Engar breytingar varðandi landamærin að svo stöddu Sylvía Hall og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 12. ágúst 2020 22:23 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir aðgerðir á landamærunum ekki þurfa að haldast í hendur við aðgerðir innanlands. Vísir/Vilhelm Reglur um nálægðartakmörk í framhalds- og háskólum verða rýmkaðar en áfram mega að hámarki eitt hundrað koma saman samkvæmt nýjum reglum sem taka gildi á föstudag. Bera þarf grímu í strætó ef ferð varir í þrjátíu mínútur eða lengur. Engar breytingar verða gerðar að svo stöddu hvað varðar landamæri. Þær reglur sem nú gilda um samkomutakmarkanir falla úr gildi á miðnætti annað kvöld. Heilbrigðisráðuneytið kynnti í dag nýjar reglur sem taka gildi á föstudaginn sem byggja á tillögum sóttvarnalæknis til ráðherra. Áfram mega að hámarki hundrað koma saman og meginreglan um tveggja metra nálægðarmörk gildir áfram. Í framhalds- og háskólum verður heimilt að hafa einn metra á milli einstaklinga án þess að grímur séu notaðar. Þrátt fyrir tveggja metra regluna verða snertingar heimilar á milli íþróttafólks á æfingum og í keppnum. Að öðru leyti skal tveggja metra reglan gilda í búningsklefum og á öðrum svæðum utan keppni og æfinga. Þá hafa reglur um notkun andlitsgrímu verið skýrðar. Þær skal nota við aðstæður þar sem eðli starfssemi krefst meiri nálægðar milli einstaklinga en tveggja metra, og í almenningssamgöngum þar sem ferð varir í þrjátíu mínútur eða lengur. Áfram er áhersla lögð á einstaklingsbundnar sóttvarnir og almennar smitvarnir. Nýjar reglur gilda til 27. ágúst og varða aðeins aðgerðir innanlands, ekki ráðstafanir á landamærum. „Þetta fyrirkomulag, sem að hefur gefist ágætlega, það gildir til 15. september og hvort að stjórnvöld vilja grípa til einhverra breytinga eða breyta einhverju fyrir þann tíma, það get ég ekki sagt til um,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir um fyrirkomulagið á landamærum. Hann kveðst ekki líta svo á að aðgerðir á landamærum annars vegar og innanlands hins vegar, þurfi að haldast í hendur. „Þetta spilar á einhvern hátt saman en líka að öðru leyti þá er þetta óháð hvort öðru.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Níu útfærslur Þórólfs á aðgerðum á landamærunum Í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra leggur Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir fram níu valmöguleika þegar kemur að aðgerðum á landamærunum. 12. ágúst 2020 16:16 Ný auglýsing frá heilbrigðisráðherra vegna samkomutakmarkana væntanleg Búist er við að stjórnvöld greini frá því síðar í dag eða í fyrramálið hvert framhaldið verður hvað varðar samkomutakmarkanir og aðgerðir innanlands, eftir að núgildandi ráðstafanir renna úr gildi á miðnætti annað kvöld. 12. ágúst 2020 12:13 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Sjá meira
Reglur um nálægðartakmörk í framhalds- og háskólum verða rýmkaðar en áfram mega að hámarki eitt hundrað koma saman samkvæmt nýjum reglum sem taka gildi á föstudag. Bera þarf grímu í strætó ef ferð varir í þrjátíu mínútur eða lengur. Engar breytingar verða gerðar að svo stöddu hvað varðar landamæri. Þær reglur sem nú gilda um samkomutakmarkanir falla úr gildi á miðnætti annað kvöld. Heilbrigðisráðuneytið kynnti í dag nýjar reglur sem taka gildi á föstudaginn sem byggja á tillögum sóttvarnalæknis til ráðherra. Áfram mega að hámarki hundrað koma saman og meginreglan um tveggja metra nálægðarmörk gildir áfram. Í framhalds- og háskólum verður heimilt að hafa einn metra á milli einstaklinga án þess að grímur séu notaðar. Þrátt fyrir tveggja metra regluna verða snertingar heimilar á milli íþróttafólks á æfingum og í keppnum. Að öðru leyti skal tveggja metra reglan gilda í búningsklefum og á öðrum svæðum utan keppni og æfinga. Þá hafa reglur um notkun andlitsgrímu verið skýrðar. Þær skal nota við aðstæður þar sem eðli starfssemi krefst meiri nálægðar milli einstaklinga en tveggja metra, og í almenningssamgöngum þar sem ferð varir í þrjátíu mínútur eða lengur. Áfram er áhersla lögð á einstaklingsbundnar sóttvarnir og almennar smitvarnir. Nýjar reglur gilda til 27. ágúst og varða aðeins aðgerðir innanlands, ekki ráðstafanir á landamærum. „Þetta fyrirkomulag, sem að hefur gefist ágætlega, það gildir til 15. september og hvort að stjórnvöld vilja grípa til einhverra breytinga eða breyta einhverju fyrir þann tíma, það get ég ekki sagt til um,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir um fyrirkomulagið á landamærum. Hann kveðst ekki líta svo á að aðgerðir á landamærum annars vegar og innanlands hins vegar, þurfi að haldast í hendur. „Þetta spilar á einhvern hátt saman en líka að öðru leyti þá er þetta óháð hvort öðru.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Níu útfærslur Þórólfs á aðgerðum á landamærunum Í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra leggur Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir fram níu valmöguleika þegar kemur að aðgerðum á landamærunum. 12. ágúst 2020 16:16 Ný auglýsing frá heilbrigðisráðherra vegna samkomutakmarkana væntanleg Búist er við að stjórnvöld greini frá því síðar í dag eða í fyrramálið hvert framhaldið verður hvað varðar samkomutakmarkanir og aðgerðir innanlands, eftir að núgildandi ráðstafanir renna úr gildi á miðnætti annað kvöld. 12. ágúst 2020 12:13 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Sjá meira
Níu útfærslur Þórólfs á aðgerðum á landamærunum Í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra leggur Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir fram níu valmöguleika þegar kemur að aðgerðum á landamærunum. 12. ágúst 2020 16:16
Ný auglýsing frá heilbrigðisráðherra vegna samkomutakmarkana væntanleg Búist er við að stjórnvöld greini frá því síðar í dag eða í fyrramálið hvert framhaldið verður hvað varðar samkomutakmarkanir og aðgerðir innanlands, eftir að núgildandi ráðstafanir renna úr gildi á miðnætti annað kvöld. 12. ágúst 2020 12:13