Djúp lægð sem gekk yfir landið í dag setti samgöngur úr skorðum. Innanlandsflugi og nær öllu flugi um Keflavíkurflugvöll var aflýst. Í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö hittum við meðal annars strandaglópa á flugvellinum og förum yfir hvers má vænta af veðrinu í framhaldinu.
Þar ræðum við líka við Ara Trausta Guðmundsson, formann Þingvallanefndar, vegna 20 milljóna króna bóta sem ríkislögmaður dæmdi Ólínu Þorvarðardóttur, eftir að gengið var framhjá henni við ráðningu þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum.
Þá kynnum við okkur fyrirhugaðan hótelturn í Reykjavík og áætlaðar samgönguframkvæmdir á Vestfjörðum auk þess sem við heimsækjum griðastað fyrir kengúrur, sem gróðureldarnir í Ástralíu ullu stórtjóni á.
Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18.30.
