Vísuðu á bug sögusögnum um erlenda vændiskonu Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. ágúst 2020 14:51 Þríeykið sést hér undirbúa sig fyrir fund dagsins. lögreglan Almannavarnir segja ekkert hæft í orðrómi þess efnis að kórónuveirutilfellið sem landsmenn fást nú við megi rekja til vændiskaupa. Sóttvarnalæknir segist hreinlega aldrei hafa heyrt á þennan orðróm minnst. Sú flökkusaga hefur verið á kreiki að það afbrigði veirunnar sem nú skýtur upp kollinum víða um land hafi borist hingað til lands með vændiskaupanda. Áður hefur komið fram að afbrigðið eigi ekki uppruna sinn í einu „öruggu landanna“ svokölluðu, en farþegar þaðan þurfa ekki að undirgangast skimun á landamærunum. Fréttamaður Ríkisútvarpsins vakti máls á orðrómnum á upplýsingafundi almannavarna í dag. Spurði Þríeykið hvort eitthvað væri hæft í þeim sögusögnum „að smitið sem nú er í gangi megi rekja til vændissölu erlendis frá. Hefur eitthvað slíkt komið fram við smitrakningu,“ spurði fréttamaður ríkismiðilsins. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn greip boltann á lofti. „Nei, þetta er saga sem við höfum alveg heyrt en það er enginn fótur fyrir því samkvæmt okkar vinnu. Þannig að nei, það er enginn fótur fyrir því.“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir kom af fjöllum og hristi höfuðið. „Ég hef ekki einu sinni heyrt þetta,“ sagði Þórólfur og Alma Möller landlæknir tók undir það. Tilslakanir voru í fyrirrúmi á fundi dagsins, eftir jákvæðar niðurstöður úr skimunum síðustu daga. Sóttvarnalæknir sagðist þannig ekki telja tilefni til að herða höft frekar á þessari stundu. Ennfremur segist Þórólfur hafa lagt fram nokkrar tillögur undir heilbrigðisráðherra um hvernig framtíðarfyrirkomulagi sóttvarnaaðgerða skuli háttað. Hann segist þó sjálfur þeirrar skoðunar að blanda af skimun og sóttkví sé áfram vænlegasti kosturinn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tilslakanir í kortunum Sóttvarnalæknir horfir til þess að slaka á höftum, fremur en að þau verði hert. 11. ágúst 2020 14:33 Bein útsending: Upplýsingafundur almannavarna Boðað hefur verið til upplýsingafundar í dag vegna kórónuveirufaraldursins. Fundurinn hefst klukkan 14.03 og verður hann í beinni útsendingu á Vísi, sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi og á Bylgjunni. 11. ágúst 2020 13:35 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Sjá meira
Almannavarnir segja ekkert hæft í orðrómi þess efnis að kórónuveirutilfellið sem landsmenn fást nú við megi rekja til vændiskaupa. Sóttvarnalæknir segist hreinlega aldrei hafa heyrt á þennan orðróm minnst. Sú flökkusaga hefur verið á kreiki að það afbrigði veirunnar sem nú skýtur upp kollinum víða um land hafi borist hingað til lands með vændiskaupanda. Áður hefur komið fram að afbrigðið eigi ekki uppruna sinn í einu „öruggu landanna“ svokölluðu, en farþegar þaðan þurfa ekki að undirgangast skimun á landamærunum. Fréttamaður Ríkisútvarpsins vakti máls á orðrómnum á upplýsingafundi almannavarna í dag. Spurði Þríeykið hvort eitthvað væri hæft í þeim sögusögnum „að smitið sem nú er í gangi megi rekja til vændissölu erlendis frá. Hefur eitthvað slíkt komið fram við smitrakningu,“ spurði fréttamaður ríkismiðilsins. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn greip boltann á lofti. „Nei, þetta er saga sem við höfum alveg heyrt en það er enginn fótur fyrir því samkvæmt okkar vinnu. Þannig að nei, það er enginn fótur fyrir því.“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir kom af fjöllum og hristi höfuðið. „Ég hef ekki einu sinni heyrt þetta,“ sagði Þórólfur og Alma Möller landlæknir tók undir það. Tilslakanir voru í fyrirrúmi á fundi dagsins, eftir jákvæðar niðurstöður úr skimunum síðustu daga. Sóttvarnalæknir sagðist þannig ekki telja tilefni til að herða höft frekar á þessari stundu. Ennfremur segist Þórólfur hafa lagt fram nokkrar tillögur undir heilbrigðisráðherra um hvernig framtíðarfyrirkomulagi sóttvarnaaðgerða skuli háttað. Hann segist þó sjálfur þeirrar skoðunar að blanda af skimun og sóttkví sé áfram vænlegasti kosturinn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tilslakanir í kortunum Sóttvarnalæknir horfir til þess að slaka á höftum, fremur en að þau verði hert. 11. ágúst 2020 14:33 Bein útsending: Upplýsingafundur almannavarna Boðað hefur verið til upplýsingafundar í dag vegna kórónuveirufaraldursins. Fundurinn hefst klukkan 14.03 og verður hann í beinni útsendingu á Vísi, sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi og á Bylgjunni. 11. ágúst 2020 13:35 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Sjá meira
Tilslakanir í kortunum Sóttvarnalæknir horfir til þess að slaka á höftum, fremur en að þau verði hert. 11. ágúst 2020 14:33
Bein útsending: Upplýsingafundur almannavarna Boðað hefur verið til upplýsingafundar í dag vegna kórónuveirufaraldursins. Fundurinn hefst klukkan 14.03 og verður hann í beinni útsendingu á Vísi, sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi og á Bylgjunni. 11. ágúst 2020 13:35