Segir að í lok janúarmánaðar verði kolefnisjöfnun Stjórnarráðsins fyrir árið 2019 lokið Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 3. janúar 2020 19:45 Forsætisráðherra segir að í lok janúarmánaðar verði kolefnisjöfnun Stjórnarráðsins fyrir árið 2019 lokið. Stofnanir skulu aftur á móti setja sér markmið um kolefnishlutleysi og draga úr losun á árinu 2021. Í fréttum okkar í gær kom fram að margfalt fleiri fyrirtæki og einstaklingar kolefnisjafni ferðir sínar en samkvæmt upplýsingum frá Kolviði og Votlendissjóði hafa ríkisstofnanir ekki verið að kolefnisjafna ferðir starfsmanna, sem teljast nokkuð algengar. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að í lok janúarmánaðar verði kolefnisjöfnun Stjórnarráðsins fyrir árið 2019 lokið. „Það er ákvörðun sem byggir á loftslagsstefnu stjórnarráðsins sem bæði felst í því að við erum að draga úr losun, t.d. með því að breyta því sem er í boði hér í mötuneyti Stjórnarráðsins, fækka flugferðum, breyta samgöngumáta til og frá vinnu og líka meðþví að kolefnisjafna,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Hvert og eitt ráðuneyti mun þá jafna sína heildarlosun yfir árið í stað þess að kolefnisjafna hverja og eina flugferð. „Hvert og eitt ráðuneyti sem kolefnisjafnar sína heildarlosun. Við gerum það upp í lok árs þannig aðég vænti þess að öll ráðuneyti detti inn með sína kolefnisjöfnun í þessum fyrsta mánuði 2020,“ sagði Katrín. Stofnanir skulu aftur á móti setja sér markmið um kolefnishlutleysi og draga úr losun á árinu 2021. „Ég veit að stofnanir eru mislangt komnar í þessu verkefni en við væntum þess að allir verði komnir á sömu blaðsíðu 2021,“ sagði Katrín.Nú spyr sig einhver: Af hverju 2021? Af hverju ekki núna?„Þessi stefna komst í gagnið á þessu ári þannig við erum að innleiða hana á tveimur árum. Hún var gefin út 2019 og við gáfum okkur þennan tíma. Ég held að þetta muni skipta verulegu málið því eins og hefur komið fram þá er ríkið að losa mikið bæði í gegnum ferðir og aðra hluti og það skiptir máli að við séum til fyrirmyndar í þessum málum,“ sagði Katrín. Loftslagsmál Stjórnsýsla Umhverfismál Tengdar fréttir Margfalt fleiri einstaklingar kolefnisjafna ferðirnar en ríkið situr eftir Ríkisstofnanir eru ekki að kolefnisjafna ferðir sínar á meðan þátttaka almennings og fyrirtækja hefur allt að tífaldast á milli ára. Stjórnarformaður Kolviðar saknar framlags ríkisins. 2. janúar 2020 18:45 Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fleiri fréttir „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Sjá meira
Forsætisráðherra segir að í lok janúarmánaðar verði kolefnisjöfnun Stjórnarráðsins fyrir árið 2019 lokið. Stofnanir skulu aftur á móti setja sér markmið um kolefnishlutleysi og draga úr losun á árinu 2021. Í fréttum okkar í gær kom fram að margfalt fleiri fyrirtæki og einstaklingar kolefnisjafni ferðir sínar en samkvæmt upplýsingum frá Kolviði og Votlendissjóði hafa ríkisstofnanir ekki verið að kolefnisjafna ferðir starfsmanna, sem teljast nokkuð algengar. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að í lok janúarmánaðar verði kolefnisjöfnun Stjórnarráðsins fyrir árið 2019 lokið. „Það er ákvörðun sem byggir á loftslagsstefnu stjórnarráðsins sem bæði felst í því að við erum að draga úr losun, t.d. með því að breyta því sem er í boði hér í mötuneyti Stjórnarráðsins, fækka flugferðum, breyta samgöngumáta til og frá vinnu og líka meðþví að kolefnisjafna,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Hvert og eitt ráðuneyti mun þá jafna sína heildarlosun yfir árið í stað þess að kolefnisjafna hverja og eina flugferð. „Hvert og eitt ráðuneyti sem kolefnisjafnar sína heildarlosun. Við gerum það upp í lok árs þannig aðég vænti þess að öll ráðuneyti detti inn með sína kolefnisjöfnun í þessum fyrsta mánuði 2020,“ sagði Katrín. Stofnanir skulu aftur á móti setja sér markmið um kolefnishlutleysi og draga úr losun á árinu 2021. „Ég veit að stofnanir eru mislangt komnar í þessu verkefni en við væntum þess að allir verði komnir á sömu blaðsíðu 2021,“ sagði Katrín.Nú spyr sig einhver: Af hverju 2021? Af hverju ekki núna?„Þessi stefna komst í gagnið á þessu ári þannig við erum að innleiða hana á tveimur árum. Hún var gefin út 2019 og við gáfum okkur þennan tíma. Ég held að þetta muni skipta verulegu málið því eins og hefur komið fram þá er ríkið að losa mikið bæði í gegnum ferðir og aðra hluti og það skiptir máli að við séum til fyrirmyndar í þessum málum,“ sagði Katrín.
Loftslagsmál Stjórnsýsla Umhverfismál Tengdar fréttir Margfalt fleiri einstaklingar kolefnisjafna ferðirnar en ríkið situr eftir Ríkisstofnanir eru ekki að kolefnisjafna ferðir sínar á meðan þátttaka almennings og fyrirtækja hefur allt að tífaldast á milli ára. Stjórnarformaður Kolviðar saknar framlags ríkisins. 2. janúar 2020 18:45 Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fleiri fréttir „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Sjá meira
Margfalt fleiri einstaklingar kolefnisjafna ferðirnar en ríkið situr eftir Ríkisstofnanir eru ekki að kolefnisjafna ferðir sínar á meðan þátttaka almennings og fyrirtækja hefur allt að tífaldast á milli ára. Stjórnarformaður Kolviðar saknar framlags ríkisins. 2. janúar 2020 18:45