Skiptir stærðin svona miklu máli? Karl Lúðvíksson skrifar 8. ágúst 2020 11:00 Hængur 92 sm Mynd: KL Það er fátt eins gaman og að setja ó stórlax sem tekist er á við og loksins eftir þá baráttu landað þar sem veiðimaðurinn nær mynd af sér með laxinum. Þegar laxinum er landað þarf að fara mjög varlega með hann. Ekki fara með hann upp á bakkann af það á að sleppa honum, bara alls ekki! Farðu með laxinn á grunnt lyngt vatn og mældu hann þar. Ef hann er mikið á hreyfingu skaltu láta hann liggja á bakinu í augnablik þá róast hann oft nægilega til þess að það sé hægt að mæla hann. Svo þegar það á að mynda hann, þá áttu EKKI að fara með hann upp á land. Krjúptu í ánni og fáðu makkerinn til að smella snöggri mynd og slepptu síðan laxinum. Það þarf ekki eina fyrir Facebook, aðra fyrir Instagram, já svo má ekki gleyma Snappinu, já eða Tik Tok. Taktu bara góða mynd og slepptu laxinum varlega en ekki bara renna honum í ánna. Hann þarf að jafna sig og það getur tekið smá stund. Hrygna 87 sm en það er erfitt að meta stærðina frá þessu sjónarhorniMynd: KL Maður myndi nú halda að þetta væri nóg en svo er víst ekki. Ef myndasmiðurinn er ekki góður þá sést bara hreinlega oft ekki vel hvað laxinn er langur og þykkur. Ef myndin heppnast ekki vel og er engu að síður sett á samfélagsmiðla byrjar oft alda gagnrýnenda að segja að hann geti nú ekki verið svona langur eða svona þungur og allt í einu eru allir veiðimenn sérfræðingar í mælingum og myndatöku. Það er ferlega leiðinlegt að lesa sumar athugasemdirnar á veiðimenn sem pósta kannski sínu stoltasta augnabliki í veiði, deila myndinni og þurfa svo að sitja undir þessu orðagljáfri. En að því sögðu þá er það heldur ekkert óþekkt að veiðimenn teygji oft aðeins á lengdinni sem er líka alveg óskiljanlegt. Hvort laxinn var 92 eða 98 sm á ekki að breyta neinu nema ego veiðimannsins sé þannig að það skipti máli. Viðureignin og sú upplifun sem þú átt við hana er ekkert verri þó laxinn nái ekki 100 sm. Veiði snýst um upplifun, að verða betri veiðimaður, njóta náttúru og góðs félagsskapar við það sem maður elskar að gera. Ef þú ert of upptekinn af stærðinni á laxinum ertu alveg að missa sjónar á því sem skiptir máli. Stangveiði Mest lesið Stórurriði sleit sig lausann við Elliðavatn í gærkvöldi Veiði 59 laxar úr Bíldsfelli Veiði Grálúsugir laxar í lok október Veiði Ellefu milljónir úr Veiðikortasjóði til rjúpnarannsókna Veiði Nýtt veiðihús klárt fyrir næsta sumar í Brynjudalsá Veiði Kröftugar göngur í Eystri Rangá Veiði SVFR leitar að mönnum til nefndarstarfa Veiði Fréttir úr Tungufljóti Veiði Dómsdagsspár um laxveiðina eiga ekki við rök að styðjast Veiði Líflegt við opnun Grímsár Veiði
Það er fátt eins gaman og að setja ó stórlax sem tekist er á við og loksins eftir þá baráttu landað þar sem veiðimaðurinn nær mynd af sér með laxinum. Þegar laxinum er landað þarf að fara mjög varlega með hann. Ekki fara með hann upp á bakkann af það á að sleppa honum, bara alls ekki! Farðu með laxinn á grunnt lyngt vatn og mældu hann þar. Ef hann er mikið á hreyfingu skaltu láta hann liggja á bakinu í augnablik þá róast hann oft nægilega til þess að það sé hægt að mæla hann. Svo þegar það á að mynda hann, þá áttu EKKI að fara með hann upp á land. Krjúptu í ánni og fáðu makkerinn til að smella snöggri mynd og slepptu síðan laxinum. Það þarf ekki eina fyrir Facebook, aðra fyrir Instagram, já svo má ekki gleyma Snappinu, já eða Tik Tok. Taktu bara góða mynd og slepptu laxinum varlega en ekki bara renna honum í ánna. Hann þarf að jafna sig og það getur tekið smá stund. Hrygna 87 sm en það er erfitt að meta stærðina frá þessu sjónarhorniMynd: KL Maður myndi nú halda að þetta væri nóg en svo er víst ekki. Ef myndasmiðurinn er ekki góður þá sést bara hreinlega oft ekki vel hvað laxinn er langur og þykkur. Ef myndin heppnast ekki vel og er engu að síður sett á samfélagsmiðla byrjar oft alda gagnrýnenda að segja að hann geti nú ekki verið svona langur eða svona þungur og allt í einu eru allir veiðimenn sérfræðingar í mælingum og myndatöku. Það er ferlega leiðinlegt að lesa sumar athugasemdirnar á veiðimenn sem pósta kannski sínu stoltasta augnabliki í veiði, deila myndinni og þurfa svo að sitja undir þessu orðagljáfri. En að því sögðu þá er það heldur ekkert óþekkt að veiðimenn teygji oft aðeins á lengdinni sem er líka alveg óskiljanlegt. Hvort laxinn var 92 eða 98 sm á ekki að breyta neinu nema ego veiðimannsins sé þannig að það skipti máli. Viðureignin og sú upplifun sem þú átt við hana er ekkert verri þó laxinn nái ekki 100 sm. Veiði snýst um upplifun, að verða betri veiðimaður, njóta náttúru og góðs félagsskapar við það sem maður elskar að gera. Ef þú ert of upptekinn af stærðinni á laxinum ertu alveg að missa sjónar á því sem skiptir máli.
Stangveiði Mest lesið Stórurriði sleit sig lausann við Elliðavatn í gærkvöldi Veiði 59 laxar úr Bíldsfelli Veiði Grálúsugir laxar í lok október Veiði Ellefu milljónir úr Veiðikortasjóði til rjúpnarannsókna Veiði Nýtt veiðihús klárt fyrir næsta sumar í Brynjudalsá Veiði Kröftugar göngur í Eystri Rangá Veiði SVFR leitar að mönnum til nefndarstarfa Veiði Fréttir úr Tungufljóti Veiði Dómsdagsspár um laxveiðina eiga ekki við rök að styðjast Veiði Líflegt við opnun Grímsár Veiði