Tölunum svipar til þess þegar faraldurinn fór fyrst á flug Sylvía Hall skrifar 7. ágúst 2020 20:03 Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands. Almannavarnir Teymið sem vinnur að spálíkani fyrir kórónuveirufaraldurinn ákvað að bíða aðeins með að gefa út spá eftir tíðindi dagsins. Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði, segir tölurnar hafa komið verulega á óvart en hann búist alveg eins við því að fleiri smit tengd verslunarmannahelginni komi upp. „Það eru sveiflur og kannski á eitthvað meira eftir að skila sér inn eftir verslunarmannahelgina, þannig ég ætla að vera varkár núna og vona það besta en ætla ekki að slá neinu föstu – ég hef áhyggjur af verslunarmannahelginni,“ sagði Thor í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag. Hann heldur að verslunarmannahelgin hafi komið á óheppilegum tímapunkti með tilliti til faraldursins og því miður hafi verið „aðeins of óvarlega farið“. Í stað þess að gefa út spálíkan á næstu dögum var ákveðið að birta öðruvísi yfirlit og því hægt að skoða samanburð á covid.hi.is. Hann segir sambærileg „stökk“ í fjölda smita hafa orðið í fyrstu bylgju faraldursins, en þá var það upphafið af enn fleiri staðfestum tilfellum. Því sé hann órólegur yfir þeim fjölda sem reynist jákvæður í sýnatöku. „Við sjáum brattan halla í vextinum, hann er alveg næstum því á pari – kannski aðeins lægri. Svo miðað við gögnin, hvernig smitin eru að dreifast og svona, þá virðist hinn svokallaði smitstuðull vera á svipuðu róli,“ segir Thor en smitstuðull segir til um hversu margir smitast út frá hverjum einstakling. Samkomutakmarkanir skila árangri Að sögn Thors munu næstu fjórir dagar skera úr um næstu skref yfirvalda í faraldrinum. Því gæti legið fyrir á þriðjudag hvernig faraldurinn mun þróast með tilliti til spálíkans og telur hann líklegt að staðan verði tekin á miðvikudag. „Það væri ekkert óeðlilegt að taka stöðuna á miðvikudeginum og setja spána í loftið á föstudeginum. Þá getum við áttað okkur á því hvað þetta tekur langan tíma og hvenær þetta mun toppa o.s.frv.“ Hann segir ljóst að samkomutakmarkanir hafa gríðarleg áhrif á fyrrnefndan smitstuðul og því sé hægt að takmarka frekara smit með því að grípa til hertra aðgerða. Til að mynda hafi orðið stór viðsnúningur á þegar hundrað manna samkomubann var sett á í vor og enn frekari þegar hámarksfjöldi var lækkaður í tuttugu. „Þetta tekur svona viku. Þetta eru alveg mjög öflugar aðgerðir þannig það getur vel verið að ef við sjáum t.d. næstu fjóra daga að þetta heldur áfram, þá verður fólk að átta sig á því að við þurfum að fara í 20 manna samkomubannið aftur. Þá virkar þetta, það náðist niður síðast.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Einn sexmenninganna í Eyjum sá sem er í öndunarvél Einstaklingur á fertugsaldri sem er í öndunarvél á gjörgæslu vegna kórónuveirusmits var einn þeirra sex sem greindust smitaðir í gær og höfðu verið í Vestmannaeyjum yfir verslunarmannahelgina. 7. ágúst 2020 18:39 Skikkuð í sóttkví í þriðja skiptið Knattspyrnukonan Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir er á leið í sóttkví í þriðja skiptið frá því að faraldurinn hófst. 7. ágúst 2020 16:39 Fóru öll á veitingastað í miðbænum og smituðust Búið er að rekja uppruna annarrar hópsýkingar af tveimur sem komu upp hér á landi í síðasta mánuði. 7. ágúst 2020 15:31 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Sjá meira
Teymið sem vinnur að spálíkani fyrir kórónuveirufaraldurinn ákvað að bíða aðeins með að gefa út spá eftir tíðindi dagsins. Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði, segir tölurnar hafa komið verulega á óvart en hann búist alveg eins við því að fleiri smit tengd verslunarmannahelginni komi upp. „Það eru sveiflur og kannski á eitthvað meira eftir að skila sér inn eftir verslunarmannahelgina, þannig ég ætla að vera varkár núna og vona það besta en ætla ekki að slá neinu föstu – ég hef áhyggjur af verslunarmannahelginni,“ sagði Thor í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag. Hann heldur að verslunarmannahelgin hafi komið á óheppilegum tímapunkti með tilliti til faraldursins og því miður hafi verið „aðeins of óvarlega farið“. Í stað þess að gefa út spálíkan á næstu dögum var ákveðið að birta öðruvísi yfirlit og því hægt að skoða samanburð á covid.hi.is. Hann segir sambærileg „stökk“ í fjölda smita hafa orðið í fyrstu bylgju faraldursins, en þá var það upphafið af enn fleiri staðfestum tilfellum. Því sé hann órólegur yfir þeim fjölda sem reynist jákvæður í sýnatöku. „Við sjáum brattan halla í vextinum, hann er alveg næstum því á pari – kannski aðeins lægri. Svo miðað við gögnin, hvernig smitin eru að dreifast og svona, þá virðist hinn svokallaði smitstuðull vera á svipuðu róli,“ segir Thor en smitstuðull segir til um hversu margir smitast út frá hverjum einstakling. Samkomutakmarkanir skila árangri Að sögn Thors munu næstu fjórir dagar skera úr um næstu skref yfirvalda í faraldrinum. Því gæti legið fyrir á þriðjudag hvernig faraldurinn mun þróast með tilliti til spálíkans og telur hann líklegt að staðan verði tekin á miðvikudag. „Það væri ekkert óeðlilegt að taka stöðuna á miðvikudeginum og setja spána í loftið á föstudeginum. Þá getum við áttað okkur á því hvað þetta tekur langan tíma og hvenær þetta mun toppa o.s.frv.“ Hann segir ljóst að samkomutakmarkanir hafa gríðarleg áhrif á fyrrnefndan smitstuðul og því sé hægt að takmarka frekara smit með því að grípa til hertra aðgerða. Til að mynda hafi orðið stór viðsnúningur á þegar hundrað manna samkomubann var sett á í vor og enn frekari þegar hámarksfjöldi var lækkaður í tuttugu. „Þetta tekur svona viku. Þetta eru alveg mjög öflugar aðgerðir þannig það getur vel verið að ef við sjáum t.d. næstu fjóra daga að þetta heldur áfram, þá verður fólk að átta sig á því að við þurfum að fara í 20 manna samkomubannið aftur. Þá virkar þetta, það náðist niður síðast.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Einn sexmenninganna í Eyjum sá sem er í öndunarvél Einstaklingur á fertugsaldri sem er í öndunarvél á gjörgæslu vegna kórónuveirusmits var einn þeirra sex sem greindust smitaðir í gær og höfðu verið í Vestmannaeyjum yfir verslunarmannahelgina. 7. ágúst 2020 18:39 Skikkuð í sóttkví í þriðja skiptið Knattspyrnukonan Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir er á leið í sóttkví í þriðja skiptið frá því að faraldurinn hófst. 7. ágúst 2020 16:39 Fóru öll á veitingastað í miðbænum og smituðust Búið er að rekja uppruna annarrar hópsýkingar af tveimur sem komu upp hér á landi í síðasta mánuði. 7. ágúst 2020 15:31 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Sjá meira
Einn sexmenninganna í Eyjum sá sem er í öndunarvél Einstaklingur á fertugsaldri sem er í öndunarvél á gjörgæslu vegna kórónuveirusmits var einn þeirra sex sem greindust smitaðir í gær og höfðu verið í Vestmannaeyjum yfir verslunarmannahelgina. 7. ágúst 2020 18:39
Skikkuð í sóttkví í þriðja skiptið Knattspyrnukonan Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir er á leið í sóttkví í þriðja skiptið frá því að faraldurinn hófst. 7. ágúst 2020 16:39
Fóru öll á veitingastað í miðbænum og smituðust Búið er að rekja uppruna annarrar hópsýkingar af tveimur sem komu upp hér á landi í síðasta mánuði. 7. ágúst 2020 15:31
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent