„Það gæti borgað sig að horfa til himins í fyrramálið“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 3. janúar 2020 21:00 Þegar Kvaðrantítar eru í hámarki sjást stundum yfir 100 stjörnuhröp á klukkustund. Mynd/Getty Stjörnufræðivefurinn á Facebook segir frá því að í nótt eða í fyrramálið nái loftsteinadrífan Kvaðrantítar hámarki. Kvaðrantítar standa jafnan stutt yfir og getur verið nokkuð snúið að fylgjast með þeim en búist er við hámarkinu snemma í fyrramálið hér á landi. Þegar Kvaðrantítar eru í hámarki sjást stundum yfir 100 stjörnuhröp á klukkustund. „Ef einhvers staðar sést í heiðan himinn í morgun gæti dýrðin verið býsna falleg með bæði glitskýjum og nokkrum stjörnuhröpum. Það gæti borgað sig að horfa til himins í fyrramálið,“ er meðal annars skrifað á síðuna. „Kvaðrantítar draga nafn sitt af stjörnumerki sem er ekki lengur til: Múrkvaðrantinum (e. Quadrans Muralis). Merkið var búið til árið 1795 úr stjörnum milli stjörnumerkjanna Hjarðmannsins og Drekans. Múrkvaðrantar voru mikið notaðir af stjörnufræðingum fyrri alda, t.d. Tycho Brahe, til að mæla hnit stjarna og kortleggja himinhvolfið,“ segir í færslunni. Kvaðrantíta má, eins og Geminíta, rekja til smástirnis en ekki halastjörnu. Smástirnið nefnist 2003 EH1 en talið er að það sé hluti af kulnaðri halastjörnu sem sundraðist fyrir nokkrum öldum. „Þegar Kvaðrantítar eru í hámarki sjást stundum yfir 100 stjörnuhröp á klukkustund. Hámarkið er oft öflugt en stendur stutt yfir, gjarnan í aðeins fáeinar klukkustundir svo hámarkið þarf að hitta á myrkurstundir til þess að við sjáum drífuna.“ Spár stjörnufræðinga benda til að hámarkið verði í kringum klukkan átta í fyrramálið að íslenskum tíma. „Horfðu til himins í aust-norðaustur fyrir dögun. Finndu Karlsvagninn. Geislapunktur drífunnar er við handfangið á honum. Í kringum þetta svæði ættu flest stjörnuhröpin að sjást.“ Geimurinn Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Stjörnufræðivefurinn á Facebook segir frá því að í nótt eða í fyrramálið nái loftsteinadrífan Kvaðrantítar hámarki. Kvaðrantítar standa jafnan stutt yfir og getur verið nokkuð snúið að fylgjast með þeim en búist er við hámarkinu snemma í fyrramálið hér á landi. Þegar Kvaðrantítar eru í hámarki sjást stundum yfir 100 stjörnuhröp á klukkustund. „Ef einhvers staðar sést í heiðan himinn í morgun gæti dýrðin verið býsna falleg með bæði glitskýjum og nokkrum stjörnuhröpum. Það gæti borgað sig að horfa til himins í fyrramálið,“ er meðal annars skrifað á síðuna. „Kvaðrantítar draga nafn sitt af stjörnumerki sem er ekki lengur til: Múrkvaðrantinum (e. Quadrans Muralis). Merkið var búið til árið 1795 úr stjörnum milli stjörnumerkjanna Hjarðmannsins og Drekans. Múrkvaðrantar voru mikið notaðir af stjörnufræðingum fyrri alda, t.d. Tycho Brahe, til að mæla hnit stjarna og kortleggja himinhvolfið,“ segir í færslunni. Kvaðrantíta má, eins og Geminíta, rekja til smástirnis en ekki halastjörnu. Smástirnið nefnist 2003 EH1 en talið er að það sé hluti af kulnaðri halastjörnu sem sundraðist fyrir nokkrum öldum. „Þegar Kvaðrantítar eru í hámarki sjást stundum yfir 100 stjörnuhröp á klukkustund. Hámarkið er oft öflugt en stendur stutt yfir, gjarnan í aðeins fáeinar klukkustundir svo hámarkið þarf að hitta á myrkurstundir til þess að við sjáum drífuna.“ Spár stjörnufræðinga benda til að hámarkið verði í kringum klukkan átta í fyrramálið að íslenskum tíma. „Horfðu til himins í aust-norðaustur fyrir dögun. Finndu Karlsvagninn. Geislapunktur drífunnar er við handfangið á honum. Í kringum þetta svæði ættu flest stjörnuhröpin að sjást.“
Geimurinn Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda