Loka Hellisheiði, Þrengslum og Öxnadalsheiði vegna óveðurs Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. janúar 2020 18:10 Eins og sjá má á þessu korti Vegagerðarinnar eru leiðir til og frá höfuðborgarsvæðinu víða ófærar. vegagerðin Vegagerðin hefur lokað vegunum um Hellisheiði og Þrengsli vegna óveðursins sem nú gengur yfir landið. Þá er einnig búið að loka veginum um Öxnadalsheiði. Áður hafði vegunum um Holtavörðuheiði, Bröttubrekku, Mosfellsheiði, Lyngdalsheiði, Klettháls og Víkurskarð verið lokað auk vegarins um Þverárfjall. Ökumenn í vandræðum á Hellisheiði hafa óskað eftir aðstoð björgunarsveita samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg. Þá voru hátt í tuttugu bílar á Holtavörðuheiði þegar heiðinni var lokað síðdegis. Ökumenn þeirra lentu í vandræðum vegna ófærðar og voru tveir hópar af björgunarsveitum, alls fimmtán manns á fjórum bílum, kallaðir út til að aðstoða fólkið, annars vegar úr björgunarsveitinni Húna á Hvammstanga og hins vegar úr björgunarsveitinni Heiðar í Borgarfirði. Veðrið hefur einnig sett flugsamgöngur úr skorðum. Þannig aflýstu flugfélögin Icelandair, Easy Jet og Lufthans öllu flugi sínu til og frá Keflavíkurflugvelli síðdegis í dag. Icelandair ákvað jafnframt að aflýsa flugi sínu í fyrramálið. Flug Norwegian til Tenerife sem fara átti frá Keflavík upp úr klukkan 15:30 í dag hefur verið frestað til klukkan 20. Að því er fram kemur í frétt RÚV þurftu farþegar sem komu með þeirri vél frá Tenerife í dag þurftu að bíða í um tvo klukkutíma í vélinni þar sem ekki var hægt að hleypa þeim frá borði vegna hvassviðris. Þá er flug Wizz Air til Gdansk í kvöld einnig á áætlun samkvæmt vef Keflavíkurflugvallar.Fréttin var uppfærð klukkan 18:34. Samgöngur Veður Tengdar fréttir Vetrarfærð í flestum landshlutum og vegum lokað vegna veðurs Vetrarfærð er í flestum landshlutum og leiðinleg veðurspá seinni part dags um land allt. 7. janúar 2020 17:00 Stormur og hríð fylgja „djúpri og víðáttumikilli lægð“ Gular viðvaranir eru í gildi í öllum landshlutum og aftur er von á stormi á fimmtudag. 7. janúar 2020 06:55 Ökumenn í vandræðum á Holtavörðuheiði Ákveðið var að loka Holtavörðuheiðinni nú síðdegis. 7. janúar 2020 17:43 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Réðst á lögreglumann í miðbænum Sjá meira
Vegagerðin hefur lokað vegunum um Hellisheiði og Þrengsli vegna óveðursins sem nú gengur yfir landið. Þá er einnig búið að loka veginum um Öxnadalsheiði. Áður hafði vegunum um Holtavörðuheiði, Bröttubrekku, Mosfellsheiði, Lyngdalsheiði, Klettháls og Víkurskarð verið lokað auk vegarins um Þverárfjall. Ökumenn í vandræðum á Hellisheiði hafa óskað eftir aðstoð björgunarsveita samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg. Þá voru hátt í tuttugu bílar á Holtavörðuheiði þegar heiðinni var lokað síðdegis. Ökumenn þeirra lentu í vandræðum vegna ófærðar og voru tveir hópar af björgunarsveitum, alls fimmtán manns á fjórum bílum, kallaðir út til að aðstoða fólkið, annars vegar úr björgunarsveitinni Húna á Hvammstanga og hins vegar úr björgunarsveitinni Heiðar í Borgarfirði. Veðrið hefur einnig sett flugsamgöngur úr skorðum. Þannig aflýstu flugfélögin Icelandair, Easy Jet og Lufthans öllu flugi sínu til og frá Keflavíkurflugvelli síðdegis í dag. Icelandair ákvað jafnframt að aflýsa flugi sínu í fyrramálið. Flug Norwegian til Tenerife sem fara átti frá Keflavík upp úr klukkan 15:30 í dag hefur verið frestað til klukkan 20. Að því er fram kemur í frétt RÚV þurftu farþegar sem komu með þeirri vél frá Tenerife í dag þurftu að bíða í um tvo klukkutíma í vélinni þar sem ekki var hægt að hleypa þeim frá borði vegna hvassviðris. Þá er flug Wizz Air til Gdansk í kvöld einnig á áætlun samkvæmt vef Keflavíkurflugvallar.Fréttin var uppfærð klukkan 18:34.
Samgöngur Veður Tengdar fréttir Vetrarfærð í flestum landshlutum og vegum lokað vegna veðurs Vetrarfærð er í flestum landshlutum og leiðinleg veðurspá seinni part dags um land allt. 7. janúar 2020 17:00 Stormur og hríð fylgja „djúpri og víðáttumikilli lægð“ Gular viðvaranir eru í gildi í öllum landshlutum og aftur er von á stormi á fimmtudag. 7. janúar 2020 06:55 Ökumenn í vandræðum á Holtavörðuheiði Ákveðið var að loka Holtavörðuheiðinni nú síðdegis. 7. janúar 2020 17:43 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Réðst á lögreglumann í miðbænum Sjá meira
Vetrarfærð í flestum landshlutum og vegum lokað vegna veðurs Vetrarfærð er í flestum landshlutum og leiðinleg veðurspá seinni part dags um land allt. 7. janúar 2020 17:00
Stormur og hríð fylgja „djúpri og víðáttumikilli lægð“ Gular viðvaranir eru í gildi í öllum landshlutum og aftur er von á stormi á fimmtudag. 7. janúar 2020 06:55
Ökumenn í vandræðum á Holtavörðuheiði Ákveðið var að loka Holtavörðuheiðinni nú síðdegis. 7. janúar 2020 17:43