Á fjórða tug starfsmanna Torgs hafa verið sendir í sóttkví eftir að smit greindist hjá starfsmanni fyrirtækisins. Tilkynnt var fyrr í vikunni að fréttastofa DV yrði send í sóttkví eftir að hafa setið fund með umræddum starfsmanni en eftir frekari greiningu smitrakningateymis almannavarna kom í ljós að fleiri starfsmenn þyrftu að fara í sóttkví.
Sóttkvínni lýkur á miðnætti þann 18. ágúst og eru starfsmennirnir sem eru í sóttkví úr öllum deildum félagsins, það er, fréttastofu Fréttablaðsins, DV, Hringbrautar og tengdra miðla. Þetta kemur fram á vef Fréttablaðsins.
Samkvæmt frétt þess verður ekki truflun á starfsemi Torgs þar sem starfsmenn sem eru í sóttkví, væði blaðamenn og aðrir, munu vinna heima. Fréttaflutningum á miðlum Torgs verður því óbreyttur á meðan á sóttkví starfsmannanna stendur.