Samningaviðræður við ríkið um ríkisábyrgð standa yfir Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 12. ágúst 2020 20:00 Icelandair Group er á lokasprettinum í fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins. Samningaviðræður við ríkið standa nú yfir um lánalínu með ríkisábyrgð. Forsvarsmen Icelandair Group greindu frá því í gærkvöld að þeir hefðu lokið viðræðum við kröfuhafa félagsins og náð endanlegu samkomulagi við Boeing. Félagið hættir við kaup á fjórum flugvélum og afhendingu á sex vélum seinkað. „Í fyrsta lagi erum við að fækka pöntunum og minka þannig skuldbindingu félagsins og laga þá flotann að nýju umhverfi sem við erum í,“ sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Samkomulagið við Boeing felur einnig í sér bætur vegna tjóns sem Icelandair hefur orðið fyrir vegna kyrrsetningar MAX flugvélanna. Bogi segist ekki geta tjáð sig um upphæð bótanna. Nú veltur allt á því að afla nægilegs hlutafjár og klára samninga við ríkið. Samningaviðræður standa nú yfir um lánalínu með ríkisábyrgð. „Við erum búin að vera í þéttu samtali við stjórnvöld síðan þetta ástand hófst og það samtal gengur ágætlega,“ sagði Bogi. Hverjar eru kröfur ríkisins? „Eins og fram hefur komið hafa stjórnvöld gefið vilyrði fyrir því að ábyrgjast lánalínu að því gefnu að félaginu takist að safna nýju hlutafé og verkefið okkar snýst um það,“ sagði Bogi. Hvað þurfið þið að safna miklu hlutafé svo að ríkið veiti lánalínu með ríkisábyrgð? „Það er engin tala sem liggur fyrir hvað það varðar. Við erum að vinna með ákveðið módel og það mun koma í ljós á næstu dögum hvað við erum að stefna á í þessu samhengi.“ Á næstu dögum stendur til að birta kynningu með upplýsingum fyrir fjárfesta og þátttakendur í fyrirhuguðu hlutafjárútboði. „Við erum að stefna á að klára þetta í ágústmánuði og það er enn planið okkar,“ sagði Bogi. Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Lokaspretturinn eftir hjá Icelandair Forstjóri Icelandair Group segir að nú sé lokaspretturinn eftir í fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins 12. ágúst 2020 11:33 Hafa lokið samningum við Boeing og kröfuhafa Forsvarsmenn Icelandair Group hafa lokið viðræðum við kröfuhafa félagsins og náð endanlegu samkomulagi við Boeing vegna kyrrsetningar MAX flugvélanna. Samningaviðræður við ríkið um ríkisábyrgð standa yfir. 11. ágúst 2020 22:21 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Fleiri fréttir Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Sjá meira
Icelandair Group er á lokasprettinum í fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins. Samningaviðræður við ríkið standa nú yfir um lánalínu með ríkisábyrgð. Forsvarsmen Icelandair Group greindu frá því í gærkvöld að þeir hefðu lokið viðræðum við kröfuhafa félagsins og náð endanlegu samkomulagi við Boeing. Félagið hættir við kaup á fjórum flugvélum og afhendingu á sex vélum seinkað. „Í fyrsta lagi erum við að fækka pöntunum og minka þannig skuldbindingu félagsins og laga þá flotann að nýju umhverfi sem við erum í,“ sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Samkomulagið við Boeing felur einnig í sér bætur vegna tjóns sem Icelandair hefur orðið fyrir vegna kyrrsetningar MAX flugvélanna. Bogi segist ekki geta tjáð sig um upphæð bótanna. Nú veltur allt á því að afla nægilegs hlutafjár og klára samninga við ríkið. Samningaviðræður standa nú yfir um lánalínu með ríkisábyrgð. „Við erum búin að vera í þéttu samtali við stjórnvöld síðan þetta ástand hófst og það samtal gengur ágætlega,“ sagði Bogi. Hverjar eru kröfur ríkisins? „Eins og fram hefur komið hafa stjórnvöld gefið vilyrði fyrir því að ábyrgjast lánalínu að því gefnu að félaginu takist að safna nýju hlutafé og verkefið okkar snýst um það,“ sagði Bogi. Hvað þurfið þið að safna miklu hlutafé svo að ríkið veiti lánalínu með ríkisábyrgð? „Það er engin tala sem liggur fyrir hvað það varðar. Við erum að vinna með ákveðið módel og það mun koma í ljós á næstu dögum hvað við erum að stefna á í þessu samhengi.“ Á næstu dögum stendur til að birta kynningu með upplýsingum fyrir fjárfesta og þátttakendur í fyrirhuguðu hlutafjárútboði. „Við erum að stefna á að klára þetta í ágústmánuði og það er enn planið okkar,“ sagði Bogi.
Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Lokaspretturinn eftir hjá Icelandair Forstjóri Icelandair Group segir að nú sé lokaspretturinn eftir í fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins 12. ágúst 2020 11:33 Hafa lokið samningum við Boeing og kröfuhafa Forsvarsmenn Icelandair Group hafa lokið viðræðum við kröfuhafa félagsins og náð endanlegu samkomulagi við Boeing vegna kyrrsetningar MAX flugvélanna. Samningaviðræður við ríkið um ríkisábyrgð standa yfir. 11. ágúst 2020 22:21 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Fleiri fréttir Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Sjá meira
Lokaspretturinn eftir hjá Icelandair Forstjóri Icelandair Group segir að nú sé lokaspretturinn eftir í fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins 12. ágúst 2020 11:33
Hafa lokið samningum við Boeing og kröfuhafa Forsvarsmenn Icelandair Group hafa lokið viðræðum við kröfuhafa félagsins og náð endanlegu samkomulagi við Boeing vegna kyrrsetningar MAX flugvélanna. Samningaviðræður við ríkið um ríkisábyrgð standa yfir. 11. ágúst 2020 22:21