Dómararnir í sjokki þegar Regína og Max voru send heim Sóley Guðmundsdóttir skrifar 10. janúar 2020 21:30 Úrslitin komu flestum á óvart Vísir/M. Flóvent Það mátti heyra saumnál detta þegar úrslitin réðust í Allir geta dansað í kvöld. Regína og Max voru send heim eftir glæsilega frammistöðu. Dómararnir voru orðlausir. Jóhann hafði þetta að segja um úrslitin: „Ég veit ekki alveg hvað ég á að segja og finnst þetta ekki sanngjarnt. Það er búið að vera unun að fylgjast með Regínu í þessu ferli". Karen tók undir hans orð og bætti við: „Svona er keppnin og maður verður að takast á við það". Selma var algjörlega í sjokki. „Á dauða mínum átti ég von á en ekki þessu. Er eiginlega brjáluð, mér fannst þau vera á topp þremur en svona er þegar símakosning er annars vegar. Þið getið gengið hnarreist frá borði, glæsileg frammistaða! Fyrirkomulagið í þáttunum er þannig að einkunnir dómara gilda helming á móti símakosningu. Regína og Max fengu samtals 25 í einkunn frá dómurum. Þau fengu níu frá Selmu, átta frá Jóhanni og átta frá Karenu. Þessi einkunn gaf þeim 5 stig sem þau tóku með sér í símakosninguna. Eftir að símakosningu lauk var ljóst að þau voru með fæst stig og voru því send heim. Til viðmiðunar voru Eyfi og Telma neðst eftir einkunnir dómara með 3 stig og Haffi Haff og Sophie efst með 7 stig. Manuela og Jón Eyþór voru næst neðst í kvöld og má því búast við því að þau muni æfa vel alla vikuna. Kveðjustund hjá Regínu og MaxVísir/M. Flóvent Allur ágóði af símakosningunni í kvöld rann í Minningarsjóð Einars Darra. Minningarsjóður Einars Darra stendur fyrir þjóðarátakinu ÉG Á BARA EITT LÍF og fræðslu og forvarnar verkefninu EITT LÍF. Hægt er að lesa nánar um minningarsjóðinn á heimasíðunni www.eittlif.is. Næsti þáttur, sem fer fram þann 17. janúar, verður með örlítið breyttu sniði. Tvö neðstu pörin úr samanlagðri símakosningu og einkunnum dómara munu há danseinvígi. Dómararnir eiga svo lokaorðið um hvort parið verður sent heim. Vísir var á staðnum og fylgdist með gangi mála.
Það mátti heyra saumnál detta þegar úrslitin réðust í Allir geta dansað í kvöld. Regína og Max voru send heim eftir glæsilega frammistöðu. Dómararnir voru orðlausir. Jóhann hafði þetta að segja um úrslitin: „Ég veit ekki alveg hvað ég á að segja og finnst þetta ekki sanngjarnt. Það er búið að vera unun að fylgjast með Regínu í þessu ferli". Karen tók undir hans orð og bætti við: „Svona er keppnin og maður verður að takast á við það". Selma var algjörlega í sjokki. „Á dauða mínum átti ég von á en ekki þessu. Er eiginlega brjáluð, mér fannst þau vera á topp þremur en svona er þegar símakosning er annars vegar. Þið getið gengið hnarreist frá borði, glæsileg frammistaða! Fyrirkomulagið í þáttunum er þannig að einkunnir dómara gilda helming á móti símakosningu. Regína og Max fengu samtals 25 í einkunn frá dómurum. Þau fengu níu frá Selmu, átta frá Jóhanni og átta frá Karenu. Þessi einkunn gaf þeim 5 stig sem þau tóku með sér í símakosninguna. Eftir að símakosningu lauk var ljóst að þau voru með fæst stig og voru því send heim. Til viðmiðunar voru Eyfi og Telma neðst eftir einkunnir dómara með 3 stig og Haffi Haff og Sophie efst með 7 stig. Manuela og Jón Eyþór voru næst neðst í kvöld og má því búast við því að þau muni æfa vel alla vikuna. Kveðjustund hjá Regínu og MaxVísir/M. Flóvent Allur ágóði af símakosningunni í kvöld rann í Minningarsjóð Einars Darra. Minningarsjóður Einars Darra stendur fyrir þjóðarátakinu ÉG Á BARA EITT LÍF og fræðslu og forvarnar verkefninu EITT LÍF. Hægt er að lesa nánar um minningarsjóðinn á heimasíðunni www.eittlif.is. Næsti þáttur, sem fer fram þann 17. janúar, verður með örlítið breyttu sniði. Tvö neðstu pörin úr samanlagðri símakosningu og einkunnum dómara munu há danseinvígi. Dómararnir eiga svo lokaorðið um hvort parið verður sent heim. Vísir var á staðnum og fylgdist með gangi mála.
Allir geta dansað Mest lesið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Bíó og sjónvarp Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Lífið Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Tíska og hönnun Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Lífið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Fleiri fréttir Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Sjá meira