Leikirnir sem beðið er eftir Samúel Karl Ólason skrifar 7. janúar 2020 08:45 Nokkuð er um útgáfur stórra og eftirsóttra leikja en endurgerðir spila sömuleiðis stóra rullu á árinu. Þótt síðasta ár hafi að einhverju leyti valdið vonbrigðum varðandi útgáfu tölvuleikja er útlit fyrir að árið sem nú er byrjað geri það alls ekki. Hér að neðan verður stiklað á stóru yfir nokkra af helstu leikjunum sem munu koma út á árinu. Þar að auki eru nokkrir sem er ekki víst að komi út á árinu. Eins og svo oft áður eru nokkrir leikir á listanum sem hafa verið fyrri listum og þá er vert að benda á að útgáfudagar eru að mörgu leyti ekki til staðar og geta breyst. Nokkuð er um útgáfur stórra og eftirsóttra leikja en endurgerðir spila sömuleiðis stóra rullu á árinu. Það eru þó án efa margir aðrir leikir en þeir sem koma fram hér sem fólk er spennt fyrir. Ef svo er mega lesendur endilega benda á þá í athugasemd. Warcraft 3 Reforged Forsvarsmenn Blizzard komu mörgum á óvart á Blizzcon 2018 þegar þeir tilkynntu að verið væri að endurgera Warcraft 3. Þó það hefði verið betra að fá Warcraft 4 er ólíklegt að slíkur leikur verði framleiddur á meðan World of Warcraft nýtur enn mikilla vinsælda. Leikurinn er upprunalega frá 2002 en Reforged mun innihalda aukapakkann Frozen Throne. Endurgerðin mun búa yfir endurbættir grafík og hreyfingum persóna. Við mótið verður endurbætt og öll borð leiksins einnig.Warcraft 3: Reforged kemur út þann 28. janúar á PC. Final Fantasy 7 Remake Final Fantasy 7 naut gífurlegra vinsælda eftir að hann kom út árið 1997 og hafa spilarar kallað eftir endurgerð hans um árabil. Nú munu þeir spilarar aftur setja sig í spor Cloud Strife í baráttu hans og félaga hans í Avalanche gegn Shinra fyrirtækinu og Sephiroth.Leikurinn verður gefinn út í hlutum og fyrsti hlutinn kemur út þann 3. mars á PS4. Nioh Nioh 2 er, eins og nafnið gefur til kynna, framhald af leiknum Nioh. Um er að ræða bardagaleik sem gerist á Sengoku-tímabili Japan þar sem mikið var um deilur og átök. Spilarar setja sig í spor bardagakappa sem er hálfu maður og hálfur andi eða nokkurs konar skrímsli. Hann þarf að berjast við önnur skrímsli og bjarga Fyrsta Nioh-leiknum svipaði mjög til Souls leikjanna og vakti hann mikla lukku þegar hann kom út árið 2018.Nioh 2 kemur út þann 13. mars á PS4. Doom Eternal Doom Slayer mætir aftur til leiks í mars. Sveitir helvítis hafa ráðist á jörðina og enginn annar getur bjargað málunum, né gert það á jafn svalan hátt. Hann beitir hinum ýmsu vopnum gegn alls konar kvikindum. Allt frá því að fyrsti leikurinn kom út árið 1993 hefur Doom átt sérstakan stað í hjörtum leikjaspilara. ID Software gerði nýjan leik sem kom út árið 2016 og hann naut mikilla vinsælda. Nýr leikur var bara tímaspursmál.Doom Eternal kemur út þann 20. mars á PS4, Xbox One og PC. Seinna meir mun leikurinn koma út á Nintendo Switch. Half-Life: Alyx Valve kynnti fyrir ekki svo löngu síðan að nýr Half-Life leikur væri í vinnslu og tiltölulega stutt væri í útgáfu hans. Um er að ræða sýndarveruleika-leik sem á að gerast á milli uppunalega Half-Life og Half-life 2 og fjallar um Alyx og föður hennar og baráttu þeirra gegn Combine, geimverum sem hafa tekið yfir stjórn jarðarinnar.Half-Life: Alyx er ekki með fastan útgáfudag en hann á að koma út í mars á Steam (PC). Resident Evil 3 Remake Endurgerð Resident Evil 2 heppnaðist einstaklega vel og Capcom heldur áfram að endurgera leiki úr þessari vinsælu seríu. Næstur er Resident Evil 3. Við fyrstu sýn er útlit fyrir að RE3 muni spilast svipað og RE2, sem er jákvætt, og mun hann einnig bjóða upp á fjölspilun, þar sem Resident Evil Resistance mun fylgja. Jill Valentine þarf að takast á við á við þá sem smituðust af T-vírusnum og sömuleiðis flýja undan Nemesis, sem er stærðarinnar skrímsli sem ætlar að drepa hana.Endurgerð Resident Evil 3 kemur út þann 3. apríl á PC, PS4 og Xbox One. Cyberpunk 2077 Framleiðsla Cyberpunk 2077 hefur nú staðið yfir í fjölda ára og nú loksins er biðin að klárast. CD Projekt Red, sem gerði Witcher leikina, fékk Keanu Reeves til að leika í Cyberpunk og vakti það mikla athygli þegar hann var kynntur til leiks á E3 í fyrra. Um er að ræða samblöndu af hlutverkaleik og skotleik sem gerist í Night City í heimi þar sem mannkynið hefur fundið leiðir til að betrumbæta líkama fólks með alls konar tækni og tólum. Persóna sem kallast V er í aðalhlutverki í leiknum en enn sem komið er, liggur ekki mikið fyrir um sögu leiksins.Cyberpunk 2077 kemur út þann 16. apríl á PC, PS4 og Xbox One. Predator: Hunting Grounds Predator: Hunting Grounds er fjölspilunarleikur þar sem hinar víðfrægu geimverur etja kappi við mennska hermenn. Hermennirnir þurfa að snúa bökum saman og klára ýmis verkefni og á sama tíma er Predator að veiða þá og reyna að ganga frá þeim með fjölbreyttum vopnum. Hægt verður að velja mismunandi flokka hermanna og sömuleiðis mismunandi Predatora.Predator: Hunting Grounds kemur út þann 24. apríl á PS4. The Last of Us Part 2 The Last of US Part 2 heldur sögu Ellie og Joel áfram. Fimm ár eru liðin frá því að fyrri leiknum lauk og hafa þau komið sér fyrir í Wyoming í Bandaríkjunum og búa í samfélagi fólks sem lifði heimsendinn af. Ellie lendir í klóm annars hóps fólks og einsetur hún sér að elta meðlimi þessa hóps uppi og myrða þá. Á sama tíma þarf hún að berjast gegn hinum sýktu (nokkurs konar uppvakningar og skrímsli) og takast á við afleiðingar baráttu hennar.The Last of US Part 2 kemur út þann 29. maí á PS4. Dying Light 2 Dying Light 2 gerist í heimi þar sem uppvakningar og skrímsli hafa gengið frá flestum íbúum jarðarinnar og gerist hann fimmtán árum eftir atburði fyrri leiksins. Eftirlifendur þurfa bæði að berjast við skrímslin sem skríða úr felum þegar sólin sest og aðra eftirlifendur. Spilarar setja sig í spor Aiden Caldwell sem er einstaklega góður í því að hlaupa um og klifra um borg þar sem mismunandi fylkingar berjast um yfirráð. Borgin og íbúar hennar munu breytast eftir því hvaða ákvarðanir spilarar taka.Dying Light 2 er ekki með fastan útgáfudag en hann á að koma út í vor á PS4, Xbox One og PC. Ghost of Tsushima Ghost of Tsushima gerist í Japan árið 1274. Mongólar hafa sent innrásarher til eyjunnar Tsushima og eftir stóra orrustu, sem tapast, þarf ungur samurai að taka upp aðra siði til að verjast innrásinni. Sá snýr sér að skuggunum og berst gegn Mongólunum úr leyni.Ghost of Tsushima er ekki kominn með útgáfudag en á að koma út um mitt ár á PS4. Halo Infinite Master Chief er að snúa aftur í Halo Infinite þar sem ofurhermaðurinn mun að öllum líkindum snúa aftur á Halo hring og bjarga alheiminum. Enn sem komið er er lítið vitað um leikinn og sögu hans.Halo Infinite er ekki kominn með útgáfudag en hann á að koma út á árinu fyrir PC og Xbox One. Watch Dogs Legion Ubisoft mun gefa út þriðja leikinn í Watch Dogs seríunni sem mun að þessu sinni gerast í London. Þar munu hakkarar sem tilheyra DedSec berjast gegn yfirvöldum sem beita umfangsmikilli eftirlitstækni gegn íbúum til að stjórna ríkinu.Watch Dogs Legion er ekki kominn með útgáfudag. Hann átti að koma út þann 6. mars er var frestað um ótilgreindan tíma. Hann kemur út á PC, PS4 og Xbox One. Skull and Bones Útgáfu sjóræningjaleiksins hefur ítrekað verið frestað á undanförnum árum og virðist sem að framleiðsla hans ætli engan enda að taka. Um er að ræða fjölspilunarleik sem byggir að miklu leyti á Assassins Creed: Black Flag þar sem spilarar munu byggja upp sín eigin sjóræningjaskip og etja kappi við aðra spilara á Indlandshafi. Einnig verður þó boðið upp á einspilun.Skull and Bones er ekki með útgáfudag en hann kemur út á PS4, Xbox One og PC. Beyond Good & Evil 2 Leikurinn Beyond Good & Evil 2 er framhald leiks sem kom fyrst út árið 2003. Þetta er hlutverkaleikur sem gerist í opnum heimi. Um svokallað Prequel er að ræða þar sem saga leiksins á sér stað fyrir sögu fyrri leiksins. Sá leikur þótti einstaklega góður og bauð hann upp á skemmtilega sögu. Fyrst birtist stikla af framhaldsleik árið 2009 og virðist sem að lítið hafi átt sér stað þar til árið 2017 þegar Ubisoft kom öllum á óvart og opinberaði framleiðslu leiksins á E3.Beyond Good & Evil 2 er ekki kominn með útgáfudag. Þá liggur heldur ekki fyrir á hvaða tölvur hann verður gefinn út en líklegt þykir að það verði PC, PS4 og Xbox One og mögulega næstu kynslóð leikjatölva. The Legend of Zelda: Breath of the Wild 2 Nintendo vinnur að framhaldi The Legend of Zelda: Breath of the Wild sem tröllreið leikjaheiminum árið 2017. Sá leikur þykir meðal þeirra bestu sem hafa verið framleiddir. Lítið sem ekkert er vitað um framhaldið en hægt er að gera ráð fyrir því að Link sjálfur muni þurfa að bjarga heiminum.The Legend of Zelda: Breath of the Wild 2 er ekki kominn með útgáfudag en hann kemur út á Nintendo Switch. Diablo 4 Það er orðið ansi langt síðan Blizzard gaf Diablo 3 út og var staðfest í fyrra að fyrirtækið ynni að fjórða leiknum í seríunni vinsælu. Nú þurfa hetjur að snúa bökum saman til að berjast gegn Lilith, dóttur Mephisto, sem er snúin aftur.Diablo 4 er ekki kominn með útgáfudag en hann kemur út á PC, PS4 og Xbox One. World of Warcraft: Shadowlands Shadowlands, áttundi aukapakkinn fyrir fjölspilunarleikin World of Warcraft, var kynntur í nóvember síðastliðnum. Í aukapakkanum fá spilarar að kynna sér eftirlífið, finna fjársjóð og drepa skrímsli og aðra óvini eins og hefð er fyrir.World of Warcraft: Shadowlands er ekki kominn með útgáfudag en hann kemur út á PC. Þórgnýr Einar Albertsson, sérstakur sérfræðingur Vísis í WOW-málum, býst við að leikurinn komi út í haust. Starfield Fyrirtækið Bethesda vinnur nú að nýrri seríu í fyrsta sinn í 25 ár. Fyrirtækið er hvað þekktast fyrir Elder Scrolls og Fallout seríurnar. Lítið sem ekkert er vitað um leikinn og fyrirtækið hefur einungis birt eina óljósa stiklu.Starfield er ekki kominn með útgáfudag en hann kemur væntanlega út á PS4, Xbox One og PC. The Elder Scrolls 6 Það eina sem hægt er að segja um Elder Scrolls 6 er að á meðan Bethesda er að vinna að Starfield eru ekki miklar líkur á að við fáum nýjan leik í þessari gífurlega vinsælu seríu. Enn sem komið er höfum við einungis fengið að sjá stutt myndband af landslagi, sem á þó að gefa ákveðnar vísbendingar um hver í söguheiminum stóra leikurinn gerist.Elder Scrolls 6 er ekki kominn með útgáfudag en hann kemur væntanlega út á PS4, Xbox One og PC. Fréttir ársins 2019 Leikjavísir Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Berjast fyrir lífinu í GameTíví Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira
Þótt síðasta ár hafi að einhverju leyti valdið vonbrigðum varðandi útgáfu tölvuleikja er útlit fyrir að árið sem nú er byrjað geri það alls ekki. Hér að neðan verður stiklað á stóru yfir nokkra af helstu leikjunum sem munu koma út á árinu. Þar að auki eru nokkrir sem er ekki víst að komi út á árinu. Eins og svo oft áður eru nokkrir leikir á listanum sem hafa verið fyrri listum og þá er vert að benda á að útgáfudagar eru að mörgu leyti ekki til staðar og geta breyst. Nokkuð er um útgáfur stórra og eftirsóttra leikja en endurgerðir spila sömuleiðis stóra rullu á árinu. Það eru þó án efa margir aðrir leikir en þeir sem koma fram hér sem fólk er spennt fyrir. Ef svo er mega lesendur endilega benda á þá í athugasemd. Warcraft 3 Reforged Forsvarsmenn Blizzard komu mörgum á óvart á Blizzcon 2018 þegar þeir tilkynntu að verið væri að endurgera Warcraft 3. Þó það hefði verið betra að fá Warcraft 4 er ólíklegt að slíkur leikur verði framleiddur á meðan World of Warcraft nýtur enn mikilla vinsælda. Leikurinn er upprunalega frá 2002 en Reforged mun innihalda aukapakkann Frozen Throne. Endurgerðin mun búa yfir endurbættir grafík og hreyfingum persóna. Við mótið verður endurbætt og öll borð leiksins einnig.Warcraft 3: Reforged kemur út þann 28. janúar á PC. Final Fantasy 7 Remake Final Fantasy 7 naut gífurlegra vinsælda eftir að hann kom út árið 1997 og hafa spilarar kallað eftir endurgerð hans um árabil. Nú munu þeir spilarar aftur setja sig í spor Cloud Strife í baráttu hans og félaga hans í Avalanche gegn Shinra fyrirtækinu og Sephiroth.Leikurinn verður gefinn út í hlutum og fyrsti hlutinn kemur út þann 3. mars á PS4. Nioh Nioh 2 er, eins og nafnið gefur til kynna, framhald af leiknum Nioh. Um er að ræða bardagaleik sem gerist á Sengoku-tímabili Japan þar sem mikið var um deilur og átök. Spilarar setja sig í spor bardagakappa sem er hálfu maður og hálfur andi eða nokkurs konar skrímsli. Hann þarf að berjast við önnur skrímsli og bjarga Fyrsta Nioh-leiknum svipaði mjög til Souls leikjanna og vakti hann mikla lukku þegar hann kom út árið 2018.Nioh 2 kemur út þann 13. mars á PS4. Doom Eternal Doom Slayer mætir aftur til leiks í mars. Sveitir helvítis hafa ráðist á jörðina og enginn annar getur bjargað málunum, né gert það á jafn svalan hátt. Hann beitir hinum ýmsu vopnum gegn alls konar kvikindum. Allt frá því að fyrsti leikurinn kom út árið 1993 hefur Doom átt sérstakan stað í hjörtum leikjaspilara. ID Software gerði nýjan leik sem kom út árið 2016 og hann naut mikilla vinsælda. Nýr leikur var bara tímaspursmál.Doom Eternal kemur út þann 20. mars á PS4, Xbox One og PC. Seinna meir mun leikurinn koma út á Nintendo Switch. Half-Life: Alyx Valve kynnti fyrir ekki svo löngu síðan að nýr Half-Life leikur væri í vinnslu og tiltölulega stutt væri í útgáfu hans. Um er að ræða sýndarveruleika-leik sem á að gerast á milli uppunalega Half-Life og Half-life 2 og fjallar um Alyx og föður hennar og baráttu þeirra gegn Combine, geimverum sem hafa tekið yfir stjórn jarðarinnar.Half-Life: Alyx er ekki með fastan útgáfudag en hann á að koma út í mars á Steam (PC). Resident Evil 3 Remake Endurgerð Resident Evil 2 heppnaðist einstaklega vel og Capcom heldur áfram að endurgera leiki úr þessari vinsælu seríu. Næstur er Resident Evil 3. Við fyrstu sýn er útlit fyrir að RE3 muni spilast svipað og RE2, sem er jákvætt, og mun hann einnig bjóða upp á fjölspilun, þar sem Resident Evil Resistance mun fylgja. Jill Valentine þarf að takast á við á við þá sem smituðust af T-vírusnum og sömuleiðis flýja undan Nemesis, sem er stærðarinnar skrímsli sem ætlar að drepa hana.Endurgerð Resident Evil 3 kemur út þann 3. apríl á PC, PS4 og Xbox One. Cyberpunk 2077 Framleiðsla Cyberpunk 2077 hefur nú staðið yfir í fjölda ára og nú loksins er biðin að klárast. CD Projekt Red, sem gerði Witcher leikina, fékk Keanu Reeves til að leika í Cyberpunk og vakti það mikla athygli þegar hann var kynntur til leiks á E3 í fyrra. Um er að ræða samblöndu af hlutverkaleik og skotleik sem gerist í Night City í heimi þar sem mannkynið hefur fundið leiðir til að betrumbæta líkama fólks með alls konar tækni og tólum. Persóna sem kallast V er í aðalhlutverki í leiknum en enn sem komið er, liggur ekki mikið fyrir um sögu leiksins.Cyberpunk 2077 kemur út þann 16. apríl á PC, PS4 og Xbox One. Predator: Hunting Grounds Predator: Hunting Grounds er fjölspilunarleikur þar sem hinar víðfrægu geimverur etja kappi við mennska hermenn. Hermennirnir þurfa að snúa bökum saman og klára ýmis verkefni og á sama tíma er Predator að veiða þá og reyna að ganga frá þeim með fjölbreyttum vopnum. Hægt verður að velja mismunandi flokka hermanna og sömuleiðis mismunandi Predatora.Predator: Hunting Grounds kemur út þann 24. apríl á PS4. The Last of Us Part 2 The Last of US Part 2 heldur sögu Ellie og Joel áfram. Fimm ár eru liðin frá því að fyrri leiknum lauk og hafa þau komið sér fyrir í Wyoming í Bandaríkjunum og búa í samfélagi fólks sem lifði heimsendinn af. Ellie lendir í klóm annars hóps fólks og einsetur hún sér að elta meðlimi þessa hóps uppi og myrða þá. Á sama tíma þarf hún að berjast gegn hinum sýktu (nokkurs konar uppvakningar og skrímsli) og takast á við afleiðingar baráttu hennar.The Last of US Part 2 kemur út þann 29. maí á PS4. Dying Light 2 Dying Light 2 gerist í heimi þar sem uppvakningar og skrímsli hafa gengið frá flestum íbúum jarðarinnar og gerist hann fimmtán árum eftir atburði fyrri leiksins. Eftirlifendur þurfa bæði að berjast við skrímslin sem skríða úr felum þegar sólin sest og aðra eftirlifendur. Spilarar setja sig í spor Aiden Caldwell sem er einstaklega góður í því að hlaupa um og klifra um borg þar sem mismunandi fylkingar berjast um yfirráð. Borgin og íbúar hennar munu breytast eftir því hvaða ákvarðanir spilarar taka.Dying Light 2 er ekki með fastan útgáfudag en hann á að koma út í vor á PS4, Xbox One og PC. Ghost of Tsushima Ghost of Tsushima gerist í Japan árið 1274. Mongólar hafa sent innrásarher til eyjunnar Tsushima og eftir stóra orrustu, sem tapast, þarf ungur samurai að taka upp aðra siði til að verjast innrásinni. Sá snýr sér að skuggunum og berst gegn Mongólunum úr leyni.Ghost of Tsushima er ekki kominn með útgáfudag en á að koma út um mitt ár á PS4. Halo Infinite Master Chief er að snúa aftur í Halo Infinite þar sem ofurhermaðurinn mun að öllum líkindum snúa aftur á Halo hring og bjarga alheiminum. Enn sem komið er er lítið vitað um leikinn og sögu hans.Halo Infinite er ekki kominn með útgáfudag en hann á að koma út á árinu fyrir PC og Xbox One. Watch Dogs Legion Ubisoft mun gefa út þriðja leikinn í Watch Dogs seríunni sem mun að þessu sinni gerast í London. Þar munu hakkarar sem tilheyra DedSec berjast gegn yfirvöldum sem beita umfangsmikilli eftirlitstækni gegn íbúum til að stjórna ríkinu.Watch Dogs Legion er ekki kominn með útgáfudag. Hann átti að koma út þann 6. mars er var frestað um ótilgreindan tíma. Hann kemur út á PC, PS4 og Xbox One. Skull and Bones Útgáfu sjóræningjaleiksins hefur ítrekað verið frestað á undanförnum árum og virðist sem að framleiðsla hans ætli engan enda að taka. Um er að ræða fjölspilunarleik sem byggir að miklu leyti á Assassins Creed: Black Flag þar sem spilarar munu byggja upp sín eigin sjóræningjaskip og etja kappi við aðra spilara á Indlandshafi. Einnig verður þó boðið upp á einspilun.Skull and Bones er ekki með útgáfudag en hann kemur út á PS4, Xbox One og PC. Beyond Good & Evil 2 Leikurinn Beyond Good & Evil 2 er framhald leiks sem kom fyrst út árið 2003. Þetta er hlutverkaleikur sem gerist í opnum heimi. Um svokallað Prequel er að ræða þar sem saga leiksins á sér stað fyrir sögu fyrri leiksins. Sá leikur þótti einstaklega góður og bauð hann upp á skemmtilega sögu. Fyrst birtist stikla af framhaldsleik árið 2009 og virðist sem að lítið hafi átt sér stað þar til árið 2017 þegar Ubisoft kom öllum á óvart og opinberaði framleiðslu leiksins á E3.Beyond Good & Evil 2 er ekki kominn með útgáfudag. Þá liggur heldur ekki fyrir á hvaða tölvur hann verður gefinn út en líklegt þykir að það verði PC, PS4 og Xbox One og mögulega næstu kynslóð leikjatölva. The Legend of Zelda: Breath of the Wild 2 Nintendo vinnur að framhaldi The Legend of Zelda: Breath of the Wild sem tröllreið leikjaheiminum árið 2017. Sá leikur þykir meðal þeirra bestu sem hafa verið framleiddir. Lítið sem ekkert er vitað um framhaldið en hægt er að gera ráð fyrir því að Link sjálfur muni þurfa að bjarga heiminum.The Legend of Zelda: Breath of the Wild 2 er ekki kominn með útgáfudag en hann kemur út á Nintendo Switch. Diablo 4 Það er orðið ansi langt síðan Blizzard gaf Diablo 3 út og var staðfest í fyrra að fyrirtækið ynni að fjórða leiknum í seríunni vinsælu. Nú þurfa hetjur að snúa bökum saman til að berjast gegn Lilith, dóttur Mephisto, sem er snúin aftur.Diablo 4 er ekki kominn með útgáfudag en hann kemur út á PC, PS4 og Xbox One. World of Warcraft: Shadowlands Shadowlands, áttundi aukapakkinn fyrir fjölspilunarleikin World of Warcraft, var kynntur í nóvember síðastliðnum. Í aukapakkanum fá spilarar að kynna sér eftirlífið, finna fjársjóð og drepa skrímsli og aðra óvini eins og hefð er fyrir.World of Warcraft: Shadowlands er ekki kominn með útgáfudag en hann kemur út á PC. Þórgnýr Einar Albertsson, sérstakur sérfræðingur Vísis í WOW-málum, býst við að leikurinn komi út í haust. Starfield Fyrirtækið Bethesda vinnur nú að nýrri seríu í fyrsta sinn í 25 ár. Fyrirtækið er hvað þekktast fyrir Elder Scrolls og Fallout seríurnar. Lítið sem ekkert er vitað um leikinn og fyrirtækið hefur einungis birt eina óljósa stiklu.Starfield er ekki kominn með útgáfudag en hann kemur væntanlega út á PS4, Xbox One og PC. The Elder Scrolls 6 Það eina sem hægt er að segja um Elder Scrolls 6 er að á meðan Bethesda er að vinna að Starfield eru ekki miklar líkur á að við fáum nýjan leik í þessari gífurlega vinsælu seríu. Enn sem komið er höfum við einungis fengið að sjá stutt myndband af landslagi, sem á þó að gefa ákveðnar vísbendingar um hver í söguheiminum stóra leikurinn gerist.Elder Scrolls 6 er ekki kominn með útgáfudag en hann kemur væntanlega út á PS4, Xbox One og PC.
Fréttir ársins 2019 Leikjavísir Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Berjast fyrir lífinu í GameTíví Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira