Snjór yfir öllu á höfuðborgarsvæðinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. janúar 2020 06:22 Ökumenn og aðrir vegfarendur á höfuðborgarsvæðinu ættu að gefa sér nægan tíma í umferðinni nú í morgunsárið. vísir/vilhelm Það hefur kyngt niður snjó á höfuðborgarsvæðinu síðan í gærkvöldi er nú snjór yfir öllu. Ökumenn og aðrir vegfarendur ættu því að huga að því að gefa sér nægan tíma til þess að komast á milli staða nú í morgunsárið því þótt snjómokstur sé byrjaður er viðbúið að það taki lengri tíma en ella að komast leiðar sinnar eins og gjarnan þegar færðin er þung. Teitur Arason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að það hafi verið þéttur éljagangur á höfuðborgarsvæðinu frá því í gærkvöldi og í alla nótt. Aðspurður um snjódýptina segir Teitur að hún sé mæld klukkan níu á túninu austan við Veðurstofuhúsið. Þær tölur liggja því ekki fyrir. Nú séu élin hins vegar farin að þynnast upp, það haldi áfram og verður bjart og fallegt veður síðdegis í borginni. Þá veður mjög kalt og gæti orðið meira en 10 stiga frost undir kvöld í efstu byggðum. „Í dag er landið svolítið tvískipt, á Suður- og Vesturlandi er kalt og bjart en hríðarveður á Norður- og Austurlandi. Þá er kalt á öllu landinu, það var mjög kalt loft sem flæddi yfir landið í gær,“ segir Teitur. Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun á Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi, Austfjörðum og Suðausturland. Á Norðurlandi og Suðausturlandi tekur viðvörunin gildi klukkan 11 og stendur til klukkan 16, á Austurlandi að Glettingi tekur hún gildi klukkan 9 og er í gildi til 13 og á Austfjörðum tekur viðvörunin gildi líka klukkan 9 en er til 16. Það verða síðan umhleypingar strax á morgun að sögn Teits svo snjórinn á höfuðborgarsvæðinu stoppar stutt við. „Þetta umbreytist alveg á morgun. Þá kemur heiðarlegur suðaustan stormur og það hlýnar. Þessum stormi fylgir úrkoma sem byrjar sem snjókoma en svo þegar það hlýnar þá breytist hún í rigningu,“ segir Teitur. #Veður: Snjókomubakki kemur úr norðri og um leið hvessir af NV, fyrst með norðausturströndinni. Í Eyjafirði, Skagafirði og við Húnaflóa má reikna með ofankomu og blindu á flestum vegum frá því skömmu fyrir hádegi og fram undir kvöld. Skafrenningur verður A-lands. #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) January 3, 2020 Veðurhorfur á landinu: Gengur í norðvestan 13-20 m/s í dag með snjókomu eða éljum á Norður- og Austurlandi. Hægari vindur og léttir til á Suður- og Vesturlandi. Lægir og styttir upp á öllu landinu í kvöld. Frost 3 til 13 stig. Gengur í suðaustan 18-25 á morgun með snjókomu og síðar slyddu eða rigningu. Snýst í suðvestan 10-18 seinnipartinn með skúrum eða slydduéljum sunnan- og vestanlands. Hlýnandi veður, hiti 2 til 7 stig undir kvöld. Á laugardag: Suðaustan 18-25 m/s með snjókomu og síðar slyddu eða rigningu. Snýst í suðvestan 10-18 seinnipartinn með skúrum eða slydduéljum, en léttir til norðaustanlands. Hlýnandi veður, hiti 2 til 7 stig undir kvöld. Á sunnudag: Suðvestan 13-20 m/s og skúrir eða él, en þurrt og bjart á Austurlandi. Hiti 0 til 4 stig. Hægari vindur og úrkomuminna seinnipartinn. Á mánudag: Breytileg átt, hvass vindur á köflum. Rigning eða slydda og hiti 1 til 6 stig, en snjókoma og kólnar vestan til á landinu um kvöldið. Nánari upplýsingar um færð á vegum má svo nálgast á vef Vegagerðarinnar. Samgöngur Veður Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Innlent Fleiri fréttir Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Sjá meira
Það hefur kyngt niður snjó á höfuðborgarsvæðinu síðan í gærkvöldi er nú snjór yfir öllu. Ökumenn og aðrir vegfarendur ættu því að huga að því að gefa sér nægan tíma til þess að komast á milli staða nú í morgunsárið því þótt snjómokstur sé byrjaður er viðbúið að það taki lengri tíma en ella að komast leiðar sinnar eins og gjarnan þegar færðin er þung. Teitur Arason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að það hafi verið þéttur éljagangur á höfuðborgarsvæðinu frá því í gærkvöldi og í alla nótt. Aðspurður um snjódýptina segir Teitur að hún sé mæld klukkan níu á túninu austan við Veðurstofuhúsið. Þær tölur liggja því ekki fyrir. Nú séu élin hins vegar farin að þynnast upp, það haldi áfram og verður bjart og fallegt veður síðdegis í borginni. Þá veður mjög kalt og gæti orðið meira en 10 stiga frost undir kvöld í efstu byggðum. „Í dag er landið svolítið tvískipt, á Suður- og Vesturlandi er kalt og bjart en hríðarveður á Norður- og Austurlandi. Þá er kalt á öllu landinu, það var mjög kalt loft sem flæddi yfir landið í gær,“ segir Teitur. Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun á Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi, Austfjörðum og Suðausturland. Á Norðurlandi og Suðausturlandi tekur viðvörunin gildi klukkan 11 og stendur til klukkan 16, á Austurlandi að Glettingi tekur hún gildi klukkan 9 og er í gildi til 13 og á Austfjörðum tekur viðvörunin gildi líka klukkan 9 en er til 16. Það verða síðan umhleypingar strax á morgun að sögn Teits svo snjórinn á höfuðborgarsvæðinu stoppar stutt við. „Þetta umbreytist alveg á morgun. Þá kemur heiðarlegur suðaustan stormur og það hlýnar. Þessum stormi fylgir úrkoma sem byrjar sem snjókoma en svo þegar það hlýnar þá breytist hún í rigningu,“ segir Teitur. #Veður: Snjókomubakki kemur úr norðri og um leið hvessir af NV, fyrst með norðausturströndinni. Í Eyjafirði, Skagafirði og við Húnaflóa má reikna með ofankomu og blindu á flestum vegum frá því skömmu fyrir hádegi og fram undir kvöld. Skafrenningur verður A-lands. #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) January 3, 2020 Veðurhorfur á landinu: Gengur í norðvestan 13-20 m/s í dag með snjókomu eða éljum á Norður- og Austurlandi. Hægari vindur og léttir til á Suður- og Vesturlandi. Lægir og styttir upp á öllu landinu í kvöld. Frost 3 til 13 stig. Gengur í suðaustan 18-25 á morgun með snjókomu og síðar slyddu eða rigningu. Snýst í suðvestan 10-18 seinnipartinn með skúrum eða slydduéljum sunnan- og vestanlands. Hlýnandi veður, hiti 2 til 7 stig undir kvöld. Á laugardag: Suðaustan 18-25 m/s með snjókomu og síðar slyddu eða rigningu. Snýst í suðvestan 10-18 seinnipartinn með skúrum eða slydduéljum, en léttir til norðaustanlands. Hlýnandi veður, hiti 2 til 7 stig undir kvöld. Á sunnudag: Suðvestan 13-20 m/s og skúrir eða él, en þurrt og bjart á Austurlandi. Hiti 0 til 4 stig. Hægari vindur og úrkomuminna seinnipartinn. Á mánudag: Breytileg átt, hvass vindur á köflum. Rigning eða slydda og hiti 1 til 6 stig, en snjókoma og kólnar vestan til á landinu um kvöldið. Nánari upplýsingar um færð á vegum má svo nálgast á vef Vegagerðarinnar.
Samgöngur Veður Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Innlent Fleiri fréttir Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Sjá meira