22 punda lax úr Þverá í Borgarfirði Karl Lúðvíksson skrifar 8. ágúst 2020 09:16 Auðunn með leiðsögumannin Agli til vinstri og stórlaxinn sjálfur Þrátt fyrir að veiðitölur úr Þverá séu ekkert sérstakar koma samt sem áður ógleymanleg augnablik úr ánni. Það liggja stórlaxar víða og þegar þeir stökkva á fluguna hefst oft barátta sem tekur á taugar og útsjónarsemi veiðimannsins. Þetta fékk Auðunn Sigurðsson að reyna þegar hann setti í og landaði 98 sm hæng í Þverá sem var mældur og vigtaður 22 pund. Ummálið var 48 sm sem segir mikið til um það hversu þykkur þessi flotti lax er og það sem af er sumri er þetta stærsti laxinn úr ánni. Baráttan tók 75 mínútur og eins og eftir viðureignir við stórlaxa fékk þessi frelsi að þeirri viðureign lokinni. Heildarveiðin í Þverá og Kjarrá stóð í 617 löxum síðasta miðvikudag sem er töluvert undir meðaltali. Síðsumarsveiðin í ánni er oft ansi drjúg svo það verður spennandi að sjá hvernig veiðin verður í ágúst. Stangveiði Mest lesið Umsóknir í forúthlutun SVFR Veiði Opið hús hjá Kvennadeild SVFR í kvöld Veiði Eystri Rangá fer vel af stað Veiði Hítarvatn opnar um næstu helgi Veiði Laxinn mættur í Langá og Grímsá Veiði Helgarviðtal: Neyddur í skemmtilega laxveiðiá Veiði Ekki fyrir viðkvæma: Kind skelfilega illa leikin eftir dýrbít í Lundarreykjadal Veiði Veiðifélög mótmæla Þingvallanefnd Veiði Fyrsta Sportveiðiblað ársins komið út Veiði Blanda fer yfir 3000 laxa í dag Veiði
Þrátt fyrir að veiðitölur úr Þverá séu ekkert sérstakar koma samt sem áður ógleymanleg augnablik úr ánni. Það liggja stórlaxar víða og þegar þeir stökkva á fluguna hefst oft barátta sem tekur á taugar og útsjónarsemi veiðimannsins. Þetta fékk Auðunn Sigurðsson að reyna þegar hann setti í og landaði 98 sm hæng í Þverá sem var mældur og vigtaður 22 pund. Ummálið var 48 sm sem segir mikið til um það hversu þykkur þessi flotti lax er og það sem af er sumri er þetta stærsti laxinn úr ánni. Baráttan tók 75 mínútur og eins og eftir viðureignir við stórlaxa fékk þessi frelsi að þeirri viðureign lokinni. Heildarveiðin í Þverá og Kjarrá stóð í 617 löxum síðasta miðvikudag sem er töluvert undir meðaltali. Síðsumarsveiðin í ánni er oft ansi drjúg svo það verður spennandi að sjá hvernig veiðin verður í ágúst.
Stangveiði Mest lesið Umsóknir í forúthlutun SVFR Veiði Opið hús hjá Kvennadeild SVFR í kvöld Veiði Eystri Rangá fer vel af stað Veiði Hítarvatn opnar um næstu helgi Veiði Laxinn mættur í Langá og Grímsá Veiði Helgarviðtal: Neyddur í skemmtilega laxveiðiá Veiði Ekki fyrir viðkvæma: Kind skelfilega illa leikin eftir dýrbít í Lundarreykjadal Veiði Veiðifélög mótmæla Þingvallanefnd Veiði Fyrsta Sportveiðiblað ársins komið út Veiði Blanda fer yfir 3000 laxa í dag Veiði