Fortnite er enn arðbærasti leikur heims Samúel Karl Ólason skrifar 2. janúar 2020 20:05 Frá heimsmeistaramótinu í Fortnite í sumar. EPA/JASON SZENES Þrátt fyrir að tekjur af leiknum Fortnite drógust saman um fjórðung á milli ára voru þær 1,8 milljarða dala í fyrra. Árið 2018 voru tekjurnar 2,4 milljarðar. Þetta kemur fram í greiningu fyrirtækisins SuperData, sem er í eigu Nielsen, um tölvuleikjamarkaðinn í fyrra. Heildartekjur geirans árið 2019 voru 109,4 milljarðar dala, sem er vöxtur um þrjú prósent á milli ára.Af þeim tekjum eru 80 prósent tilkomin vegna svokallaðra „Free-to-play“ leikja, þar sem spilarar kaupa ekki leikina, heldur kaupa vopn, brynjur og annars konar hluti í leikjunum sjálfum. Fortnite er einn þeirra leikja. Í skýrslu fyrirtækisins kemur fram að þrátt fyrir að færri spili Fortnite en League of Legends hefur Epic Games tekist að fá spilara til að eyða meiri peningum en framleiðendum annarra leikja hefur tekist. Það gera starfsmenn fyrirtækisins með stöðugum uppfærslum á leiknum og auknu samstarfi varðandi kynningar kvikmynda og annarra viðburða.Sjá einnig: Star Wars olli usla í FortniteNæst á eftir Fortnite eru leikirnir Dungeon Fighter Online frá Nexon, Honour of Kings frá Tencent, League of Legends og Candy Crush. Sala hefðbundinna tölvuleikja, ef svo má segja, dróst þó saman um fimm prósent á milli ára og var 18,9 milljarðar í fyrra. Sérfræðingar SuperData segja ástæðuna vera skort á útgáfum stórra og gífurlega vinsælla leikja. Mestar tekjur voru af FIFA 19, eða 786 milljónir dala, og í öðru sæti var Call of Duty: Modern Warfare, 645 milljónir. Búist er við því að næsta ár verði besta ár hefðbundinna leikja þar sem von er á nokkrum stórum leikjum eins og Cyberpunk 2077 og The Last of Us Part II. Þá er einnig von á að bæði Sony og Microsoft gefi út nýjar leikjatölvur fyrir næstu jól. Leikjavísir Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Fleiri fréttir Íslendingaslagur í Verdansk hjá GameTíví Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Brothætt kvöld hjá GameTíví Assassins Creed Shadows: Ekki þessi ömurlegi leikur sem netið lofaði Morðæði í GameTíví Reyna á taugarnar og samvinnuna í GameTíví GameTíví: Stefna á fugl í PGA 2K25 Sjá meira
Þrátt fyrir að tekjur af leiknum Fortnite drógust saman um fjórðung á milli ára voru þær 1,8 milljarða dala í fyrra. Árið 2018 voru tekjurnar 2,4 milljarðar. Þetta kemur fram í greiningu fyrirtækisins SuperData, sem er í eigu Nielsen, um tölvuleikjamarkaðinn í fyrra. Heildartekjur geirans árið 2019 voru 109,4 milljarðar dala, sem er vöxtur um þrjú prósent á milli ára.Af þeim tekjum eru 80 prósent tilkomin vegna svokallaðra „Free-to-play“ leikja, þar sem spilarar kaupa ekki leikina, heldur kaupa vopn, brynjur og annars konar hluti í leikjunum sjálfum. Fortnite er einn þeirra leikja. Í skýrslu fyrirtækisins kemur fram að þrátt fyrir að færri spili Fortnite en League of Legends hefur Epic Games tekist að fá spilara til að eyða meiri peningum en framleiðendum annarra leikja hefur tekist. Það gera starfsmenn fyrirtækisins með stöðugum uppfærslum á leiknum og auknu samstarfi varðandi kynningar kvikmynda og annarra viðburða.Sjá einnig: Star Wars olli usla í FortniteNæst á eftir Fortnite eru leikirnir Dungeon Fighter Online frá Nexon, Honour of Kings frá Tencent, League of Legends og Candy Crush. Sala hefðbundinna tölvuleikja, ef svo má segja, dróst þó saman um fimm prósent á milli ára og var 18,9 milljarðar í fyrra. Sérfræðingar SuperData segja ástæðuna vera skort á útgáfum stórra og gífurlega vinsælla leikja. Mestar tekjur voru af FIFA 19, eða 786 milljónir dala, og í öðru sæti var Call of Duty: Modern Warfare, 645 milljónir. Búist er við því að næsta ár verði besta ár hefðbundinna leikja þar sem von er á nokkrum stórum leikjum eins og Cyberpunk 2077 og The Last of Us Part II. Þá er einnig von á að bæði Sony og Microsoft gefi út nýjar leikjatölvur fyrir næstu jól.
Leikjavísir Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Fleiri fréttir Íslendingaslagur í Verdansk hjá GameTíví Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Brothætt kvöld hjá GameTíví Assassins Creed Shadows: Ekki þessi ömurlegi leikur sem netið lofaði Morðæði í GameTíví Reyna á taugarnar og samvinnuna í GameTíví GameTíví: Stefna á fugl í PGA 2K25 Sjá meira