Milljón einstaklingar nýttu sér barnaníðsefni síðunnar Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 3. janúar 2020 23:30 Milljón manns nýttu sér barnaníðsefni á einni vefsíðu á huldunetinu. Norskur rannsóknarblaðamaður sem hafði upp á stjórnanda síðunnar segir að þetta sé aðeins lítill hluti þeirra sem sækja slíkt efni. Hann telur að mörg slík mál komi upp á næstu árum. Fyrir tveimur árum tókst norska rannsóknarblaðamanninum Håkon F. Høydal og Einar Stangvik sérfræðingi í upplýsingatækni að koma upp um eitt stærsta barnaníðingsmál á huldunetinu sem upp hefur komið en um var að ræða vefsíðu með gríðarlega marga notendur. „Þeir sögðust hafa stjórn á meira en einni milljón notenda. Og þetta er bara á einum hluta Netsins. Svo ég held að það sé óhætt að segja að það séu að minnsta kosti milljónir manna, níðinga, á Netinu,“ segir Håkon Høydal, rannsóknarblaðamaður hjá Verdens Gang í Noregi. Håkon F. Høydal kom upp um eitt stærsta barnaníðingsmál á netinu. Skoðaði aldrei myndirnar Þeir félagar höfðu upp á stjórnanda síðunnar sem kallaði sig Warhead. Lögreglan var á sama tíma að rannsaka málið og var hann handtekinn í kjölfarið og fékk 35 ára dóm. Håkon segir að málið hafi teygt anga sína víða. „Með þessum upplýsingum tókst okkur að bera kennsl á marga þessara manna, þar á meðal skólastjóra í skóla í Noregi.“ Hér á landi eru vísbendingar um að barnaníðsefni af íslenskum börnum þrífist á huldunetinu. Håkon skoðaði aldrei myndir af börnunum á síðunni en sá marga notendur. „Ég veit að það eru einhverjir notendur með notendanöfn sem hljóma kannski íslenskulega.“ Skjáskot/Stöð2 Hann telur að fleiri slík máli muni koma upp. „Við höfum séð fjölgun níðinga sem nota Netið en við sjáum líka að lögreglan er að vinna upp forskotið og ná meiri færni í rannsókn svona mála.“ Håkon hefur ásamt CBS framleitt hlaðvarp sem nefnist Hunting Warhead þar sem fjallað er um málið. Hann vill halda áfram að rannsaka slík mál. „Þegar þessi þekking er komin þarf að nota hana til góðs.“ Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Milljón manns nýttu sér barnaníðsefni á einni vefsíðu á huldunetinu. Norskur rannsóknarblaðamaður sem hafði upp á stjórnanda síðunnar segir að þetta sé aðeins lítill hluti þeirra sem sækja slíkt efni. Hann telur að mörg slík mál komi upp á næstu árum. Fyrir tveimur árum tókst norska rannsóknarblaðamanninum Håkon F. Høydal og Einar Stangvik sérfræðingi í upplýsingatækni að koma upp um eitt stærsta barnaníðingsmál á huldunetinu sem upp hefur komið en um var að ræða vefsíðu með gríðarlega marga notendur. „Þeir sögðust hafa stjórn á meira en einni milljón notenda. Og þetta er bara á einum hluta Netsins. Svo ég held að það sé óhætt að segja að það séu að minnsta kosti milljónir manna, níðinga, á Netinu,“ segir Håkon Høydal, rannsóknarblaðamaður hjá Verdens Gang í Noregi. Håkon F. Høydal kom upp um eitt stærsta barnaníðingsmál á netinu. Skoðaði aldrei myndirnar Þeir félagar höfðu upp á stjórnanda síðunnar sem kallaði sig Warhead. Lögreglan var á sama tíma að rannsaka málið og var hann handtekinn í kjölfarið og fékk 35 ára dóm. Håkon segir að málið hafi teygt anga sína víða. „Með þessum upplýsingum tókst okkur að bera kennsl á marga þessara manna, þar á meðal skólastjóra í skóla í Noregi.“ Hér á landi eru vísbendingar um að barnaníðsefni af íslenskum börnum þrífist á huldunetinu. Håkon skoðaði aldrei myndir af börnunum á síðunni en sá marga notendur. „Ég veit að það eru einhverjir notendur með notendanöfn sem hljóma kannski íslenskulega.“ Skjáskot/Stöð2 Hann telur að fleiri slík máli muni koma upp. „Við höfum séð fjölgun níðinga sem nota Netið en við sjáum líka að lögreglan er að vinna upp forskotið og ná meiri færni í rannsókn svona mála.“ Håkon hefur ásamt CBS framleitt hlaðvarp sem nefnist Hunting Warhead þar sem fjallað er um málið. Hann vill halda áfram að rannsaka slík mál. „Þegar þessi þekking er komin þarf að nota hana til góðs.“
Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira