í morgun vegna þess að fjörutíu og átta íbúar í Eyjum eru nú í sóttkví. Einstaklingar sem heimsóttu Vestmannaeyjar um verslunarmannahelgina hafa greinst með Covid-19 og vinnur smitrakningateymið nú að því að rekja ferðir hinna smituðu. Enn hefur ekkert smit verið staðfest í Eyjum. Jóhannes Ólafsson yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum segir fólk eðlilega í áfalli. „Eðlilega er það, alls staðar þar sem þetta kemur upp er það áfall en þetta er það sem menn geta búist við og var búið að vara við að geti komið upp hvar sem er, önnur bylgja kæmi og við verðum bara að takast á við það. Við munum gera það bara með svipuðum hætti og áður.“ Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, tekur undir það. „Veiran er komin aftur af stað og það er búið að sannast, þetta er stærsti dagurinn síðan í apríl í innanlandssmitum. Auðvitað fer um fólk, við auðvitað vorum í mjög erfiðri stöðu í vetur, það var hópsýking í Vestmannaeyjum þá þannig að fólk þekkir alveg hvað þessi veira getur gert. Við tökum því mjög alvarlega að þetta sé komið af stað aftur.“ Aðgerðastjórnin var virkjuð í morgun og að sögn Írisar verður fundað eftir þörfum fyrstu dagana. Framhaldið muni ráðast enda breytist aðstæður hratt. Íris ítrekar að fólk þurfi að gæta að persónulegum smitvörnum og virða tveggja metra regluna. „Staðan er alvarleg og við þurfum öll að hjálpast að.“ Hvort grípa þurfi til hertra aðgerða muni koma í ljós en búið sé að grípa til hertara aðgerða á hjúkrunarheimilinu eins og annars staðar á landinu. Verið sé að fara yfir alla ferla í tengslum við leikskóla- og skólahald en grunnskólahald hefst þegar líður á mánuðinn. Eftir eigi að koma í ljós hvort gripið verði til hertari aðgerða. „Aðgerðastjórn er búin að funda núna í dag og síðan verður bara séð hvernig framhaldið verður. Það á bara eftir að koma í ljós. Það hefur enn ekki komið upp staðfest smit hjá þeim sem hér búa en það á eftir að koma í ljós ef svo verður,“ segir Jóhannes. „Við munum taka stöðuna í hvert sinn sem eitthvað mál kemur upp. Við munum bara taka á þessu sem er núna, fólki sem er í sóttkví og aðstoða það eftir föngum ef á þarf að halda. Fáum Rauða krossinn með okkur í það ef það þarf aðstoð þetta fólk. Þannig að við munum bara vinna þetta mál eins og við höfum gert áður.“
Vestmannaeyjar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tugir í sóttkví í Vestmannaeyjum eftir gestakomur um verslunarmannahelgina Einstaklingar sem heimsóttu Vestmannaeyjar um verslunarmannahelgina hafa greinst með Covid-19, sjúkdóminn sem kórónuveiran veldur. 7. ágúst 2020 10:43 „Slöpp“ helgi í þjóðhátíðarlausum Eyjum Fátt er nú um aðkomufólk í Vestmanneyjum í byrjun verslunarmannahelgar sem væri alla jafna stærsta hátíð ársins þar. Yfirlögregluþjónn segir að hvað mannfjölda varðar sé helgin „slöpp“ í samanburði við aðrar í sumar. 1. ágúst 2020 10:56 Eyjamenn gagnrýna meintan flutning Ólafs Helga til Eyja „Það liggur auðvitað í hlutarins eðli að sé lögreglustjóri óhæfur til að sinna sínu embætti á Suðurnesjum er hann jafn óhæfur til að sinna því í Vestmannaeyjum.“ 28. júlí 2020 23:55 Mest lesið „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Erlent Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Fréttir Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Fleiri fréttir Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Sjá meira
Tugir í sóttkví í Vestmannaeyjum eftir gestakomur um verslunarmannahelgina Einstaklingar sem heimsóttu Vestmannaeyjar um verslunarmannahelgina hafa greinst með Covid-19, sjúkdóminn sem kórónuveiran veldur. 7. ágúst 2020 10:43
„Slöpp“ helgi í þjóðhátíðarlausum Eyjum Fátt er nú um aðkomufólk í Vestmanneyjum í byrjun verslunarmannahelgar sem væri alla jafna stærsta hátíð ársins þar. Yfirlögregluþjónn segir að hvað mannfjölda varðar sé helgin „slöpp“ í samanburði við aðrar í sumar. 1. ágúst 2020 10:56
Eyjamenn gagnrýna meintan flutning Ólafs Helga til Eyja „Það liggur auðvitað í hlutarins eðli að sé lögreglustjóri óhæfur til að sinna sínu embætti á Suðurnesjum er hann jafn óhæfur til að sinna því í Vestmannaeyjum.“ 28. júlí 2020 23:55
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“